Mánudagur, 29. desember 2008
Enginn titil
Veislan í gær heppnaðist meiriháttar vel, var ég með tvö borð sem bæði svignuðu undan kræsingum, allir komu með eitthv með sér þannig að nóg var af öllu og mikið meira en það.
Hér mættu 36 manns og gekk þetta allt saman snuðrulaust fyrir sig hjá okkur, við konurnar hjálpuðumst allar að bæði við að leggja á borð og ganga frá þannig að engin sleit sér út meira en annar, við komumst líka að því að þessi angi af fjölskylduni sem mætti eru alltof matgrannir því hér var nóg um afganga og ákváðum við að allir tækju sitt með sér heim svo ég sæti ekki uppí með tertur og annað gummelaði langt frammá nýtt ár.
Kútur hélt sig að mestu inní sínu herb, en þangað fékk hann góða gesti en það eru tveir frændur sem heiðruðu hann með nærveru sinni, hann var voða góður í sér og bauð þeim báðum að gista en þeim leist nú ekki alveg nógu vel á það þar sem þeir eru báðir komnir á fullorðinsár, annar 21 árs og hin að verða 17 ára, en gaman þótti honum að hafa þá hjá sér og mér líka, einfaldlega vegna þess að það eru ekki svo býsna margir sem nenna né vilja eyða of miklum tíma með þessari elsku minni.
En minn var sáttur og það er fyrir mestu. Títlan lék sér svo við tvær frænkur og gekk það slysalaust fyrir sig sem betur fer, henni fannst nú ekkert sérstaklega gaman í veisluni heldur vildi mín bara skella sér í sund eða skauta, sem var reyndar ekki látið eftir henni í þetta skipti, en þessi elska mín þarf helst að vera á ferðini frá því hún opnar augun og þangað til hún lokar þeim aftur að kveldi.
Nú vill ég endurtaka leikinn þegar þorrinn gengur í garð og hafa þorrablót hérna, því ég vill að við fjölskyldan förum að gera meira af því að hittast heldur en verið hefur.
Jenný mín er að jafna sig á sýkinguni í eyranu sínu og er að verða söm við sig aftur, við slógum endapunktinn á gærdaginn með því að fara á flugeldasýninguna og tókum við hana með okkur til þess að sjá hvernig henni yrði við og sem betur fer þá kippti hún sér ekkert upp við þetta allt saman, við höfðum hana að vísu inní bíl en opin glugga og henni var alveg sama, þannig að nú veit maður það að henni verður óhætt á gamlárskvöld.
Adios
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Af mbl.is
Íþróttir
- Tilhugsunin um yngri þjálfara hljómar spennandi
- Starf Spánverjans hangir á bláþræði
- Fjölnir og ÍR víxluðu á þjálfurum
- Ég ætla ekki að blammera einn né neinn
- Bílslysið hefði klárlega getað endað mun verr
- Sóknarmaður til Liverpool?
- Eignast hlut í félagi en spilar enn
- Chelsea og Lyon í átta liða úrslit
- Náði sínum besta árangri á ferlinum
- Óstöðvandi í Meistaradeildinni
Athugasemdir
Hefði alveg viljað vera með í veislunni, örugglega góðar tertur og gúmmelaði elsku sys
Kristín Gunnarsdóttir, 29.12.2008 kl. 10:32
Ummm Kræsingar sagdiru....madur er sko alltaf til í kræsingar haha.Yndislegt ad tid hafid haft tad gott elskurnar.
Kvedja frá Jyderup.
Gudrún Hauksdótttir, 29.12.2008 kl. 12:18
Er á smá jóla/áramóta yfirreið að lesa hjá ykkur öllum, hafðu það ávallt sem best kæri bloggvinur
Ásdís Sigurðardóttir, 29.12.2008 kl. 13:08
Frabært að heyra þetta sé hlaðborðið í anda slef...
Líney, 29.12.2008 kl. 15:44
Gaman að hittast svona saman :) Við hittumst 20 saman í minni fjölskyldu á aðfangadagskvöld og drekkum kakó og borððum fínar kökur :) alltaf jafn gaman
Erna Friðriksdóttir, 29.12.2008 kl. 15:52
Sigríður B Svavarsdóttir, 29.12.2008 kl. 22:36
Eigðu góðan dag í dag líka mín kæra :-)
Jónína Dúadóttir, 30.12.2008 kl. 07:49
Glæsilegt
Birna Dúadóttir, 30.12.2008 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.