Þriðjudagur, 3. mars 2009
Púff ekkert nema vesen alls staðar.
Það er ekki ofsögum sagt hjá mér að síðustu tveir dagar eru búnir að vera hreint ömurlegir fyrir margar sakir.
Ég er að lenda í vandræðum með einstakling sem ég aldrei bjóst við að þurfa kljást við á þennan máta, en svo bregðast krosstré sem önnur tré. Ég er í eilífu argaþrasi við mann og annan og er það bara ömurlegt, svo til að bæta gráu ofaná svart þá kom kútur kom svona líka sárlasinn heim eftir skóla að ræfillinn lagðist beint uppí rúm og steinsofnaði og þetta er barn sem hægt er að telja á fingrum annarar handa hversu oft hann sofnar þegar hann veikist, og það allra versta er að hann er nýbúin að stíga uppúr einni pestinni og þá veikist hann aftur.
Annars gekk sumarbústaðarferðinn ljómandi vel að flestu leyti, eina sem var að þessi elsku börn mín voru ekki alveg að fíla nándina við hvort annað, þannig að það var mikil barrningur þeirra á milli alla dagana, sem gerði annars mjög góða ferð frekar erfiða.
Við kíktum á systur mína á Skaganum ásamt sinni stóru fjölskyldu og var það alveg meiriháttar gaman, þar á hún þríburadömur sem verða 2ja ára nú í mars og þær eru alveg yndislegar allar þrjár, svo hrikalega gaman af þeim. Gaurinn hennar sem er 10 ára kom svo með okkur í bústaðinn að gisti eina nótt og er hann alveg yndislegur líka, ásamt fleiri góðum gestum sem einnig gistu hjá okkur eina nótt.
Svo var líka kíkt í borg óttans og þar hitt maður gott fólk, það var kíkt í Ikea og kolaportið en að öðru leyti var ekki farið neitt.
Það var heitipottur við bústaðinn og var hann í stöðugri notkun alla daga þegar við vorum þar, og á títlan heiðurinn af þeirri miklu notkun sem þar átti sér stað, að sjálfsögðu skelltu aðrir sér þangað líka en þó ekki í jafnmiklum mæli og hún, ég sagði henni það að hún yrði bráðlega gegnsósa ef hún héldi áfram að hanga í pottinum því ekki nóg með það heldur varð hún að skella sér í sund líka þá daga sem farið var á skagan, haha bara snilld þetta barn mitt.
Annars veit ég að það sem á undan er gengið á eftir að lagast og það vonandi sem allra fyrst.
Knús á ykkur elskurnar mínar
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Athugasemdir
Úff, það er ekki gaman að þurfa að standa í illdeilum við fólk svo vonandi rætist úr þessu bráðlega hjá þér.
Helga Magnúsdóttir, 3.3.2009 kl. 19:43
Jónína Dúadóttir, 3.3.2009 kl. 20:33
Auður Proppé, 3.3.2009 kl. 23:03
Birna Dúadóttir, 4.3.2009 kl. 12:14
knús til þín,leitt að heyra af þrasi,það er alltaf til leiðinda en vonnadi tekur það fljótt enda..
Líney, 4.3.2009 kl. 13:08
Anna Margrét Bragadóttir, 4.3.2009 kl. 22:11
Gott að heyra að þetta var góð ferð hjá ykkur og gaman að sjá trillurnar þrjár, þær eru bara yndislegar.
Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2009 kl. 19:06
Hæ elsku Helga mín.
Gaman að lesa bloggið þitt elsku vinur en samt leiðnilegt að vita að erfiðleikarnir eru til staðar. Það finnst mér mjög leiðinlegt að vita.
En gangi þér sem allra, allra best elsku Helga mín og risa knús til þín frá mér.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 10:20
Vonandi lagast þessar illdeilur Helga mín. Slæmt með guttan þinn að veikjast svona. Maður þekkir nú svona systkinaríg, þegar nægur er tíminn við að gera ekki neitt nema slaka á. Þá þarf sko að rífast hehehe... Gott að þið nutuð ykkar samt sem áður, og heitir pottar eru einmitt til að nota þá
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2009 kl. 10:31
Sæl Helga ég hlakkaði til bloggvina hittingsins fyrir viku og varð nú ekki fyrir vonbrigðum en þó að einu leiti ég átti von á þér mig langar til að sjá þig á næsta hitting,
Ég hef ekki séð þig frá því að þú varst lítil krúttleg stelpa og langar til að sjá þig næst ef þú sérð þér fært að koma.
Sendi þér kæra kveðju Ásgerður
egvania, 7.3.2009 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.