Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Þegar einn stendur upp

þá fellur annar,loksins þegar ég finn að ég er að skríða saman þá er gaurinn minn lagstur í flensu,ræfillinn er með svo hryllilega ljótan hósta,hálsbólgu og hita að það er skelfilegt,svo nú er ég með 2 lazarusa heima,gaurinn og kútinn.

Ég hef ekkert komist í ræktina síðan miðvikudag fyrir páska og er svona að velta því fyrir mér hvort ég treysti mér í dag,ég hef reyndar þurft að vera skjótast aðeins út bæði í gær og fyrradag en reyni eins og ég get að halda mig innandyra og ég held að það sé kanski best út þessa viku,en þar sem ég er nú týpísk vog þá er voða erfitt að ákveða sig,skynseminn seigjir....Helga vertu lengur inni,en lönguninn seigjir skelltu þér í ræktina svo nú er bara spurninginn um hvort þeirra hefur betur.

Ég var að lesa bloggið hjá Jónu bloggvinkonu nú í morgunsárið og sá að þar er hún að ræða sumarbúðadvöl hjá sínum strák þar sem hann er búin að fara 3 sumur í röð ef ég man það rétt og verð verð bara að seigja það að ég dáist að þeim hjónum að geta sent hann í sumarbúðir,ég einmitt er þessa stundina að verða fyrir smá þrysting með þetta sama um það hvort ég vilji ekki senda kútinn í sumar og ég get svarið það mér verður bara óglatt við tilhugsunina um það að senda hann frá mér.

Ég geri mér 150% grein fyrir því að það væri það besta sem ég gerði fyrir okkur bæði en guð minn góður hvað það yrði erfitt,kanski meira fyrir mig enn hann reyndar þegar upp yrði staðið,en þar sem ég hef vafið þetta barn inní bómull alla hans ævi svo hann verði nú ekki fyrir neinu hnjaski útí í lífinu  þá er bara svo andsk erfitt að vefja utan af honum bómullinn.

Þetta er alveg SKELFILEG tilfinning að halda það að engin geti passað jafnvel uppá hann og ég,þetta er bara rett og slett vond tilfinning,ég get reyndar alveg hrósað mér af því að ég hef tekið alveg slatta framförum síðan við fluttum heim en ég er bara einhvern veginn þannig að ég virðist þurfa að taka svona baby steps í þessu að vefa hann niður af bómull.

Nýjasta dæmið er bara í síðustu viku þegar einn skólafélagi kom í heimsókn jafngamall honum og þeir ákvaðu að skella sér niður á skóla lóð hérna rétt hjá og ég var bara á nálum allan tíman sem þeir voru þarna......Svona er maður orðinn ruglaður.


Jey lenti í mótmælaakstri

Þeir tóku sig til þessar elskur hérna fyrir norðan og keyrðu mótmælaakstur og ég er ánægð með það að hafa lent í þeirri aðgerð alveg óviljandi,ég ætla bara að vona að öll þessi mótmæli sem eru að gerast hjá bílstjórum að þetta hafi eitthvað að seigja,reyndar finnst mér að við þurfum að taka okkur saman í andlitinu og sýna mótmæli á fleiri vígstöðvum.

Ég hef fram til þess verið ágætlega meðvituð um vöruverð og hækkanir og hef tekið þá ákvörðun að sniðganga þær vörur sem hækka hvað mest í verði á næstuni og ég mæli með því að fleiri geri slíkt hið sama.

Ja hérna maður er bara byrjaður með áróður á eigin bloggi,en það var nú kanski aldrei stefnan.ætli þetta seigji manni ekki bara það að maður er að fá uppí kok í allri þessari dýrtíð,mér er sérstaklega hugsað til allra þeirra sem hafa fram til þess ekki haft svo mikið á milli handana og geta ekki látið enda ná saman ég er ansi hrædd um að róðurinn eigi eftir að þyngjast töluvert hjá þeim ef áfram heldur sem horfir.


« Fyrri síða

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband