Leita í fréttum mbl.is

Ætti maður að kasta inn eins og svona einu bloggi. :)

Eftir langt og gott frí frá bloggheimum. Mikið hefur gengið á hjá okkur í þessari fjölskyldu undanfarna mánuði og bæði hefur það verið gott og slæmt, en þar sem ég nenni ekki svo mikið að velta mér uppúr því slæma þá ætla ég mest megnis að blogga um það góða :)

Það er semsagt búið að liggja í útilegum í tæpar 5 vikur af sumri og hefur það verið alveg glymrandi gaman í öll skiptin, það var byrjað á því að fara vestur á Snæfellsnes í brúðkaup og var staldrað þar við í ef ég man rétt 4 daga, þaðan var svo haldið á Akranesi og þar stoppað í vikutíma eða svo og tekið þátt í hátíðahöldum bæjarbúa en það voru Írskir dagar og var það fínt.

Í allt sumar var svo lagt í hann um hverja helgi austur í Vaglaskóg og ég held að við höfum sleppt úr tveimur helgum í allt sumar, bara gaman.

Enn nú er komið að hausti og skólar byrjaðir og lofar byrjunin mjög góðu hjá öllum mínum börnum. Elsti gaurinn minn fékk inngöngu í VMA og er það í námi sem heitir ótilgreint nám á tæknisviði, sem í raunini þýðir undirbúningsvinna fyrir viðkomandi nám sem er í hans tilfelli hárskeri/greiðslunám og hefur honum gengið mjög vel það sem af er skóla.

Kúturinn minn er enn í sínum sama gamla skóla, Hlíðarskóla og var hans byrjun frekar erfið, en batnaði þó til muna þegar hann byrjaði í þjálfun hjá sjúkraþjálfara á Bjargi og ég er að seigja ykkur það að þessi þjálfari er bara SNILLINGUR í samskiptum við börn og á hann orðið hvert bein í syni mínum og þá daga sem þjálfun er þá er ekkert mál að koma honum í skólan því þjálfun er strax á eftir skóla þá daga, bara FRÁBÆRT. Nú svo er hann byrjaður í Talþjálfun einui sinni í viku  og eitthvað í Iðjuþjáfun á skólatíma, þannig að boltinn er farinn að rúlla fyrir þessa elsku.

Títlan mín byrjaði svo í nýja hverfisskólanum sem var að opna hérna rétt hjá okkur og gengur það ágætlega fyrir  hjá henni, hún ætlaði að fara hengja sig á einhverjar tvær stelpur enn sem betur fer er hún farinn að skilja það að svol borgar sig ekki þar sem alltaf ein er skilin útundan, svol að hún er farinn að kynnast fleirum og er það bara gott mál.

 Undirrituð hefur svo verið í átaki síðan í Mai og hefur það gengið svona lala, auðvitað vill maður alltaf sjá meiri árangur en þó eru farinn 6 til 8 kg, ég virðist rokka rosalega á milli þessara tveggja kilóa og stend þar af leiðandi í stað svona næstum því, en þá er bara að bíta á jaxlinn og halda ótrauð áfram því fyrir rest þá tekst þetta allt saman ekki satt.

Jæja ætli þetta sé ekki nóg til inntoku í þetta sinn þannig að hér er kvatt með orðunum

ADIOS.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Jæja það var mikið að það kom blogg frá þér kona  Gott að allt gengur vel

Birna Dúadóttir, 16.9.2009 kl. 16:24

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðir hlutir gerast hægt... oft reynt það á sjálfri mérGaman að lesa frá þér aftur

Jónína Dúadóttir, 16.9.2009 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband