Föstudagur, 13. febrúar 2009
Nú er útlit fyrir að áralöngu stríði hjá mér sé loksins að ljúka.
Í morgun fékk ég mjög góðar/slæmar fréttir, góðar fyrir mig en slæmar fyrir ákveðinn einstakling sem ég hef barist við í nokkuð mörg ár útaf einu tilteknu máli, í morgun var svo í rauninni sleginn endahnútur á það mál fyrir þennan einstakling sem þýðir það að þessi einstaklingur var málaður útí horn og verður að gjöra svo vel að láta af fyrri hegðun sinni og gera eitthvað í sínum málum.
Mikið ofsalega var það gott og ánægjulegt þegar ég fékk þær fréttir í morgun að málið væri komið á endastöð hvað varðar þennan einstakling, það er þungum byrðum af mér létt og kannski nú eftir mörg ár get ég farið að verða frjáls og hætta á vaktini, því þessi vakt er búin að vera ansi löng og ströng, ég hef verið vakandi/sofandi í mörg ár svo núna get ég kannski farið að hvílast af einhverju viti.
Reyndar er ferlið fyrir því að þessu linni rétt að byrja og mun taka langan langan tíma, en það er alla vega komið úr mínum höndum að miklu leyti þannig að nú eru aðrir sem þurfa taka við vaktinni og ég farið að hugsa um sjálfa mig og börnin mín, ég vona það að minnsta kosti.
Svo nú er ég afskaplega þreytt og andlaus, langar mig helst að skríða undir sæng og vera þar mjög lengi, en það er víst eitt sem mér stendur ekki til boða á þessari stundu en kannski kemur að því.
Það sorglegasta við þetta allt saman er það að börnin hafa dregist inní atburðarrás sem engin börn eiga þurfa að ganga í gegnum en því miður var það svo að ekki varð komist hjá því.
Þið fyrirgefið mér elskurnar hversu sundurlaus og óskýr þessi færsla, en því miður hvorki get ég né vil fara nánar útí þetta mál hér að svo stöddu.
Knús á ykkur elskurnar og megi helgin verða ykkur sem allra best
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Athugasemdir
Gott ef þú ert að ná einhverri sátt við erfið mál, það er til alls fyrst. Vona að þetta verði þér allt í hag. Kær helgarkveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2009 kl. 14:35
Já, þetta hlýtur að vera algert spennufall fyrir þig. Hvíldu þig nú og njóttu helgarinnar
Auður Proppé, 13.2.2009 kl. 15:08
Jónína Dúadóttir, 13.2.2009 kl. 15:50
Ljós til þín Helga mín og vonandi fer allt á besta veg
farðu nú að njóta lífsins.
Knús í helgina þína
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.2.2009 kl. 17:23
Það er alltaf þannig Helga mín, þegar einstaklingur hefur verið erfiður lengi og svo lagast það og breysti að þá er miklu fargi af manni létt.
Hafðu það sem best Helga mín og risa knús á þig inn í helgina.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 18:15
ELSKU HELGA kær kveðja til þín OG HAFÐU ÞAÐ GOTT OG NJÓTTU LÍFSINS. KÆR KVEÐJA LJÚFUST.
Kristín Katla Árnadóttir, 13.2.2009 kl. 20:11
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 21:10
Huld S. Ringsted, 13.2.2009 kl. 21:25
Anna Margrét Bragadóttir, 13.2.2009 kl. 21:49
Gott að heyra Hlega mín að það er að skýrast fyrir þig.
Hafðu það gott um helgina ljúfan.
Ég verð í Norðurporti ef þig langar að kíkja.
Anna Guðný , 14.2.2009 kl. 09:19
Knús
Birna Dúadóttir, 14.2.2009 kl. 15:44
kNÚS Á ÞIG,skil hvað þú ert að meina
Sædís Hafsteinsdóttir, 15.2.2009 kl. 09:54
Sendi þér míanr bestu óskir Helga mín að dagarnir og helgin hafi verið þér góðir. EIgðu rosa góða nótt og knúsaðu alla í kring.
Bestu kveðjur og risa knús á þig elsku Helga mín.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 00:34
Ljúfust mín
Sigríður B Svavarsdóttir, 17.2.2009 kl. 15:40
Þetta eru góðar fréttir. Þessi þreyta er vitanlega spennufall sem verður þegar þungri byrði er af manni létt.
Helga Magnúsdóttir, 17.2.2009 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.