Leita í fréttum mbl.is

Já það er Laugardagskvöld ..........

og ég nánast búin að hanga í náttfötum í allan dag, rétt skellti mér úr þeim til að bera út í morgun, síðan heim í sturtu og aftur í náttföt, ekki það að ég hafi ekk haft nóg að gera hérna heima heldur ákvað ég bara að hafa þetta kósý dag.

Systurdóttir mín var mætt hér kl 9 í morgun og verður hjá okkur frammá seinni part á morgun og er bara gaman af því að hafa þessa elsku hjá okkur því hún kemur alltof sjaldan til okkar, það var síðan hrært í vöfflur og búið til rækjusalat, Mamma mín og Pabbi minn kom svo í kaffi og var það bara frábært, svo kom líka systir mín hér í kaffi, sú sem er næst fyrir ofan mig í aldri og var það bara frábært líka, allir sátu og gúffúðu í sig vöfflur og salat og líka kleinur sem steiktar voru í gær.

Lærið fór svo í ofninn og fékk að malla þar í dágóðan tíma því ég átti von á gestum en því miður bilaði bílinn þeirra á miðri leið þannig að ekkert varð úr þeirri heimsókn, en lærið smakkaðist engu síður frábærlega vel og bráðnaði í munni.

Ég hef gert það undanfarna daga að taka kútinn með mér í ca 30mín labb með fréttablaðið áður en hann fer í skólan á morgnana og er hann bara vel sáttur við það, því hann mun fá borgað fyrir það og það sama gildir um hin börnin mín, þau sem nenna að bera út með mér fá að hirða launinn og verður þeim þá bara skipt í þrennt ef svo ber undir.

Ég hef verið rosalega löt að blogga undanfarið, en fyrir því liggja margar ástæður, oft hef ég hugsað með mér að um þetta eða hitt geti ég bloggað um en svo einhvern veginn gleymist það.

Það gekk mikið á í öllum skólum barna minna í nýliðinni viku, fyrst urðu árekstrar á milli títlunar og tveggja annara en sem betur fer er það komið í lag, nú svo var komið að fundi á milli mín og kennara gaursins því hann er ekki að sýna náminu neinn áhuga og gerir það honum býsna erfitt fyrir uppá framhaldsskóla að gera því þangað liggur leiðinn næsta haust, það er búið að reyna tala hann til en lítið viriðst ganga í þeim efnum, ég veit nú samt að hann skilur alveg hversu mikils virði skólaganga er, það er bara málið að nenna leggja á sig eitthvað extra til þess að komast vel frá grunnskólanum.

Nú og svo pungturinn yfir I var þegar kútur lenti í árekstri í sínum skóla líka og voru þar víst látinn fjúka ljót orð á milli hans og annars nemanda, en mér skilst að það sé komið í gott lag líka, annars er ég að fara á fund þar á Mánudag og þá skýrist það allt saman betur.

ADIOS MY DARLINGSHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Helga mín.

Langaði bara að kasta á þig góðri kveðju og láta þig vita að því að ég les alltaf bloggið þitt. Þetta er flott blogg hjá þér Helga. Mjög flott. Það sem gildir á blogginu er ekki að skrifa oft, heldur bara að vera activur annað slagið. Held ég. En það er nú bara mín skoðun.

Ég sé að þú hefur verið mjög dugleg að baka og snúast í gær laugardag. Það er meiriháttar hjá þér. Þú stendur þig svo vel Helga mín. Meiriháttar.

Gangi þér rosalega vel elsku vinur og megi allt ganga þér í vil.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 06:57

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 8.3.2009 kl. 08:10

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín skemmtileg færsla
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.3.2009 kl. 12:41

4 Smámynd: Tiger

 Já það er alltaf nóg að gera á stórum bæjum sko! Brilljant hjá þér að taka bara unga fólkið með þér á morgnana - þau hafa gott af göngunni og læra um leið að afla fjár.

Gott að það skuli flest vera á góðum gangi í skólunum. Svo sem alltaf gott ef mál leysast farsællega því það er víst alveg nóg af öðru sem stórar fjölskyldur þurfa að glíma við. Vona bara að allt gangi ykkur í haginn og að öllum líði vel! Knús og kveðjur ...

Tiger, 8.3.2009 kl. 23:54

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi lagast þetta allt saman með skóla málin Helga mín.  Það skiptir svo miklu máli að þeim líði vel í skólanum, og að þar sé allt í lagi.  Það er eins gott að fylgjast vel með og spyrja þau hvernig gangi, passa upp á að ekkert fari milli mála með umhverfi þeirra.  Sú aðgæsla er best komin í okkar höndum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband