Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

djisús

hvað er í gangi á klakanum,alltaf þegar ég las um svona fréttir í norge þá einhvern veginn kippti maður sér aldrei upp við svona,en hérna á gamla góða íslandi er manni alltaf jafnbrugðið hvernig ætli standi á því.
mbl.is Öxin fannst og þýfi endurheimt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bakverkir dauðans

Ég geng hér um eins og tíræð kjella eftir að hafa tognað svo íllilega í baki á laugardag við það eitt að taka upp innkaupapoka,ég þoli það ekki að geta ekki gert þau venjulegu húsverk sem þarf að gera,hvað þá heldur að komast ekki í ræktina í dag,síðustu dagar hafa einhvern vegin allir verið á niðurleið í einni eða annari mynd og það er ömurlegt,ég mátti gjöra svo vel að fara á sjúkrahúsið í gær því þá var ég nánast hætt að geta labbað,fékk þar uppá skrifað einhverjar töflur og þær náðu að slá aðeins á verkina og taldi mig vera að skríða saman,en það er nú ekki svo gott því í morgun var ég jafnslæm og í gærmorgun ÁÁÁÍ.

Annars er kútur í nokkuð góðu jafnvægi sem betur fer því ég held að ég myndi ekki höndla það líka,því gaurinn er að gera mig meira gráhærða en ég er,nýjasta nýtt hjá honum er að nú vill hann fara suður í júni og vinna þar í einn mánuð og ég er sko alls ekki hrifinn af því,hann er bara að verða 15 ára gamall ekki 18 ára eins og hann vill stundum láta,hvers vegna í óskopnum geta börn ekki verið börn.

Mest langar mig binda þennan gaur niður fram að 18 ára en ég veit að það gengur ekki,málið er ekki það að ég treysti gaurnum ekki heldur einfaldlega það að ég treysti reykjavík ekki,kanski ekki rvk í allri sinni mynd heldur því sem er að gerast þar,hann er bara rétt að skríða í 15 ára og mér finnst rvk ekki rétti staðurinn fyrir hann á þessum tímapunkti,hann yrði reyndar hjá fólki sem ég ætti að treysta og geri það,en fyrir mér er borginn,borg óttans og kanski er ég bara rett og slett móðursjúk,þetta barn mitt hef ég bara þurft að hafa undir mínum verndarvæng svo lengi og enn meira þurfti ég að verja hann þegar eineltið var sem verst í norgeinu og mér finnst hann svo lítill og varnarlaus,en hvað á móðir að gera.

Ég hef aldrei verið þessi mamma sem getur sagt þvert nei við börnin mín,ég hef alltaf þurft að rökræða við þau um hvað sé best að gera eða hvers vegna ég vilji ekki að þau geri hitt eða þetta,eða af hverju þetta eða hitt er ekki keypt á nóinu,og þannig er það líka í þetta skipti ég hef ekki getað sagt nei ennþá þó það sé það sem mig langar til að seigja,ég vill hins vegar að hann meti kosti þess og galla við það að fara suður,ég vill geta bent honum á það með góðu hversu ílla mér sé við þetta flandur á honum.

Kanski er ég bara ekki nógu ströng,en það er stundum erfitt að vilja vera vinur og móðir barna sinna,ég veit alveg að fyrst og fremst á ég að vera mamma en hver vill ekki líka vera vinur barna sinna,mér hefur alltaf reynst það best að tala við þau í góðu og reynt að sýna þeim skilning.

megið þið öll eiga yndislegan dag og borða fullt af bollum. 


Þegar ég bjó

í norgeinu þá komst ég að því að ég elskaði snjó en ekki að ég elskaði hann svona mikinn,við erum gjörsamlega að snjóa í kaf hérna og það liggur við að maður hafi bílinn í gangi frá morgni til kvölds til þess að þurfa ekki alltaf að vera skafa hann,því þó maður rétt skjótist inní búð er bílinn kominn á kaf þegar maður kemur út aftur.

en viðurkenni það samt alveg að ég er tilbúinn til þess að taka á móti öllum þeim snjó hérna á klakanum heldur en að búa í norge það get ég svarið. 


Hvernig stendur á því

að börnin manns eiga það til að týna öllu,títlan mín er svo rosalega með þetta að bara í janúar týndi hún leðurstígvélum sem hún fékk í jólagjöf og kuldabuxunum sínum líka og þetta bara finnst ekki sama hversu vel er leitað, bara horfið,svo ég varð að fara í dag og kaupa á hana nýjar kuldabuxur og þetta er sko ekki gefins það er á hreinu.

 


« Fyrri síða

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband