Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Bloggfrí bloggfrí.

Án þess að hugsa mig um tvisvar þá greip ég einstakt tækifæri þegar mér bauðst það í morgun og erum við á leiðini til útlanda á miðvikudag.

þannig er að ég fékk tilboð sem var of gott til þess að hafna því og er stefnan tekinn á mallorca í 2 vikur og er sko aldeilis stefnan að hlaða batterínn eftir það sem á undan er gengið, ég er svo gjörsamlega að niðurlotum komin eftir síðustu fréttir að ég finn það að ég er við það að leka niður eins og bráðið smjör andlega.

En þetta er hins vegar ljósið í myrkrinu sem mér barst í morgun og ætla ég að notfæra mér það úti ystu æsar að liggja og sleikja sólina því ekki verður þetta verslunarferð heldur algjör slökunarferð fyrir mig og mína.

Við förum 4 saman og munum svo hitta annað fólk þarna sem við þekkjum og eiga góðar stundir með þeim.

Það er svo skrýtið með það að þegar allt virðist svart þá gerist eitthvað gott og eins og ég seigji þetta tilboð er of gott til þess að sleppa því.

Ég bið að heilsa ykkur kæru bloggvinir og kannski kem ég til með að kasta á ykkur kveðju úr sólinni

Knús á ykkur öll og megi næstu tvær vikur verða ykkur góðarHeart


« Fyrri síða

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband