Laugardagur, 27. desember 2008
Þriðji í jólum og afmæliskveðja....
Og lífið heldur áfram sinn vanagang. Samkvæmt hitamælirnum mínum er 8 gráðu hiti hérna hjá mér í dag, en það blæs alveg þokkalega mikið með þessum hita þannig að það virðist ekki vera jafnheitt.
Jenný litla drottininginn á þessum bæ þurfti að fara til dýralæknis nú í morgun því að hún er kominn með svo hræðilega sýkingu í hægra eyrað, en er mjög algengt með þessa tegund af hundi, dýralæknirinn gaf henni róandi svo auðveldara sé að þrífa á henni eyrað og gefa henni sýklalyfi, þannig að mín verður sjálfsagt frekar vönkuð í dag þessi elska.
Það er alveg ótrúlegt hvað manni getur þótt vænt um þessi dýr, yfir hátíðar er hún búin að liggja meira og minna í fanginu á mér ef ég hef sest niður einhvers staðar, ég hringdi í dýralæknir í gær og ætlaði með hana þá en þegar ég var búin að lýsa þessu fyrir henni, þá endilega bað hún mig um að bíða til dagsins í dag, því þetta myndi annars kosta mig dágóðan skilding að kalla hana út og þar sem þetta reyndist ekki hættulegt þá ákvað ég að gera það.
það held ég að mín verði glöð þegar hún losnar við óþægindinn af þessu drasli.
Annars er svo stefnan tekinn á búðarráp á eftir, þvi hér þarf að skila einu og öðru sem fengið var í jólagjöf, þar á meðal frjarstýrð drekafluga sem kútur fékk, en bölvuð flugan vill bara alls ekki fljúga og nógu dýr var hún nú samt arg. Ég þoli ekki þegar eitthvað er keypt sem síðan virkar ekki.
Svo þarf að skila nokkrum bókum og einum leik þar sem tvennt af þessu kom í hús á aðfangadag og höfum við nú ekki mikið að gera við tvennt af því.
Í lokinn langar mig svo að óska henni systur minni til hamingju með daginn, en hún er 30 something í dag.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Athugasemdir
Birna Dúadóttir, 27.12.2008 kl. 11:13
Ææ, ekki nógu gott með Jenný. En lagast það ekki fljótlega Helga mín?
Ég vona svo innilega að svo verði.
Annars þakkka ég þér kærlega fyrir commentið Helga mín og ég sendi þér um leið mínar bestu óskir um góðan dag og góð jól.
Kær kveðja.
Valgeir.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 12:14
Takk fyrir afmæliskveðjuna elsku systir, já ég er bara 30 eitthvað
Kristín Gunnarsdóttir, 27.12.2008 kl. 12:40
Vonandi nær Jenny ser fljótt af sýkingunni.
Kvedja
Gudrún
Gudrún Hauksdótttir, 28.12.2008 kl. 07:34
Dóra, 28.12.2008 kl. 07:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.