Leita í fréttum mbl.is

Yndislegur dagur afstaðinn

og allir fóru sáttir að sofa, reyndar ekki fyrren um 1 leytið og hefur það ekki gerst í mörg ár. Dagurinn gekk slysalaust fyrir sig, yngstu voru alveg þokkalega róleg lengst framan að. Maturinn var meiriháttar, en það er kominn hef'ð fyrir því að hafa innbakaðan hamborgarhrygg í búttudeig á þessum degi, reyndar var ég með tvö vegna þess að annar er með gráðost og gráðostasósa með honum nammi, hin er svo hefðbundinn með púðursykurbráð og rauðvínssósu, ekki verra.

Títlan mín hefur aldrei verið svona dugleg að ganga frá eftir matinn og lá við að diskar væru rifnir af manni áður en klárað var af honum. Eftir matinn var svo fært sig inn í stofu þar sem títlan las upp jólasögu sem hún samdi sjálf og svo var skellt sér í pakkaflóðið og hrundi eitt og annað úr hverjum pakka, allir fengu bækur og ég þar á meðal og var það bókinn hennar Jónu Á  Gísladóttir bloggvinkonu okkar flestra og byrjuninn á henni lofar meiru en góðu, enda snilldarpenni þar á ferð eins og þið vitið.

Jólakortinn voru opnuð og síðan kom að Ístertuni og heitri marssósu með, bara geggjað og eftir það var svo farið að slappa af með öllum mínum börnum og barnabarni, en elsta mín og hennar barnsfaðir komu eftir að þau voru búin að borða og opna pakka heima hjá henni, það var ákveðið að horfa á eina barnamyd sem leyndist í pakka títlunar og var kúturinn eitthvað orðinn trekktur þvi eins og þið vitið sem mig lesið að þá er hann ekki eins og flest önnur börn.

Það vildi þannig til að Birtan mín braut glas á stofugólfinu og pabbi hennar sótti ryksugu til að ná upp öllum brotum, nú svo þegar þvi var lokið og ekki var búið að ganga frá ryksuguni á réttan stað þá taldi kútur það vera snilldarhugmynd að taka annan kettlinginn og stinga hausnum á honum inní barkan og kveikja á ryksuguni, okkur brá öllum skelfilega þegar þetta uppgötvaðist og allir byrja á garga á kútinn, hvað hann sé eiginlega að gera en hann var ekki að skilja þetta fát sem kom á fólkið sér í lagi á elstu systir sína, en málið er það að um þetta leyti er hann orðinn alveg lyfjalaus og þá dettur honum ýmislegt í hug sem kannski annars hann myndi ekki framkvæma.

Ég benti þó systur hans á það að svona væru öll kvöld hjá mér núorðið eftir að svefnlyfinn voru tekinn af honum, ekki það að hann sé að setja kettling inni ryksugubarka heldur það að lætinn í honum geta alla ært þegar hann byrjar, en sem betur fer þá varð kisu litlu ekki meint af þessu og hefur hún það bar fínt.

Í dag er stefnan tekinn á náttföt og rólegheit frameftir degi, síðan verður kíkt í eins og eitt kaffiboð og í kvöld er það svo hangikjötið góða á borðum hérna nammi namm.

Jólaknús á ykkur elskurnar mínar og megi dagurinn verða ykkur sem yndislegasturHeart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 25.12.2008 kl. 09:38

2 Smámynd: Anna Guðný

Líf og fjör, sé ég. Gott að heyra að allt gekk vel. Hafiði það gott í dag.

Anna Guðný , 25.12.2008 kl. 12:16

3 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Það er sjaldan dauð stund hjá þér.. en njóttu tímans  hann kemur ekki aftur..

Sigríður B Svavarsdóttir, 25.12.2008 kl. 14:30

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 25.12.2008 kl. 21:06

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 26.12.2008 kl. 09:55

6 Smámynd: Líney

Stórt knús,mér finnst stundum þegar ég les bloggið þitt um drengin þinn að það gæti allt eins  verið ég sem skrifaði þetta

Líney, 28.12.2008 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband