Sunnudagur, 28. desember 2008
Það er bara alltaf veisla.
Okkur var boðið í matarboð í gærkv og var það ekki af verri endanum, frekar en við var að búast þegar þessar tvær frábæru mæðgur koma saman og búa eitthvað til, enda eru þær báðar snillingar í eldhúsinu. Það var boðið uppá londinlamb og léttreyktan lambahamborgarahrygg með öllu tilheyrandi og slurp slurp bara geggjað, í eftirrétt var svo heimatilbúin ís sem var algjört sælgæti.
Heim var svo komið um seint og um síðir ( á mínum tíma ) eftir frábært kvöld með þessu fólki. Títlan mín fékk reyndar að gista þar sem önnur þeirra á nú smá part í minni dömu og leiddist minni það ekki að fá loksins að sofa þarna.
Í dag er stefnan tekinn á eitt alherjar jólaboð hérna hjá mér, þar sem við 6 systkininn sem hérna búa leggjum öll í púkkið til þess að halda svona stóra veislu, enda verðum við slatti mörg, þeir sem mæta verða, foreldrar okkar, við systkininn, makar, börn, barnabörn og barnabarnabörn, þannig að hér gæti mundast hin stæðsti hópur þegar upp verður staðið, ekki þori ég nú að kasta tölu á þetta strax, kem með hana kannski inn hérna í kvöld.
Enn ég er alveg sannfærð um að þetta verður hrikalega gaman því ég elska að hafa allt þetta fólk í kringum mig, ég elska að eiga svona stóra fjölskyldu og vildi óska þess að við myndum hittast mikið oftar en við gerum.
En nú er best að halda áfram að undirbúa veisluna.
Knús
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Athugasemdir
Greinilega nóg að gera á þínu heimili.. Svona myndar svo frábæra stemmingu.. Stórfjölskyldan hittist á jólum.... er góður siður
Gangi þér vel og njóttu dagsins..
Sigríður B Svavarsdóttir, 28.12.2008 kl. 11:35
Svona á þetta að vera um jólin Helga mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.12.2008 kl. 12:45
Nóg að gera hjá þér Helga mín en skemmtilegt.
Kristín Katla Árnadóttir, 28.12.2008 kl. 13:47
Gaman að þessu.Góða skemmtun
Birna Dúadóttir, 28.12.2008 kl. 14:39
Hæ Helga mín.
Langaði bara að senda þér mínar bestu óskir um að þér gangi vel í öllu því sem þú ert að gera. Það er alltaf gaman að kíkja hérna við hjá þér.
Eigðu gott kvöld.
Knúsar og kossar.
Valgeir.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 20:54
Gleðilega jólarest Helga mín
Huld S. Ringsted, 29.12.2008 kl. 07:59
Gleðilega jólarest
Anna Margrét Bragadóttir, 29.12.2008 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.