Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Kanntu brauð að baka, já það kann ég,
svo úr því verði kaka, já það kann ég.
Hehe, nú er maður bara að verða hagsýn húsmóðir og er ég að baka fyrir bústaðaferðina á morgun, ætla bæði að taka með mér mat og bakkelsi þvi ekki veitir af að spara pening á þessum síðustu og verstu, en mikið ofsalega hlakkar mig til að fara og breyta um umhverfi og það að gera eitthvað með börnunum annað en að hanga heima alla daga.
Við munum leggja í hann eftir að þau eru búin að syngja sig hás í búðum og fyrirtækjum bæjarins, svo ég tali nú ekki um að leyfa öðrum að njóta þeirra yndisfögru radda, títlan mín hefur alveg hrikalega góð rödd og hefur hún tekið þátt í söngvakeppnum og unnið eina þeirra líka :)
Annars erum við bara góð á þessum við undirbúning fyrir þetta frábæra ferðalag sem við erum að leggja í á morgun :)
Knús á ykkur elskurnar og megi næstu dagar verða ykkur yndislegir, þannig ætla ég að hafa þá hjá mér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 23. febrúar 2009
Og þurfti einhverja vísindamenn
til þess að seigja okkur þetta, ég þarf ekki annað en að líta í spegill og ég lít út fyrir að vera mörgum árum yngri en ég er hahahahahahaha, alveg bara 29 sko.
Enn að öllu gamni slepptu þá er ég vissum að þetta reynist rétt, maður þarf ekki annað en að horfa í kringum sig til að sjá þetta;)
Fitan yngir upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 22. febrúar 2009
Shit hvað það er gott að getað verið latur á Sunnudegi og haft efni á því líka.
Ég var svo sniðug í gær að gera allt sem þurfti að gera hérna heima í gær þannig að í dag er hægt að leyfa sér að hangsa í allan dag og þarf ekki einu sinni að hafa móral yfir þvi. Birtan hennar ömmu sinnar ætlar að koma hérna og eyða deginum með okkur þar sem mamma hennar þarf að vinna, en það er líka bara í góðu lagi þvi elskuni leiðist nú ekki að vappa hér um á nærfötunum einum fata þvi það er ævinlega hennar fyrsta verk þegar hún kemur, það er að hátta sig, bara æði þetta barn.
Í gærkv var okkur boðið í mat til snilldarkokksins hennar mágkonu minnar og jammý ekkert smá gott sem var þar á borðum, hún bjó til eitthv nammi og setti inní pönnsur með alls kyns gúmmelaði og þetta var bara hreint sælgæti, Takk æðislega fyrir okkur.
Svo var komið við á videoleigu og leigð mynd til að hafa í fjöskyldustund, kveikt var að trilljón kertum og nammi sett á borð ásamt snakki og fl, þetta var bara æði, meira að seigja gaurinn minn horfði með okkur og það hefur ekki gerst í langan tíma.
Undanfarið hef ég stundað svolitla sjálfskoðunog ég finn hversu það gerir mér gott að skoða lífið og sjálfan sig um leið og af einhverjum ástæðum er ég full af jákvæðni og bjartsýni ég finn það að þett á allt saman eftir að fara vel, hvað svo sem þetta er, en það er önnur saga.
Knús á ykkur elskurnar og konur innilega til hamingju með daginn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 21. febrúar 2009
Laugardagsmorgun :)
Og ég svaf alveg til kl 8 vá, reyndar er það mikið í mínum huga þar sem ég hef farið á fætur alla morgna í þessari viku kl 5.30 til að bera út fréttablaðið með gaurnum mínum og gengur okkur svona glimrandi vel með það og frábært að fá hreyfinguna og það skemmir ekkert fyrir að fá borgað fyrir það líka, reyndar renna þessir aurar í vasa gaursins en ég styrki hann með labbinu í staðinn því ekki veitir manni af því að hreyfa sig aðeins og svo aðeins meira.
Á næsta Miðvikudag (Öskudag) er stefnan tekin á að bruna í orlofshús í Munaðarnesi og leika sér þar með börnunum frammá Sunnudag, það verður reyndar ekki lagt í hann fyrren að börnin eru búin að sýna sína sönghæfileika hér í fyrirtækjum bæjarins, en mikið ofsalega hlakkar mig til að komast í breytt umhverfi og gera eitthvað annað en að hanga heima hjá, þetta er að miklu leyti gert til þess að ná kút enn meira úr tölvu og tv glápi, fá hann til þess að njóta náttúrunar líka og sjá að heimurinn er ekki bara eitt herb með tölvudóti og svol inní.
Ég er ákveðinn í því að ferðir til borgarinar verða takmarkaðar einfaldlega vegna þess að ég er ekki að fara í bústað til þess að hanga í RVK alla daga, enda hugsa ég sem svo að þeir sem vilja hitta okkur hljóta geta gert sér ferð til okkar eins og við til þeirra og hana nú.
Ég var að lesa rétt í þessu komment hjá einni bloggvinkonu til annarar að um næstu helgi er blogghittingur hérna og enn og aftur missi ég af honum (demm) en ætli ég láti ekki eigin fjölskyldu vera í fyrirrúmi og njóti hennar í staðinn, ég vonandi kemst þá bara þar næst.
Takmarkaður tími fyrir kút í pc og tv gengur ágætlega, ég viðurkenni að það hefur komið fyrir að ég hafi gleymt tímanum en þessi elska má alveg eiga það að hann hlýðir mér þegar ég seigji stopp, þó hann sé ekki sáttur, en hann hlýðir þó og það er það sem skiptir máli, reyndar passa ég mig á því að hann fái strax eitthv annað verkefni eins og það að koma fram að spila spil eða við förum að teikna, nú eða ég læt hann hjálpa mér við matargerð, fara aðeins út með Jenny eða bara það sem mér dettur í hug hverju sinni.
ADIOS ELSKURNAR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 17. febrúar 2009
Jebb er á lífi :)
Bara búin að vera löt að blogga undanfarið, á þessu heimili er verið að vinna í ýmsum breytingum hjá kút og allar eru þær góðar, ég er að rembast við að minnka all verulega við hann bæði tölvu og tv notkun og gengur það svona misjafnlega vel (eða ílla) eftir því hvernig á það er litið.
Ætli vandamálið liggi ekki einna helst í því að ég fer alltof lítið með hann útaf heimilinu því sjálf er ég svo heimakær að það hálfa væri nóg, en alla vega þá höfum við gert svolítið af því að spila hin ýmsu spil og spjalla mikið saman og leikið okkur líka :)
Svo er nú reyndar stefnan að fara með hann í kjarnaskóg einu sinni í viku og sund líka, en enn sem komið er hef ég ekki haft mig í það, orkan er einhvers staðar allt annars staðar en hjá mér þessa dagana og þar sem ég og gaurinn byrjuðum að bera út í tvö hverfi hjá fréttablaðinu í gær þá er ég enn þreyttari fyrir vikið, en mikið ofsalega er nú samt gott að taka góðan sprett á morgnana, því ég þarf alltaf að vera í kapphlaupi við tíman og verða fljótari og fljótari og finna upp nýjar aðferðir og aðrar leiðir til að sjá hvaða leið er fljótust.
Hehe. ekki er umræðuefnið merkilegt hjá mér þessa dagana enda svosem ekki mikið um að vera þannig lagað, alla vega ekkert sem kemur hér inni.
Heyrðu jú annars við erum að fara í Munaðarnes í næstu viku og ætlum að eyða þar 4 góðum dögum tvær fjölskyldur saman, það er ég vissum að þetta verður frábær ferð, þar sem samferðarfólk mitt er ekki af verri endanum, þannig að þetta getur ekki orðið annað en gaman.
Einhvern tíman fyrir ekki svo margt löngu nefndi ég hjörtu okkar Akureyringa sem mér þykir orðið svo vænt sér í lagi það sem slær yfir í Vaðlaheiði og eins þau sem búið er að koma fyrir í mörgun umferðarljósum hérna i bænum, ég tók mér það bessaleyfi og googlaði ljósið yfir í heiði til sýna ykkur sem ekki njótið góðs af þessu og hérna kemur útkoman, vonandi verður mér fyrirgefin þessi þjófnaður.
Og svo annað.
Því miður mun það hverfa okkur sjónum nú í lok Feb, bæði vegna dýrs viðhaldskostnaðar og svo það að svo virðist sem einhverjir óprúttnir nánungar hafa gert sér það að leik að stela perum úr neðsta hluta hjartans, skamm, skamm.
Þetta hefur svo sannarlega yljað mér þegar ég hef horft yfir í heiði og í dag þarf ég ekki nema að kíkja útum gluggan hjá mér í forstofuni þá sé ég þetta yndislega verk góðra manna.
Knús á ykkur elskurnar mínar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 13. febrúar 2009
Nú er útlit fyrir að áralöngu stríði hjá mér sé loksins að ljúka.
Í morgun fékk ég mjög góðar/slæmar fréttir, góðar fyrir mig en slæmar fyrir ákveðinn einstakling sem ég hef barist við í nokkuð mörg ár útaf einu tilteknu máli, í morgun var svo í rauninni sleginn endahnútur á það mál fyrir þennan einstakling sem þýðir það að þessi einstaklingur var málaður útí horn og verður að gjöra svo vel að láta af fyrri hegðun sinni og gera eitthvað í sínum málum.
Mikið ofsalega var það gott og ánægjulegt þegar ég fékk þær fréttir í morgun að málið væri komið á endastöð hvað varðar þennan einstakling, það er þungum byrðum af mér létt og kannski nú eftir mörg ár get ég farið að verða frjáls og hætta á vaktini, því þessi vakt er búin að vera ansi löng og ströng, ég hef verið vakandi/sofandi í mörg ár svo núna get ég kannski farið að hvílast af einhverju viti.
Reyndar er ferlið fyrir því að þessu linni rétt að byrja og mun taka langan langan tíma, en það er alla vega komið úr mínum höndum að miklu leyti þannig að nú eru aðrir sem þurfa taka við vaktinni og ég farið að hugsa um sjálfa mig og börnin mín, ég vona það að minnsta kosti.
Svo nú er ég afskaplega þreytt og andlaus, langar mig helst að skríða undir sæng og vera þar mjög lengi, en það er víst eitt sem mér stendur ekki til boða á þessari stundu en kannski kemur að því.
Það sorglegasta við þetta allt saman er það að börnin hafa dregist inní atburðarrás sem engin börn eiga þurfa að ganga í gegnum en því miður var það svo að ekki varð komist hjá því.
Þið fyrirgefið mér elskurnar hversu sundurlaus og óskýr þessi færsla, en því miður hvorki get ég né vil fara nánar útí þetta mál hér að svo stöddu.
Knús á ykkur elskurnar og megi helgin verða ykkur sem allra best
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fimmtudagur, 12. febrúar 2009
Burrrrrr það er kalt :(
Það að stíga út þegar svona rosalega kalt er þá langar manni bara helst að fara aftur undir sæng og vera þar þangað til það fer að hlýna, það er reyndar von á smá hlýindum á morgun og laugard en svo á að kólna aftur og ég sem er að fara bera út Fréttablaðið á morgnana með gaurnum mínum eftir helgi.
Já við ákváðum það að fara bera út, bæði til þess að hreyfa okkur aðeins og vinna sér inn smá aur í leiðini ekki slæmt. Annars hef ég voða lítið að seigja þessa dagana en einhvern vegin alveg þurrausinn af fréttum, finnst bara einhvern vegin að ekkert sé að ske hjá mér, enda byrjaði ég á því að tala um veðrið hehe.
Annars held ég að þetta sé mest megnis svona langþreyta hjá mér útaf svefnveseninu hjá kút en vonandi breytast það eftir helgi þegar ég er búin að fara til doksan hans og heyra hvað hann vill eða ætlar að gera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 10. febrúar 2009
Já það er kreppa...........
Í morgun fór ég að athuga með rúmgrind handa kút þvi rúmið hans var alveg að syngja sitt síðasta, fyrsti staður sem maður ævinlega kíkir á fyrst er RL búðin og jú það voru til alveg tvær heilar rúmgrindur og kostuðu þær á bilinu 17.000 til 25.000 utan við dýnu og botn, mér fannst það vera rán þannig að næst lá leið mín í fjölsmiðjuna og viti menn, þar fékk ég líka þessu fínu rúmgrind með botni á heilar 1.500 kr og var ég ekki lengi að fjárfesta í henni. Málið er nefnilega það að í fyrrasumar vildi mamma endilega fá sér nýja dýnu í sinn helming rúmsins og pabbi bauð mér dýnuna sem er alveg meiriháttar góð og er þetta dýna úr því sama og þeir nota hjá nasa, þannig að ég tímdi engan vegin að láta hana fara á haugana og þáði hana því. Rúmið sem kútur er hins vegar í er gjörsamlega farið á gormunum þannig að það var frábært að finna fyrir hann nýja grind.
Ekki gekk það eftir að fá fyrir hann svefnlyf í gær eins og ég ætlaði mér heldur þarf ég að gera svefnrit fyrst og á næsta mánudag verður svo tekin ákvörðun um það hvort hann þurfi lyf eða ekki, það togast á í mér tvær kenndir hvað það varðar, mest af öllu vildi ég óska þess að þessi elska þyrfti bara engin lyf, en því miður held ég að það verði langt í að sá draumur rætist ef hann rætist þá einhvern tíman.
Þessi elska mín tekur hin og þessi köstin þessa dagana og oft á tíðum útaf engu, nú í morgun tók hann kast vegna þess að hann var sannfærður um það að allir héldu að hann væri þroskaheftur og varð alveg brjálaður og kastaði hér hlutum útum allt, en sem betur fer þá náði ég að tala hann til og fór minn sáttur í skólan.
Annars erum við bara nokkuð góð hér á þessum bæ og lífið gengur sinn vanagang.
Knús á ykkur elskurnar mínar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 8. febrúar 2009
Skelltum okkur á Bingo.
Ég og krakkarnir tveir í gær, það byrjaði rosalega vel og fengu þau bæði Bingo í fyrstu umferð, en þar sem það voru margir með Bingo þá voru allir látnir draga spil og sá sem var með hæsta spilið fékk vinninginn og í þetta sinn var það títlan sem dró hæst þannig að mín hreppti bókina ostalyst 3, ofnhanska, gjafabréf frá Kjarnafæði og topperware ílát, þetta fannst minni nú ekki slæmt að græða eitthv svona, kútur fór nú samt sæll frá borði líka þvi hann fékk pepsi max og prins polo í aukavinning.
Þetta var alveg ótrúlega gaman því þarna var ég að fara með kút í fyrsta skipti á Bingo og var ég búin að útlista fyrir honum að það gætu ekki allir unnið, maður þyrfti líka að læra að tapa og jú hann tók því svona nokkurn vegin, alla vega betur en ég reiknaði með.
Eftir hlé var komin smá óróleiki í minn mann og hafði ég reyndar lúmskt gaman að því þegar hann fór að endurtaka þær tölur sem upp voru lesnar, eftir hverja tölu heyrðist frá okkar borði td B10 eða O75 eða eitthv á þá leið, hann var svona eins og bergmál fyrir hina hehe, mér fannst hann seigja þetta hátt og skýrt en það getur líka bara verið ég.
Eftir Bingo fórum við svo í afmæli hjá einni ungri dömu hér í bæ og þar var svo gúffað í sig alskyns góðgæti og þar sem kl var orðin það margt og allir saddir þá var kvöldmatur flautaður af, við skelltum okkur á videoleigu og leigðum okkur eina mynd og ég leyfði þeim að kaupa sér smá laugardagsnammi og síðan var haldið heim á leið, hent sér í náttföt og byrjað að glápa.
Bara frábær dagur og toppurinn á þessu öllu saman er það að kútur svaf í fyrsta sinn í langan tíma heila nótt sleitulaust og það alveg til 8.30 í morgun ÆÐISLEGT.
Knús á ykkur elskurnar mínar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 6. febrúar 2009
Langþráð helgi að byrja.
Það er langt síðan mig hefur hlakkað svona mikið til helgarinar eins og núna, að þurfa ekki að vakna kl 6 í tvo morgna ohhhh bara æði, kannski vakna ég nú samt kl 6 en ég get þó leyft mér að kúra lengur þessa morgna, er orðin svo óendanlega þreytt eftir þessa síðustu vikur og þá sér í lagi þessa sem er að líða núna.
Kútur er gjörsamlega að keyra mig og sjálfan sig í algjöran baklás með svefninn og ég er alveg að verða búin á því að vakna upp mörgum sinnum á hverri nóttu, en sem betur fer á ég símatíma hjá doksanum hans á mánudag og vona það af öllu hjarta að kútur verði settur á eitthv aftur til þess að sofa, nú er hann búin að vera svefnlyfjalaus hátt á þriðja mánuð þannig að það hlýtur að sýna sig nú að án lyfjana getur hann ekki verið.
Ég tel mig hafa verið alveg óendanlega duglega að halda þetta út svona lengi en nú er komið nóg, ég finn það að meira get ég bara ekki og hvað þá hann. Að sjálfsögðu hafa fylgt þessu kostir líka, það má ekki gleyma því, hann td hætti þessu veseni með að þurfa borða á frekar seint á kvöldin og eins varð hann opnari félagslega en reyndar líka svolítið agressívari, á orðið meira til með að pota og stríða öðrum og áráttuhegðuninn hefur snarversnað finnst mér.
Þessa dagana snýst allt um það að passa uppá að Jenny stingi ekki af út í hvert sinn sem hurð er opnuð, þá rýkur minn upp og stendur nánast á gólinu þangað til að hurð lokast aftur úfff.
Allt í einu tók svo hann uppá því að blóta eins og alversti sjóari og tvinnar stundum saman þvílíkum blótsyrðum að meira seigja ég roðna og kalla ég nú ekki allt ömmu mína.
Æji ég er bara rosalega þreytt eitthv í dag og vildi óska að ég gæti sofið í svona eins og 2 til 3 mánuði og endurnýjast þannig.
Heyrðu já svo er maður farinn á hanga á facebook og er bara virkilega gaman af því, er að detta um fólk sem ég hef ekki hitt í áravís og bara ferlega gaman að rifja upp gömul kynni við gamla vini, bara snilld þessi vefur.
ADIOS ELSKURNAR MÍNAR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu