Þriðjudagur, 10. febrúar 2009
Já það er kreppa...........
Í morgun fór ég að athuga með rúmgrind handa kút þvi rúmið hans var alveg að syngja sitt síðasta, fyrsti staður sem maður ævinlega kíkir á fyrst er RL búðin og jú það voru til alveg tvær heilar rúmgrindur og kostuðu þær á bilinu 17.000 til 25.000 utan við dýnu og botn, mér fannst það vera rán þannig að næst lá leið mín í fjölsmiðjuna og viti menn, þar fékk ég líka þessu fínu rúmgrind með botni á heilar 1.500 kr og var ég ekki lengi að fjárfesta í henni. Málið er nefnilega það að í fyrrasumar vildi mamma endilega fá sér nýja dýnu í sinn helming rúmsins og pabbi bauð mér dýnuna sem er alveg meiriháttar góð og er þetta dýna úr því sama og þeir nota hjá nasa, þannig að ég tímdi engan vegin að láta hana fara á haugana og þáði hana því. Rúmið sem kútur er hins vegar í er gjörsamlega farið á gormunum þannig að það var frábært að finna fyrir hann nýja grind.
Ekki gekk það eftir að fá fyrir hann svefnlyf í gær eins og ég ætlaði mér heldur þarf ég að gera svefnrit fyrst og á næsta mánudag verður svo tekin ákvörðun um það hvort hann þurfi lyf eða ekki, það togast á í mér tvær kenndir hvað það varðar, mest af öllu vildi ég óska þess að þessi elska þyrfti bara engin lyf, en því miður held ég að það verði langt í að sá draumur rætist ef hann rætist þá einhvern tíman.
Þessi elska mín tekur hin og þessi köstin þessa dagana og oft á tíðum útaf engu, nú í morgun tók hann kast vegna þess að hann var sannfærður um það að allir héldu að hann væri þroskaheftur og varð alveg brjálaður og kastaði hér hlutum útum allt, en sem betur fer þá náði ég að tala hann til og fór minn sáttur í skólan.
Annars erum við bara nokkuð góð hér á þessum bæ og lífið gengur sinn vanagang.
Knús á ykkur elskurnar mínar
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Athugasemdir
Birna Dúadóttir, 10.2.2009 kl. 09:10
Knus til þín elsku systir
Kristín Gunnarsdóttir, 10.2.2009 kl. 09:54
Nytjamarkaðir geta verið frábærir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 12:30
Nytjamarkaðir eru sko heila málið, ekki spurning. kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 10.2.2009 kl. 13:15
Flott hjá þér að vera svona útsjónarsöm
Auður Proppé, 10.2.2009 kl. 13:34
Ég náði í fyrir bróður minn um daginn fínasta rúm 1.20 á kr. 2.500 á Hjálpræðishernum. Ekkert smá flott. Gott að þú fannst passlegt pyngjunni.
Hafðu það gott ljúfan
Anna Guðný , 10.2.2009 kl. 14:31
Það er svo sannarlega kreppa. Og hún mun verða þangað til 2012 samkvæmt nýjustu spám. Hafðu það sem best Helga mín og vonandi náum við að komast fram úr kreppunni.
Annars taka bara snjóhúsin við!!!
hmmm...
Bestu kveðjur.
Valgeir.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 17:15
Anna Margrét Bragadóttir, 11.2.2009 kl. 00:17
Fjölsmiðjan er flott fyrirtæki
Eigðu góðan dag
Jónína Dúadóttir, 11.2.2009 kl. 06:12
Bara að láta vita af mér. Er á lífi hehe.
Sigríður B Svavarsdóttir, 11.2.2009 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.