Leita í fréttum mbl.is

Skelltum okkur á Bingo.

Ég og krakkarnir tveir í gær, það byrjaði rosalega vel og fengu þau bæði Bingo í fyrstu umferð, en þar sem það voru margir með Bingo þá voru allir látnir draga spil og sá sem var með hæsta spilið fékk vinninginn og í þetta sinn var það títlan sem dró hæst þannig að mín hreppti bókina ostalyst 3, ofnhanska, gjafabréf frá Kjarnafæði og topperware ílát, þetta fannst minni nú ekki slæmt að græða eitthv svona, kútur fór nú samt sæll frá borði líka þvi hann fékk pepsi max og prins polo í aukavinning.

Þetta var alveg ótrúlega gaman því þarna var ég að fara með kút í fyrsta skipti á Bingo og var ég búin að útlista fyrir honum að það gætu ekki allir unnið, maður þyrfti líka að læra að tapa og jú hann tók því svona nokkurn vegin, alla vega betur en ég reiknaði með.

Eftir hlé var komin smá óróleiki í minn mann og hafði ég reyndar lúmskt gaman að því þegar hann fór að endurtaka þær tölur sem upp voru lesnar, eftir hverja tölu heyrðist frá okkar borði td B10 eða O75 eða eitthv á þá leið, hann var svona eins og bergmál fyrir hina hehe, mér fannst hann seigja þetta hátt og skýrt en það getur líka bara verið ég.

Eftir Bingo fórum við svo í afmæli hjá einni ungri dömu hér í bæ og þar var svo gúffað í sig alskyns góðgæti og þar sem kl var orðin það margt og allir saddir þá var kvöldmatur flautaður af, við skelltum okkur á videoleigu og leigðum okkur eina mynd og ég leyfði þeim að kaupa sér smá laugardagsnammi og síðan var haldið heim á leið, hent sér í náttföt og byrjað að glápa.

Bara frábær dagur og toppurinn á þessu öllu saman er það að kútur svaf í fyrsta sinn í langan tíma heila nótt sleitulaust og það alveg til 8.30 í morgun ÆÐISLEGT.

Knús á ykkur elskurnar mínarHeart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 8.2.2009 kl. 09:56

2 Smámynd: Auður Proppé

Frábær dagur hjá ykkur Helga mín og svo rúsínan í pylsuendanum að þú gast sofið út í morgun

Auður Proppé, 8.2.2009 kl. 10:46

3 identicon

Það hefur verið gaman hjá þér í gær Helga mín. Það hefur verið stuð á Bingó. Það er meiriháttar.

Ég vona að þú hafir það rosa gott í dag Helga mín. Dagurinn er svo fallegur.

Hafðu það sem best vinkona.

Með bestu kveðju.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 12:21

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Flott

Birna Dúadóttir, 9.2.2009 kl. 12:27

5 Smámynd: Líney

það   frýs  fyrr í helvíti en  að ég fari með minn aftur  á  BINGO, þetta  fyrsta  og eina  skipti  sem það var gert  var á bekkjarkvöldi í 1  bekk  og   einn bekkjarbróðirinn fékk fyrsta  vinningin sem minn langaði svo í og það var öllu grýtt,öskrað sparkað  og svo hlaupið  út úr skólanum og út á götu og ég á  harðahlaupum á eftir honum eldrauð af skömm :(

En gaman að það gekk svona  vel hjá ykkur,knús  til  þín:)

Líney, 9.2.2009 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband