Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Fimmtudagur, 14. febrúar 2008
Mín ætlaði sér
nú aldeilis að skella sér á fund í kvöld fyrir foreldra og aðstandendur samkynhneigðra neinei bara engin fundur og yfirleitt þarf heila fílahjörð til þess að draga mig út á kvöldin og svo loksins þegar ég drattast þetta þá bara púfff engin fundur,
en þar sem ein besta vinkona mín á líka son sem er samkynhneigður og hún ætlaði með mér þá hringdi hún í sinn gaur og hann gróf það upp fyrir okkur og verið sé að setja saman nýja dagskrá þannig að nú er bara að bíða eftir mail með nýjum upplýsingum og skella sér á fund þegar hann verður.
Í staðinn fyrir fundinn skelltum við okkur á kaffihús að spjalla því alltaf höfum við nóg um að tala og einmitt kom uppá pallborðið hvernig í óskoponum fólk gæti útilokað börnin sín fyrir það eitt að vera samkynhneigður,ætti fólk ekki frekar að vera þakklátt fyrir það að eiga þó heilbrigð börn,ég myndi nú halda það.
Ég man það bara síðastliðið sumar þegar elsku gaurinn minn kom útúr skápnum að eina fólkið sem mér kveið fyrir að seigja frá því voru foreldrar mínir,einfaldlega vegna þess að þau eru það sem kallað er af gamla skólanum og ég vissi ekki hvernig þau myndu taka þessum tíðindum,svo frétti ég það að þau vissu þetta þá ákvað ég að bíða og sjá hvað yrði og ekki leið á löngu þangað til gömlu hjónin kíktu í kaffi og gamli minn spurði....Helga mín er gaurinn hérna,hérna,hérna og þá tók ég af honum ómakið og sagði já pabbi hann er hommi,þá sagði hann bara.....þetta kemur okkur ekkert á óvart og auðvitað hefði þetta ekki átt að koma neinum á óvart því elskan er búin að sýna öll einkenni samkynhneigðar frá 4ra ára aldri ef ekki fyrr.
Við eða sérstaklega hann þessi elska fær alveg að finna fyrir því frá sumum einstaklingum að þetta sé ekki viðurkennt af þeirra hálfu þrátt fyrir að þetta séu einmitt þeir einstaklingar sem þetta hefði ekki átt að koma á óvart frekar en öllum hinum.
En það er bara eins og ég seigji sumt fólk eru bara hrein og bein FÍFL.
En elskurnar mínar megið þið eiga gott kvöld það sem eftir er og góðan dag á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 14. febrúar 2008
Það er sem ég seigji
alltaf að gerast eitthvað gott hjá kút,það kom jákvætt útúr því að kennarinn hans fær að fara með honum í líkamsrækt 3svar í viku og byrjar þetta á fullu næsta mánudag svo nú er bara að krossleggja allt sem hægt er að krossleggja og biðja til guðs að hann höndli þetta prógramm.
Hann var að vísu ekkert sérstaklega glaður þegar ég sagði honum þetta en það kemur til af því að það mega bara alls engar breytingar verða hjá honum og hann tilkynnti mér það að hann væri ánægður með sig eins og hann væri,málið er bara það að ef áfram heldur sem horfir þá á þessi elska ekki auðvelt líf fyrir höndum og það er akkúrat það sem við erum að reyna að forðast með því að fá hann í einhverjar íþróttir,ég varð að vísu að fara mjög svo fögrum orðum um þetta allt saman og fá hann til að gleðjast og hlakka til þess að fara og ég vona bara að mér hafi tekist það.
Ég er svo yfirmáta þakklát fyrir það hvað kennarinn hans og líkamsræktarstöðin bjarg eru tilbúin að leggja á sig fyrir þessa elsku,það er nefnilega svo langt því frá að vera sjálfsagt að fá að koma inn 10 ára gömlu barni inná stöð þar sem aldurstakmarkið er 14 ára,en ég hringdi í þjálfaran minn sem jafnframt á stöðina og spjallaði við hana um kút og viti menn,bara ekkert nema sjálfsagt að leyfa honum að koma og æfa.
Æji fólk er bara svo yndislegt,spáið þið í það fyrir það fyrsta býður kennarinn sig fram til þess að fara með hann 3svar í viku og svo það að stöðin skuli taka honum opnum örmum og gera undanþágu fyrir hann,og það er sko ekki allt búið enn því þjálfarinn sagði mér það að fyrst í stað yrði ekkert rukkað fyrir þetta,bara að leyfa honum að prufa sig áfram og sjá hvernig gengur og svo í framhaldi af því tekin ákvörðun um rukkun eða ekki,viljið bara spá í góðmennsku fólks.
Mér líður eins og ég hafi fengið þann stóra í lotto eina ferðina enn,fyrsta skipti þegar okkur var boðið til orlando á vegum vildarbarna og svo núna.
Ég gæti ábyggilega haldið áfram að vera væminn í allan dag en þeir foreldrar sem eiga börn með einhverjar raskanir skilja mig ábyggilega best,því oft erum við alls ekki svo heppin,en eins og ég hef komið inná svo oft áður að þá á ég sjálfsagt hlíðarskóla líf kútsins að þakka því loksins er hægt að horfa bjartari augum til framtíðar fyrir þessa elsku.
kærleikskveðja.
Helga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Ömmur prumpa ekki
hihi þetta voru orð dóttirdóttir minnar 2ja ára áðan þegar amman óvart leysti vind,hún leit á mömmu sína og sagði oohh mamma og gaf þar með til kynna að móðirinn ætti alla sök hahaha og ætti að seigja afsakið,alveg æðislegt þegar maður á svona bandamann sér við hlið.
Ég verð reyndar að viðurkenna það að amman er býsna dugleg að mata barnið af hinum ýmsu upplýsingum og hef gaman af,hún jafnframt tilkynnti mömmu sinni það líka að ömmur væru dömur og hana nú og ekki seigjir barnið ósatt er það.
Hún er svo frábær þessi elska
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Fundur afstaðinn
í Hlíðarskóla og gekk hann mjög vel,það er svo æðislegt að sjá framfarir svart á hvítu hjá kút og kennarinn hans er svo ánægður með hann,það var mikið rætt hvað prófgramm myndi henta honum best í æfingum og komumst við að því að einkaþjálfun væri best en er samt sem áður svo hrikalega dýr bara litlar 45.000kr per mán og bara 12 tímar innifaldir í því,
að þá bauðst kennarinn hans til þess að fara með hann 3svar í viku í ræktina sem stuðingsaðili ef það yrði samþykkt af öllum aðilium sem er náttúrulega bara FRÁBÆRT.
Ég samykkti þetta strax frá minni hendi og á ég þá bara að kaupa handa honum 3ja mánaða kort sem er töluvert ódýrara eða 18.700kr 3 mán sem er alveg dálítið ódýrara en einkaþjálfuninn,svo er líka inní myndini að sækja um sjúkraþjálfun fyrir hann líka en það er mál sem ég ræði við læknirinn hans í næstu viku.
Það er svo æðislegt hvað við erum farin að vinna vel saman ég og skólinn að það er bara draumur í dós og að við skildum vera svo heppinn að fá inní í þessum skóla í fyrstu atrennu er sko bara alls ekki sjálfgefið skal ég seigja ykkur,starfsfólk þessa skóla eru bara hreint út sagt að vinna kraftaverk með kútinn minn.
Ég fékk meira að seigja bréf frá sérkennsluráðgjafanum í gær þar sem hún lýsir ánægju sinni og framförum hjá kút og mér leið eins og rígmontini gæsamömmu þegar ég las bréfið og ekki nóg með það þá hafði ég nánast lagt það allt á minnið og gat þulið það upp á fundinum og það besta við það er að skólinn hafði að sjálfsögðu fengið eins bréf.
Ég er bara svo óendanlega þakklát fyrir alla þá hjálp sem kútur er að fá að ég gæti ábyggilega skrifað heila bók um þakklæti til þeirra,og mér finnst það bara alls ekki sjálfsagt að við höfum verið svona heppinn og það vildi ég að guð gæfi að ÖLL börn sem glíma við einhvers konar fötlun fengju notið þess sama og kútur er að njóta.
Annars fór ég til doksa í dag útaf bakinu og sú ákvörðun tekinn að ef ég lagast ekkert á næstu 2 vikum þá er bara sjúkraþjálfun næsta skref,en ég má samt halda áfram í ræktinni og er ég rosalega ánægð með það.
kærleikskveðja
Helga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 11. febrúar 2008
Ég má til með að
seigja ykkur frá ótrúlega fyndnu atviki sem kútur var að rifja upp fyrir mér áðan......
Þannig var þegar kútur er eitthvað í kringum 4ra ára aldurinn og við að keyra heim frá leikskólanum þegar hann spyr mig.......
Mamma var ég einu sinni svona lítlill eins og sylvía og notaði bleyju,tuddu og siggý(siggý er ungbarnasæng sem tíltan er ennþá að dröslast með) og ég svara já og einu sinni varstu svo lítill að þú drakkst mjólk úr brjóstonum á mömmu.....Þá ranghvolfir mínn í sér augunum og spyr.....Mamma varst þú þá einu sinni BELJA hahahahahaha,þetta var og er svo óborganlega fyndið sér í lagi vegna þess að mamman er nú ekki með þeim minnstu og ég hló svo mikið að ég mátti stoppa bílinn.
Mér finnst bara svo dásamlegt þegar við munum eftir gullmolum barna okkar og ennþá skemmtilegra þegar þau muna það með manni.
Kúti var boðið að vera með á skíðaæfingum hérna í fjallinu og minn fór í fyrsta skipti í morgun og var ekki glaður með það og er það í fyrsta skipti frá því í norge sem minn kvartar undan því að vera handleggs og fótbrotinn og það á öllum útlimum og neitar að fara í skólan á morgun og þegar svoleiðis á sér stað að hann neitar að fara í skólan þá er það yfirleitt lagt í salt og átt við það að morgni dags þvi að fenginni reynslu hefur það ekkert uppá sig að rökræða skólamál við hann með löngum fyrirvara þá er voðinn vís.
Ég átti von á símtali frá geðlækni hans í morgun en hann missti af mér af því að ég var í ræktinni og hann náði ekki að hringja áður en að tíminn hófst hjá mér,þannig að nú þarf ég að bíða í viku eftir næsta símtali en það verður bara að hafa sig,við hljótum að ná saman á endanum,við þurfum nefnilega að ákveða framhaldið á lyfjamálum hjá kút.
Það er nú bara þannig að allt tekur lengri tíma en maður gerði ráð fyrir í upphafi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 11. febrúar 2008
jé dúdda mía
hvað maður getur stundum verið góður við sjálfan sig,síðustu daga er mín búin að fara í klippingu,litun og strípur og líka í litun og plokkun,er hægt að vera betri við sjálfan sig á ekki lengri tíma,ég held bara ekki.
Það er ekki oft sem ég læt svona dekur eftir mér en nú er sko öldin önnur,ég tók þá ákvörðun að þegar ég byrjaði að æfa að nú væri kominn tími á að hugsa aðeins meira um sjálfan sig en gert hefur verið síðastliðinn 15 ár eða svo.
Að öðru leyti er líka allt gott að frétta og eru ekki engar fréttir góðar fréttir.
jey komnir gestir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Það er bara
eins og maður hafi ekkert annað að gera heldur en að blogga eða hanga á netinu,ég ætlaði reyndar að nota morguninn í það að taka til í fataskápum en hér sit ég enn og drekk mitt græna te,er að kúpla út kaffinu og fara í jurtateið í staðinn og er búin að prufa ja ég hugsa öll te sem til eru í heilsuhúsinu,en ég að vísu fæ mér 1 kaffibolla þegar ég vakna og svo ekki meir.
kútur minn er í smá lægð og heldur sér svolítið mikið til hlés þessa stundina er bara að dunda sér einn og engan að trufla og þar sem þetta er óskastaða margra foreldra að börnin kunni að dunda sér að þá verð ég að viðurkenna það að oft á tíðum sakna ég kútsins þegar hann er lyfjalaus og ég fann að hann var á lífi,hitt er annað að lyfjalaus getur hann ekki verið,það sýndi sig og sannaði þessar 2 vikur um daginn.
Ég stóð gaurinn að því að ljúga að mér í gær og mikið rosalega sárnaði mér,ég hef alltaf staðið í þeirri trú að börnin mín geti leitað til mín með alla hluti,en málið var að í þetta skipti ætlaði gaurinn sér á fyllerí og hann veit að ég samþykki ekki svol þannig að hann laug því að mér að hann væri að fara passa með vinkonu sinni og ég trúði því að sjálfsögðu,svo sagði stóra dóttlan mín mér annað,hann hafði þá hringt í hana og beðið hana um að gefa sér bjór sem hún og gerði og hún gaf honum 2 bresera og ég missti mig í geðíllsku við hana og tjáði henni það að ég færi gjörsamlega fyrir nesið og aftur til baka ef hún gerði þetta aftur,greyjið fór alveg í flækju og hélt að ég hefði vitað af þessu og lofaði mér því að gera þetta aldrei aftur,sem ég veit að hún stendur við.
Eins og ég hef áður komið inná þá er gaurinn óvenjumikið þroskaður miðað við aldur og það er akkúrat það sem leiðir til þess að hann vill prófa þessa hluti.
Við hins vegar áttum langt og gott samtal um þetta í gær og ræfilsdruslan var alveg eyðilagður yfir því að hafa logið að mér sem er bara gott á hann og hann sagði mér það að hann hefði ekki getað drukkið sökum slæms samviskubits í minn garð yfir þvi að vera að ljúga að þeirri gömlu hehe svo gott á hann.
Æji þessi elska hefur þurft að ganga í gegnum svo mikið svo ungur að ég skil hann að mörgu leyti að vilja prófa eitt og annað en sem betur fer þá viðurkenndi hann sín misstök og ef ég þekki minn mann rétt þá kemur hann ekki til með að fara á bakvið mig á næstuni,en bara svo þið haldið ekki að mér hafi fundist þetta allt í jolly þá fékk hann alveg sýna refsingu og hana við hæfi að mínu mati.
Ég seigji það að þegar þessi elska getur sagt mömmu sinni af hvaða strák hann er spenntur fyrir hverju sinni þá vill ég meina að það hljóti að ríkja gott traust okkar á milli og svona til að undirstrika það að þá bið ég hann um leyfi til þess að blogga um hann sem hann samþykkir því að í hans huga hefur hann ekkert að fela.
kærleikskveðja Helga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Og ekki er þessi verri æðisleg rödd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Þvílík rödd hjá 6 ára gömlu barni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 9. febrúar 2008
HAHAHA
Má til með að deila með ykkur frábærri setningu sem kom útúr títluni rétt í þessu......
Hún er að seigja frá því að stelpa hafi meitt hana á fæti í gærkv í gistafmælinu og að sig finni rosa mikið til,þá fer ég að seigja henni frá því að ég hafi fengið innkaupakerru á skoblunginn í bónus í dag og meitt mig líka rosa mikið....þá heyrist í minni....já en mamma það er ekkert að marka þegar ELDRI BORGARAR meiða sig hehehehehehehe við vitum það þá alla vega núna að samkvæmt kenningu níu ára gamals barns er fertug manneskja orðinn eldri borgari,ég hló svo mikið að ég grét.
Megið þið eiga yndislegt kvöld,það ætla ég að gera.
adios,Helga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar