Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Eitthvað jákvætt, (loksins)

Var á fundi í gær í skólanum hjá kút og vetrarbyrjun lofar mjög góðu hjá honum, honum er hrósað í bak og fyrir, fyrir það hversu geðgóður og ljúfur hann sé, hann er mjög jákvæður á flest alla hluti sem honum eru lagðir fyrir þarna og gerir allt það sem honum er sagt að gera, hversu erfitt sem það reynist honum, hann er sagður hafa mjög góð áhrif að suma félaga sína sem sínu góða viðmóti svo þetta er náttúrulega bara frábært í alla staði.

Það styttist óðum í það að skoðað verði hvort eitt af þeim lyfjum sem hann er á verði tekin af honum á einhverjum næstu vikum eða mánuðum, þetta er lyfið sem hjálpar honum að sofa og gæti verið það lyf sem hefur haldið að honum þyngdinni allan þenna tíma, en það mun semsagt skýrast á næstu vikum hvað gert verður.

Nú á næstu dögum er að koma ung kona í skólan hans, þetta er kona sem er að læra til félagsráðgjafa í Bergen í Noregi og mun hún taka eitthvað af verklega faginu í skólanum hjá honum og verður þarna frammí Des og er uppi hugmyndir um það að hún muni sinna kút extra mikið þennan tíma, bæði sökum þess að hann talar norsku og svo líka það að kannski geti hún hjálpað honum á margan annan hátt.

Hugmyndirnar eru td þær að hún komi með honum hingað heim af og til, fari með honum eitthvað út kannski í sund eða bió eða bara geri eitt og annað með honum sem væri náttúrulega bara frábært finnst mér, þá fær kútur tækifæri til þess að nota sína norsku kunnáttu og halda henni enn frekar við, en hann notar hana óvenju mikið ennþá, þá sérstaklega í slettum.

Ókosturinn er hins vegar sá að hann gæti farið að nota norskuna aðeins of mikið eins og hann gerði þegar við fluttum heim í fyrra.

En þetta á allt eftir að skýrast og ekkert ákveðið ennþá en við bíðum og sjáum hvað setur.

ADIOS MY DARLINGS Heart


Shit hvað þetta er sárt.

Að horfa uppá einhvern nákominn sér hraka svo hratt að maður getur því enga vörn veitt.

Ég er aðstandandi einstaklings sem mér þykir afskaplega vænt um, já eða ég elska þennan einstakling og nú er svo komið að hann þarf hjálp, reyndar hjálp sem hann vill ekki þyggja, hvað gerir maður þá.

Ég hef undanfarna daga verið að vinna á bakvið þennan einstakling, rætt við sérfræðing um hans mál.reynt að hringja í hans heimilislæknir en hann þvi miður ekki við fyrren á morgun.

Að þessu ferli vinnur með mér manneskja sem er ennþá nákomnari hinum einstaklingnum en ég og hefur eytt stæðstum hluta ævi sinnar með honum og þetta er svo skelfilega erfitt að það er bara hryllingur, af hverju þurfa hlutirnir að fara svona, af hverju getur ekki lífið verið eilítið einfaldara en það er stundum.

Mig rett og slett verkjar í hjartað af tilhugsinni einni saman yfir því hvað hægt sé að gera fyrir þennan einstakling en hann vill ekkert af því þyggja, maður stendur uppi svo gjörsamlega ráðalaus en reynir samt allt sem í sínu valdi stendur til að hjálpa, en hvað svo.

Ég sé það að þetta er óskaplega ruglingslegt hjá mér en það verður bara að hafa sig þangað til ég fæ leyfi til þessa að blogga um þetta á þann hátt sem ég þyrfti að gera en kann ekki við fyrren leyfi er fegnið hjá viðkomandi.

Ég finn að ég þarf ykkar stuðning til þess að takast á við þetta vandamál og vona að ég komi ti með að geta leitað til ykkar þegar ég get útskýrt þetta allt saman betur, en þangað til

ADIOS MY FREINDSHeart


Smá Sunnudagsblogg.

Var vöknuð fyrir allar aldir samkvæmt venju þrátt fyrir að hafa farið óvenju seint að sofa í gærkv, lá hér yfir einhverri ógeðs mynd á St 2 en átti nú frekar erfitt með að halda augunum opnum en lét mig nú samt hafa það til þess að getað sofið út í morgun, en nei það var nú ekki alveg svo gott.

Svoleiðis að í morgun er búið að vera ráfa um á netinu, lesa fréttir, reyna að finna einhverjar góðar en það er nú eitthvað fátt um fína drætti á því sviðinu eins og venjulega, ég er enn við sama heygarðshornið og sleppi því eftir bestu getu að lesa neikvæðar fréttir hvað þá heldur að ég tengi mig við þær og þar sem flest allar fréttir eru neikvæðar þá hef ég afskaplega lítið till málana að leggja, enn ég finn þó að það gerir mér gott að sleppa öllum neikvæðum fréttum og mun ég halda áfram að gera það svo lengi sem skrápurinn á mér er ekki þykkri enn hann er.

Hér er nánast allt komið í samt lag á heimilinu, allt komið á sinn stað, netið og allt það haverí kom loksins inn hjá mér á föstudag eftir að búið var að leita hér að annari línu þar sem eingöngu var lögð ein lína hér í upphafi og er hún í notkun í kjallaríbúð sem hér er, þannig að hér voru símakallar að störfum meira og minna alla vikuna að reyna að finna eitthvað útúr þessu og sem betur fer hafðist þar loksins á föstudag.

Ég verð reyndar að viðurkenna það að ég er svo gjörsamlega búin í skrokknum eftir þessa flutninga að það er ekki einu sinni fyndið, mig verkjar í hendur, fætur og bak. Jaaa, reyndar bara alls staðarFrown.

Annars er ég bara orðinn nokkuð góð eftir naflaskoðun síðustu daga og sé alltaf betur og betur hvað það er sem hrjáir mig.

En knús á ykkur elskurnar inní góða helgarrestHeart

 


Naflaskoðun stendur enn yfir

og þess vegna hefur lítið verið bloggað þessa daga, eftir hrun mitt á Mánudag sá ég frammá það að þurfa skoða líf mitt rækilega vel og reyna komast að því hvað það er sem veldur þessari spennu hjá mér, ég hef reyndar ekki komist að neinu sem ég vissi ekki fyrir, málið er hins vegar það að horfast í augu við hlutina og það getur oft reynst þrautini þyngra en engu að síður gott fyrir sálina að taka aðeins til þar sem og annar staðar.

Ég verð að viðurkenna það að mér virkilega brá þegar ég brotnaði svona niður og skildi samt engan veginn í því hvers vegna það gerðist en þegar líða tók á dagana og mér gafst tími til að hugsa þá sé ég að löngu tímabært var fyrir mig að gefast upp, það er bara býsna oft þannig að maður vill ekki horfast í augu við eigin vanlíðan fyrren að allt í einu eitthvað gerist sem fyllir hjá manni mælirinn.

Maður telur sér trú um að vera óbrjótandi, með breitt bak og stórar axlir ( í meiru enn bókstaflegum skilningi ) enn svo allt í einu þá bara BÚMM  þú getur ekki meir og hrunið verður all svakalegt.

Nú er ég ekki að seigja það að líf mitt sé all slæmt, alls ekki hins vegar er málið það að þegar mikið hefur gengið á og maður svona einhvern veginn horfir í gegnum fingur sér með hluti þá verður skellurinn mikið stærri þegar að honum kemur og það er ekki gott.

Ég hef alveg fullt af góðum hlutum að þakka fyrir og koma þá börnin mér fyrst til hugar, þessar elskur sem gefa manni tækifæri á því að þroskast og dafna um leið og þau gera það, þessar elskur sem fylla mann gleði einfaldlega fyrir það að vera til, þessar elskur sem manni auðnaðist að fá að láni í einhvern tíma, þessar elskur sem treysta manni fyrir lífi sínu, treysta því að maður leiði þau á réttar brautir, treysta því að getað skriðið í mömmufang þegar eitthvað bjátar á, treysta því að getað talað við mann þegar ráðleggingar er þörf, treysta því að mamma sé kletturinn sem öllu bjargar.

Ég tel mig vera heppna að svo mörgu leyti, en því miður þá vill það góða hverfa í skuggan af því slæma þegar eitthvað bjátar á, oft þarf maður að minna sjálfan sig á hversu gott maður hefur það og oft þarf maður að finna það líka að það að brotna sé einfaldlega ábending um það að maður er jú bara mannlegur og þegar ég lít yfir farinn veg undanfarna mánaða þá sé ég að þetta brot mitt var svo löngu tímabært.

Ég ákvað að skrifa um þetta hér einfaldlega til þess að minna sjálfa mig á það að þó ég hafi talið sjálfri mér trú um það að ég myndi bara bogna en aldrei brotna að þá var það svo alrangt hjá mér og það er líka bara allt í lagi því þetta varð auðsjáanlega að gerast svo þessi naflaskoðun mín gæti hafist.

Nú er ég heldur betur búin að rugla hér í kvöld en það er líka bara í lagi þar sem ég er að skrifa þetta fyrir mig en leyfi hins vegar þeim sem það vilja að njóta þessara hugleiðinga með mér.

Megi helginn verða ykkur góð elskurnar mínar allar sem ein, þannig ætla ég að hafa hana hjá mér.

Knús á ykkur öll ljósinn mínHeart


Er að koma niður

af þvílíka spennufallinu eftir ástand undanfarnar vikur og endirnn varð sá í gær að ég brotnaði algjörlega niður, eftir að mælirinn fylltist hjá mér og sat ég hér og grét í 3 tíma og ætlaði aldrei að geta hætt, fallið varð svo svakalegt að í dag má ég ekki til þess hugsa sem gekk á hér í gær að þá fer ég aftur að gráta.

Það er nefnilega þannig að ýmislegt hefur gengið á í mínu lífi undanfarna mánuði sem ég hef ekki bloggað um hér og kem ekki til með að gera nema að parti, upp hefur safnast gríðarlega mikil spenna hjá mér sem mér hefur ekki tekist að losna við fyrren í gær þegar ég brotnaði niður að það losnaði um að hluta og var það bæði vont og gott, vont að því leytinu til að börnin horfðu uppá mig brotna niður en gott að því leytinu að það losnaði um spennu.

Að öðru leyti er hér allt í góðu, kútur er enn sáttur við sitt og títlan líka nema hvað að hún vill skipta um skóla og fara í skólan hér í hverfinu sem ég reyndar skil mæta vel þar sem hún er svo mikil félagsvera þannig að skólaskipti eru á umræðustiginu, ég er ekkert voða sátt við það að leyfa henni að skipta, en aftur á móti hefur hún góða aðlögunahæfni sem bjargar henni ansi oft, nú þegar er hún búin að eignast vinkonur hérna í hverfinu og vill að sjálfsögðu vera með þeim eftir skóla eins og gefur að skilja. Ég er alla vega búin að ræða við skólastjóra beggja skólana og þeir eru sammála um það að það myndi nú ekki reynast henni neitt hættulegt að skipta um skóla, en þá er það spurning um það hvort maður myndi þá ekki bara reyna að halda sig á brekkuni í framtíðinni, sér í lagi vegna þess að gaurinn fer náttúrulega líka í verkmenntaskólan næsta vetur og er hann einmitt hérna á brekkuni líka, þannig að kannski skiptir þetta ekki svo miklu máli.

Kútsins vegna skiptir þetta engu máli skólalega séð þar sem hann er í skóla útúr bænum og fer alltaf þangað með skólabíl sem keyrir útum allan bæ að sækir börnin í hans skóla, þannig að það yrði alla vega ekkert skólarót á honum alla vega. 

Ég var bara engan veginn að fatta það hversu mikið álag var orðið á mér, ég taldi mig nú með helv breytt bak en svo virðist ekki vera, enda hef ég orðið meirari og meirari með árunum, Það er gott að sumu leyti en alveg hrikalega erfitt að öðru.

Jæja elskurnar mínar nóg komið af væli í þetta sinn.

Megi vikan verða ykkur öllum góð.


Ég gafst upp.

fyrir því áreitti þar sem ég leigði þannig að nú er mín flutt í annað húsnæði. Að sjálfsögðu fylgja þessu kostir og gallar en svo verður bara að vera, að tvennu íllu var betra að fara heldur en að búa við þetta ástand áfram, hérna veit ég þó alla vega hversu lengi ég verð hérna og málið er dautt.

Þannig að frá því að föstudag er búið að standa í flutningum og enn er verið að flytja og ganga frá, þetta er samt búið að ganga ótrúlega hratt og vel fyrir sig, ég fékk leigða litla 315fm þannig að það ætti ekki að væsa um okkur hérna, elstu börnin mín tvö eru á neðri hæðinni og koma til með að sjá alveg um þrif þar og restinn er hérna á efri hæðinni og allir sáttir.

Og besta við þetta er að leigan er nánast sú sama og var á hinum staðnum þannig að þetta er bara hið besta mál.

Því miður komst ég ekki í bloggarakaffið eins og til stóð en ég vona nú að mér verði fyrirgefið það, ég gat bara ekki hugsað mér að hlaupa frá í miðjum frágangi því nóg var eftir, enn þetta gekk svo vel með góðra vina hjálp, TAKK ELSKURNAR, án ykkar hefði þetta ekki tekist.

Það eru allir sáttir og kútur er afskaplega hamingjusamur með stóra herb sitt og þessar tvær nætur sem búið er að gista hér hefur hann sofið eins og blóm í eggi og við öll reyndar,

Í upphafi var hann alls ekki sáttur en eftir góðar samræður milli mín og hans gekk þetta mjög vel, hann að vísu sagði við mig.......Mamma þú lofaðir að vera í gamla húsinu í 3 ár af hverju þurfum við þá að flytja en þegar ég sagði honum hvernig komið væri þá varð minn sáttur.

Andlega hliðinn hjá mér var alveg við það að fara í hengla eftir þessa vitleysu þannig að ég sá það að ef ég ætti að halda geðheilsuni þá yrði ég að láta undan, ég get bara ekki staðið í íllindum fólk, hvað þá heldur útaf einhverjmu steinkassa, ég hins vegar sendi mínum fyrrverandi leigusölum frekar harðort bréf og benti þeim á minn rétt en gæti ómögulega staðið í því að láta seigja mér upp á 6 mán fresti af því að þau vissu ekki hvað þau vildu, þetta er bara ekki hægt að bjóða manni uppá svona rugl sér í lagi þegar börn eru inní myndinni.

Ég varð samt að seigja frá því hvernig það atvikaðist að ég fékk það húsnæði sem ég er kominn í nú.

Ég er eitthvað að ráfa um á netinu eins og svo oft áður og rekst þar á auglýsingu að til leigu sé 300fm íbúð og kom þessi auglýsing inn 26 mín áður, ég les auglýsinguna og hugsaði strax þetta er handa mér, ég hringi í uppgefið símannr og áður en 15 mín eru liðnar er ég mætt á svæðið og skoða og þarna á staðnum er ákveðið að ég fái þetta ef ég vill, það er hringt í eigandan og hann samþykir mig sem leigutaka, þannig að á innan við klukkustund er ég komin með íbúð daginn eftir fór ég í það ganga frá samningum og  á föstudag var byrjað að flytja þannig að þetta gerðist allt rosalega hratt, en ég lít svo á að þarna voru örlögin að kippa í spotta og ég átti að flytja útúr þessu rugli sem átti sér stað, það er alla vega mín trú.

Eigið góðan Sunnudag elskurnar mínar. 


Mikið gengið á síðasta

sólarhring með öllu sínum kostum og göllum ,enn sem komið er get ég ekki tjáð mig um það hér en mun svo sannarlega gera það þegar allt er gengið um garð, þessu fylgir bæði kostir og gallar eins og á við um allt í okkar lífi svo er bara okkar að ákveða hvort kostir séu fleiri en gallar eða öfugt.

Ég tel að í þessu tilfelli séu kostirnir fleiri þannig að þá er um að gera að grípa gæsina meðan hún gefst, ekki satt.

Gaurinn minn kom heim í gær úr sinni Spánarferð og var bara mjög sáttur við það að koma heim, svo mætti minn bara í skólan áðan eins og lög gera ráð fyrir og er hann bara sáttur við það að vera að ganga sinn síðasta vetur í grunnskóla, það er ekki svo ýkja langt síðan að þessi elska var niðurbrotinn á sálinni eftir vítavert einelti sem átti sér stað, en í dag er hann að verða fullvaxta karlmaður og þroskinn á við tvítugan gaur, það er orðið svo gaman að spjalla við hann, yfirleitt svo hress og glaður, æji hann er svo yndislegur þessi elska.

Stóra dóttlan mín býr hérna hjá okkur eins og flestir vita og það er svo frábært hversu gott samkomulag er á milli okkar allra að maður getur varla óskað sér neins frekar í samskiptum við börnin sín.

En alla vega þá mun ég koma með fréttirnar vonandi öðru hvoru megin við helgi.

Knús á línunaHeart


Veitir ekki öllum af smá lukku, þannig að hér kemur ykkar lukka. Hehe.



Lukkubrandari. ..bara að lesa þennan brandara færir lukku.


Einn daginn fór gömul kona með fulla tösku af peningum í banka.

Við afgreiðsluborðið sagði hún að hún vildi bara tala við bankastjórann, um
að opna sparireikning: ''þetta eru miklir peningar, þú skilur.''

Eftir langar rökræður var konunni fylgt til bankastjórans -viðskiptavinurinn
er konungur!!!

Bankastjórinn spurði um upphæðina sem konan vildi leggja inn.
Hún sagði honum að það væri um 50 milljón evrur að ræða.. Hún tæmdi töskuna
fyrir hann. Auðvitað varð bankastjórinn forvitin um hvaðan allir þessir
peningar kæmu.

´´Kæra frú, það kemur mér á óvart hversu mikla peninga þú hefur
- hvernig stendur á því?´´

Gamla konan svaraði honum ´´ Mjög einfalt. Ég veðja!''

´´Veðjar?'' spurði bankastjórinn, ´´hvers konar veðmál?''

Gamla konan svaraði:´´Jah, allt mögulegt. Til dæmis, veðja ég við þig, uppá
25.000 evrur að eistun á þér séu ferköntuð!´´

Bankastjórinn fór að hlæja og sagði: ´´Það er fáránlegt! Á þennan hátt getur
þú aldrei unnið svona mikla peninga.´´

Jæja, eins og ég sagði áðan, þá er það á þennan hátt sem ég vinn mér inn
peningana. Ert þú tilbúin til að taka þátt í þessu veðmáli?´´

´´Auðvitað!´´ svaraði hann. Það voru jú miklir peningar í húfi.

´´Ég veðja semsagt 25.000 evrum uppá að eistun á mér séu ekki ferköntuð.´´

Gamla konan svaraði:´´ Samþykkt, en þar sem þetta eru miklir peningar, má ég
þá koma við á morgunn, klk 10:00 með lögfræðinginn minn, svo að við höfum
líka vitni?´´

´´Auðvitað!´´ Bankastjórinn samþykkti.

Um nóttina var bankastjórinn frekar taugaóstyrkur og skoðaði ýtarlega á sér
eistun, tímunum saman. Fyrst öðrumegin svo hinumegin. Að lokum með hjálp
einfalds prófs varð hann 100% öruggur. Hann myndi vinna veðmálið, alveg
viss!

Morguninn eftir kom gamla konan, klk 10:00 í bankann með lögfræðinginn sinn.

Hún kynnti mennina tvo hvor fyrir öðrum og endurtók veðmálið uppá 25.000
evrur.

Og uppá nýtt samþykkti bankastjórinn veðmálið að eistun á sér væru ekki
ferköntuð. Eftir það bað hún hann um að taka niður um sig buxurnar til að
skoða málið (punginn) einu sinni. Bankastjórinn tók niður um sig buxurnar,
gamla konan kom nær, skoðaði punginn í rólegheitum og spurði hann varlega
hvort hún mætti koma við eistun.

Mundu eftir að það eru miklir peningar í húfi.

´´O.K.´´ sagði bankastjórinn öruggur.
´´ Þetta er 25.000 evra virði og ég skil vel að þú viljir vera viss.

Þá kom konan enn nær og hélt eistum mannsins í lófa sér.

Þá tók bankastjórinn eftir því að lögfræðingurinn var farinn að berja
hausnum á sér við vegginn.

Bankastjórinn spurði konuna:´´ Hvað er að lögfræðingnum þínum?´´

Hún svaraði: ´´ Ekkert, ég veðjaði við hann, uppá 100.000 evrur að ég skildi
í dag klk 10:00 hafa eistu á bankastjóra í hendi mér.

Lukkan verður með þeim sem senda þennan brandara áfram, sem sagt, ekki geyma
þennan brandara heldur sendu til 5 vina eða einhverra sem þú óskar gæfu. Þú
munt sjá að næstu fjóra daga verður þú fyrir einhverju góðu, ef þú slítur
ekki keðjuna.


Ja nú ber heldur betur til tíðinda

Læknirinn minn er við og ég á tíma kl 9.40 JEY. Þá get ég loksins farið og kvartað úr mér lifur og lungu, ég held svei mér þá að ég þurfi að skrifa lista yfir allt sem ég þarf að ræða við hana, ég held það bara.

En nú ætla ég að stökkva af stað klára á eftir........

Kominn til baka og mikið búið að gerast síðan í morgun, ég fór semsagt til doksa og eins og við var að búast er ekkert að mér (alla vega ekki meira en venjulega hehe) og ekkert alvarlegt sem er gott, ég á að vísu að fara í sjúkraþjálfun og éta einhverjar bólgueyðandi og sjá hvort ég lagist eitthvað í skrokknum.

eftir doksa kíkti ég í kaffi til bróður míns og mágkonu og fékk þar þá snilldarhugmynd að ath hvort ekki væri laust í klippingu og strípur og jú það var laust, svo mín skellti sér þangað og ég get svo svarið það að þegar gaurinn var búin að klippa mig þá vægast sagt brá mér því ég er orðinn svo skuggalega gráhærð að það nær því ekki einu sinni að vera fyndið, ég sat þarna eins og lúði og glápti á sjálfa mig dágóða stund en tók síðan þá ákvörðun að láta bara bæta við gráum strípum og viti menn það er bara svona helv fínt, þannig að nú veit ég hvernig ég kem til með að líta út þegar grái liturinn verður alsráðandi og er ég sátt við það.

Elsta dóttir mín tók bara andköf þegar mamman mætti í vinnuna til að sýna henni herleg heitinn svo flott fannst henni mamma sín vera, ekki slæmt comment þar, þar sem hún er algjör tískudama þessi elska hehe.

Svo nú er maður kominn heim og slappa aðeins af áður en að Birtan verður sótt á leikskólan.

Megið þið öll eiga góðan dag sem eftir er af honum. 


Bloggarakaffi á Akureyri

Þá er komið að því. Bloggarar á Akureyri, í nágrenni Akureyrar og þið sem eigið leið um. Við ætlum að gera okkur glaðan dag og hittast á kaffihúsi næstkomandi laugardag.

Staður og stund:

Kaffi Karolína, Listagilinu

Laugardagur 6. sept. kl. 16.00.

Gott væri að þú tækir góða skapið með þér.

Vonum að sem flestir mæti og eigi skemmtilega stund með okkur

Þið sem lesið, endilega setja þetta inn á síðuna hjá ykkur og/eða látið sem flesta vita af, sem áhuga kynnu að hafa.

Takk takk


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband