Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Vá hvað maður er orðinn latur að blogga.
Annars er fínt að frétta úr kotinu, hér voru páskar óskop rólegir og góðir með reyndar 3 fermingarveislum ásamt matar og kaffi boðum hjá yndislegri vinkonu minni og er hún algjör snilldarkokkur ásamt dóttir sinni og maturinn þar var ekki af verri endanum frekar en fyrri daginn hjá þessum elskum.
Reyndar lenti í ég því að fara með gaurinn minn uppá FSA í fríiinu því elskan var með svo hryllilega mikla verki í baki og vegna hræðslu þá fór minn að ofanda svo svakalega að það leið yfir hann þrisvar sinnum en sem betur fer kom ekkert alvarlegt í ljós hjá honum, heldur leikur grunur á að hann hafi tekið svo inni á sig andlát hjá pabba vinar síns sem átti sér stað fyrir skemmstu og hans upphaf af því var einmitt bakverkur, það kom í ljós hjá gaurnum að hann hafði ekki náð að vinna úr sínu áfalli ef svo mætti að orði komast og ekki náð að tala nóg um sína vanlíðan þegar svo hann fékk þennan bakverk og varð svona líka hræddur þessi elska.
Annars finnst mér ég hafa voða lítið um að tala hérna inni maður er orðinn hálfskeptískur á það hvað maður seigjir hérna útaf öllu þessu rugli sem búið er að ganga á annars staðar á blogginu, hér var og er fólk að rotta sig saman í hópa og níða hvort annað svo niður, til hvers, ég bara spyr, af hverju getur þessi opinberi vettvangur ekki verið bara ljúft og gott eions og var hérna í upphafi ég skil þetta bara ekki.
Nú svo er maður farinn að hanga miklu meira á fésinu og er ég þar í pet leiknum alveg eins og vitleysingur, mér finnst þetta ekkert smá gaman, svo sinni ég dýrunum fyrir börnin mín líka því þau eru latari við það en ég hehe mamma smábarn, ég seigji öllum að þarna fái ég útrás fyrir innanhús arkitektinn í mér, alltaf að breyta og bæta þar sem ég hef ekki efni á því in real life hehe. Bara gaman af því.
En alla vega knús á ykkur elskurnar mínar sem hingað kikið þó fá séuð
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Helga mín.
Ég er svo hjartanlega sammála þér. Það er ömurlegt þegar fólk er að rotta sig svona saman í hópa, t.d. iens og á blogginu og henda níð á aðra bloggara og fólk í samfélaginu. Það er ömurlegt og ég hef oft orðið vitni að því hérna á blogginu. Ég reyni sem betur fer að vera fjarri öllu slíku.
En ekki gott með soninn þinn Helga mín. Ég vona að það hafi allt farið vel og að allt hafi gengið að óskum. Það er ekki gott að byrja að of anda svona. Það er ömurlegt. Ég þekki þetta aðeins. Mér finnst þetta ónotaleg tilfinning og í mínu tilfelli tengdist þetta ofsakvíða og einhverju fleiru.
En gangi þér vel Helga mín. Ég skil þig með bloggið. Þetta er líka að svo miklu leiti sem það nær, opin vettvangur þ.e. bloggið og allir geta commentað og lagt níð á aðra en þú getur líka læst á þá notendur sem eru með níð um þig. Það er hægt. Þannig að þú skalt skoða það.
Gangi þér vel vinur og syni þínum líka. Þið eruð æðisleg.
Bestu kveðjur.
Valgeir.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 20:09
Hvaða leti er þetta kona,að blogga. Mér sem finnst svo gaman að lesa "þig" Fésið er fínt svona í hófi,finnst mér. En ég hef víst alveg misst af þessu rugli á blogginu,sem er gott. Eigðu góðan dag
Birna Dúadóttir, 17.4.2009 kl. 07:16
Já þetta blogg og klíkuskapur fór að mestu framhjá mér og ég hef ekki svo ég viti verið tekin fyrir,enda búin að læsa blogginu eins og þú og held það sé lang best að hafa það þannig,þá ræður maður líka hver les...
Sendi knús norður
Líney, 19.4.2009 kl. 15:20
Mér finnst alltaf gott að lesa hjá þér bloggið
'Eg hef sem betur fer ekki lent í þessu kjaftæði sem hefur verið í gangi á blogginu,enda búin að læsa fyrir löngu,ég held að það sé best að hafa læst,þá ræður maður hver les hjá manni.
Vona að þú og þínir hafi það gott
Knús á þig vinkona
Anna Margrét Bragadóttir, 21.4.2009 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.