Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Já það er kreppa...........

Í morgun fór ég að athuga með rúmgrind handa kút þvi rúmið hans var alveg að syngja sitt síðasta, fyrsti staður sem maður ævinlega kíkir á fyrst er RL búðin og jú það voru til alveg tvær heilar rúmgrindur og kostuðu þær á bilinu 17.000 til 25.000 utan við dýnu og botn, mér fannst það vera rán þannig að næst lá leið mín í fjölsmiðjuna og viti menn, þar fékk ég líka þessu fínu rúmgrind með botni á heilar 1.500 kr og var ég ekki lengi að fjárfesta í henni. Málið er nefnilega það að í fyrrasumar vildi mamma endilega fá sér nýja dýnu í sinn helming rúmsins og pabbi bauð mér dýnuna sem er alveg meiriháttar góð og er þetta dýna úr því sama og þeir nota hjá nasa, þannig að ég tímdi engan vegin að láta hana fara á haugana og þáði hana því. Rúmið sem kútur er hins vegar í er gjörsamlega farið á gormunum þannig að það var frábært að finna fyrir hann nýja grind.

Ekki gekk það eftir að fá fyrir hann svefnlyf í gær eins og ég ætlaði mér heldur þarf ég að gera svefnrit fyrst og á næsta mánudag verður svo tekin ákvörðun um það hvort hann þurfi lyf eða ekki, það togast á í mér tvær kenndir hvað það varðar, mest af öllu vildi ég óska þess að þessi elska þyrfti bara engin lyf, en því miður held ég að það verði langt í að sá draumur rætist ef hann rætist þá einhvern tíman.

Þessi elska mín tekur hin og þessi köstin þessa dagana og oft á tíðum útaf engu, nú í morgun tók hann kast vegna þess að hann var sannfærður um það að allir héldu að hann væri þroskaheftur og varð alveg brjálaður og kastaði hér hlutum útum allt, en sem betur fer þá náði ég að tala hann til og fór minn sáttur í skólan.

Annars erum við bara nokkuð góð hér á þessum bæ og lífið gengur sinn vanagang.

Knús á ykkur elskurnar mínarHeart

 


Skelltum okkur á Bingo.

Ég og krakkarnir tveir í gær, það byrjaði rosalega vel og fengu þau bæði Bingo í fyrstu umferð, en þar sem það voru margir með Bingo þá voru allir látnir draga spil og sá sem var með hæsta spilið fékk vinninginn og í þetta sinn var það títlan sem dró hæst þannig að mín hreppti bókina ostalyst 3, ofnhanska, gjafabréf frá Kjarnafæði og topperware ílát, þetta fannst minni nú ekki slæmt að græða eitthv svona, kútur fór nú samt sæll frá borði líka þvi hann fékk pepsi max og prins polo í aukavinning.

Þetta var alveg ótrúlega gaman því þarna var ég að fara með kút í fyrsta skipti á Bingo og var ég búin að útlista fyrir honum að það gætu ekki allir unnið, maður þyrfti líka að læra að tapa og jú hann tók því svona nokkurn vegin, alla vega betur en ég reiknaði með.

Eftir hlé var komin smá óróleiki í minn mann og hafði ég reyndar lúmskt gaman að því þegar hann fór að endurtaka þær tölur sem upp voru lesnar, eftir hverja tölu heyrðist frá okkar borði td B10 eða O75 eða eitthv á þá leið, hann var svona eins og bergmál fyrir hina hehe, mér fannst hann seigja þetta hátt og skýrt en það getur líka bara verið ég.

Eftir Bingo fórum við svo í afmæli hjá einni ungri dömu hér í bæ og þar var svo gúffað í sig alskyns góðgæti og þar sem kl var orðin það margt og allir saddir þá var kvöldmatur flautaður af, við skelltum okkur á videoleigu og leigðum okkur eina mynd og ég leyfði þeim að kaupa sér smá laugardagsnammi og síðan var haldið heim á leið, hent sér í náttföt og byrjað að glápa.

Bara frábær dagur og toppurinn á þessu öllu saman er það að kútur svaf í fyrsta sinn í langan tíma heila nótt sleitulaust og það alveg til 8.30 í morgun ÆÐISLEGT.

Knús á ykkur elskurnar mínarHeart 


Langþráð helgi að byrja.

Það er langt síðan mig hefur hlakkað svona mikið til helgarinar eins og núna, að þurfa ekki að vakna kl 6 í tvo morgna ohhhh bara æði, kannski vakna ég nú samt kl 6 en ég get þó leyft mér að kúra lengur þessa morgna, er orðin svo óendanlega þreytt eftir þessa síðustu vikur og þá sér í lagi þessa sem er að líða núna.

Kútur er gjörsamlega að keyra mig og sjálfan sig í algjöran baklás með svefninn og ég er alveg að verða búin á því að vakna upp mörgum sinnum á hverri nóttu, en sem betur fer á ég símatíma hjá doksanum hans á mánudag og vona það af öllu hjarta að kútur verði settur á eitthv aftur til þess að sofa, nú er hann búin að vera svefnlyfjalaus hátt á þriðja mánuð þannig að það hlýtur að sýna sig nú að án lyfjana getur hann ekki verið.

Ég tel mig hafa verið alveg óendanlega duglega að halda þetta út svona lengi en nú er komið nóg, ég finn það að meira get ég bara ekki og hvað þá hann. Að sjálfsögðu hafa fylgt þessu kostir líka, það má ekki gleyma því, hann td hætti þessu veseni með að þurfa borða á frekar seint á kvöldin og eins varð hann opnari félagslega en reyndar líka svolítið agressívari, á orðið meira til með að pota og stríða öðrum og áráttuhegðuninn hefur snarversnað finnst mér.

Þessa dagana snýst allt um það að passa uppá að Jenny stingi ekki af út í hvert sinn sem hurð er opnuð, þá rýkur minn upp og stendur nánast á gólinu þangað til að hurð lokast aftur úfff.

Allt í einu tók svo hann uppá því að blóta eins og alversti sjóari og tvinnar stundum saman þvílíkum blótsyrðum að meira seigja ég roðna og kalla ég nú ekki allt ömmu mína.

Æji ég er bara rosalega þreytt eitthv í dag og vildi óska að ég gæti sofið í svona eins og 2 til 3 mánuði og endurnýjast þannig.

Heyrðu já svo er maður farinn á hanga á facebook og er bara virkilega gaman af því, er að detta um fólk sem ég hef ekki hitt í áravís og bara ferlega gaman að rifja upp gömul kynni við gamla vini, bara snilld þessi vefur.

ADIOS ELSKURNAR MÍNARHeart


Fundur og læknisferð í dag.

Morgunin byrjaði á fundi í skólanum hjá kút, en þar mæti ég alltaf reglulega til ræða framvindu mála hjá honum. Eftir því sem mér skilst þá er það teymi sem vinnur með okkur búið að spýta í lófana og farið að krefjast þess að ég og kútur fáum þá þjónustu sem hann á rétt á og vona ég að eitthv gerist í þeim málum sem allra fyrst.

Næturnar fara bara versnandi hjá honum, nú er minn farinn að vakna svona um og uppúr miðnætti og er vaknandi á ca hálftíma fresti fram til svona 4 þá loksins nær hann tæplega 3ja tíma svefn áður en að hann er vakinn í skólan. Ekki veit ég af hverju hann lætur svona núna, jú kannski eru þetta breytingarnar hjá okkur og kostirnir eru þó þeir að hann er í næsta herb við mig og gæti ekki verið nær nema þá alveg inni hjá mér og þar sem ég er alltof fljót að gefast upp þegar ég er svona þreytt þá kemur hann uppí en í gærkv tók ég dýnu inná gólf hjá mér því ég get ekki og hann ekki heldur staðið í þessu allar nætur af hafa svefnin svona slitinn.

Enda sá og heyrði ráðgjafinn okkar þá vel á mér í morgun þar sem ég sagði og spurði um hluti sem ég hef fram til þessa látið kjurrt liggja, en einhvern vegin í dag þá bara vildi ég fá svör og jújú við sumu fékk ég svör en öðru ekki.

Ég get samt þakkað fyrir það að ég hef meiriháttar gott fólk með mér í þessari vinnu og er ég virkilega þakklát fyrir það, því án þeirra væri við ekki í svona góðum málum í dag og fara þau alltaf batnandi sem betur fer.

Svo var farið og gaurinn sóttur í skólan því hann þurfti að fara að láta fjarlægja 3 fæðingarbletti, ekki fyrir það að eitthvað væri að hjá honum heldur einfaldega vegna þess að þeir voru til óþæginda fyrir hann, svo er hann reyndar með 2 stóra á bakinu til viðbótar sem þarf að spá í hvort eigi að fjarlægja en það er ekkert sem liggur á.

Títlan min er að taka sig á bæði í skóla og heima við, ég þurfti að setja hana í straff í 2vikur þegar hún var öllu um koll að keyra, en sem betur fer tók hún því það alvarlega að hún er virkilega búin að vera að vanda sig undanfarið og nú er ég bara að hamra járnið meðan það er heitt svo allt falli ekki í sama farið aftur hjá henni.

Þið verðið að fyrirgefa elskurnar hversu löt ég er að kommenta hjá ykkur, reglulega kíki ég inn en er alltaf á þessari eilífu hraðferð og gef mér ekki tími til að kvitta, en ég mun reyna að bæta úr því á næstu dögum.

Knús á ykkur elskurnar.Heart


Er flutt JIBBÍ.

Og það er engin smá munur á því að fara úr 315 fm í 125 fm, en mér finnst það æðislegt, spáið bara í það hversu fljót ég verð að þrífa vá ekkert smá flott, svo ég tali nú ekki um það að vera laus við litadýrðina, hér er allt plain ljóst og eikarinnréttingar, bara æðislegt.

Búið er að tæma alla kassa utan við tvö sem tæmdir verða í dag og svo á bara eftir að ryksuga og skúra og hengja upp myndir og þá er allt búið Jey.

Hins vegar á ég eftir að þrífa hina 315fm og hlakkar mig ekkert sérstaklega til þess þó ég viti að það muni nú ekki taka neinn óratíma því ekki bjó ég nú svo lengi þar, en kannski fæ ég hjálp góðra vinkvenna minna og þessu verður bara hespað af á no time uhmm draumur, en ég veit að þessar elskur munu hjálpa mér ef að tími gefst til þess hjá þeim, þær eru nú búnar að vera svo yndislegar þessar elskur og allar gefið mér sinn tíma og komið hér og hjálpað mér að koma mér fyrir, takk elskurnar þið eruð æði.

Ég finn það hversu lýjandi það er orðið fyrir mig að vera á þessu brambolti með flutninga, bæði fyrir mig og börnin og ég seigji það satt að ég er orðin of gömul í þetta rugl og vil fara að festa okkur á sama stað og sem betur fer bendir allt til þess að svo geti orðið nú, það er ekki börnum bjóðandi að vera með þau á svona þvæling og mun ég nú gera allt sem á mínu valdi stendur til að þessu geti linnt.

Annars erum við bara nokkuð góð hér á nýja staðnum krakkarnir sáttir við sín herb, kúti reyndar gekk heldur erfiðlega að sofna í gærkv en vonandi er það nú bara svona own time only, því að hann verður að fara að sofa í sínu herb enda komin á 12 ár.

Knús á ykkur elskurnar Heart


Löt að blogga en sakna ykkar allra.

Nú fer að róast hjá mér aftur því vel hefur gengið hjá mér að flytja, yndisleg mágkona mín hefur verið mér innan handar og hjálpað mér mikið, takk elsku mágkona.

Málið með þetta eilífa flutningsbrölt á mér er einfaldlega það að í þetta sinn réðum við ekki orðið við leiguna þar sem allur pakkinn var komin uppí 180.000 og það er ekki manni bjóðandi þannig að ég sé mér ekki annað færten að flytja héðan og í töluvert ódýrara húsnæði, sem betur fer er það þó húsnæði sem mér stendur til boða að vera í til frambúðar ef ég kæri mig um og ég er alvarlega að hugsa um að taka því þegar þar að kemur, ég hef 1 ár til þess að hugsa mig og ef allri fjölskylduni líkar vel þarna þá er aldrei að vita nema maður kaupi sér búeturétt þarna, en það byggist nú líka svolítið á því hvort verðið lækki hjá þeim eins og er að gerast hjá öllum öðrum, ég vona það.

 Í dag er svo tekinn stefnan á að flytja eitthvað af stóru hlutunum og svo verður klárað á morgun, Tvær yndislegar vinkonur mínar eru búnar að bjóða fram aðstoð sína og þáði ég það með þökkum, eins mun einn bróðir minn hjálpa líka og gaurinn minn þannig að þetta ætti að ganga fljótt og vel fyrir sig.

Ég get alveg viðurkennt það að ég er orðinn hrikalega þreytt að þessu veseni með að vera alltaf að flytja og vildi ég óska þess að mínir fyrri leigusalar hefðu getað haldið sig við sinn saming okkar á milli þá væri ég ekki í þessari stöðu í dag, en svona er þetta þegar maður er að leigja á frjálsum markaði, það er ekki á allt kosið og af tvennu íllu er ég þó þakklát fyrir það að hafa ekki keypt mér fasteign þegar ég flutti heim frá Norge á sínum tíma, því þá hefði ég ekki boðið í ástandið í dag.

Sem betur fer þurfa krakkarnir ekki að skipta um skóla þar sem nýji skólinn er ekki tilbúinn því verið er að byggja hann þannig að rótið er sem betur fer minna fyrir vikiið.

Knús á ykkur elskurnar mínar og megi dagurinn verði ykkur yndislegurHeart


Já við skelltum okkar saman í bio

ég og kútur og fannst honum nú ekki leiðinlegt að fá einn tíma með mömmu sinni, hann er reyndar búin að vera ansi trekktur í gær og í dag, er að gefa frá sér alls kyns hljóð (eða óhljóð) fannst það algjört möst að henda poppi í stelpurnar á bekknum fyrir framan okkur en sem betur fer náði ég nú að stoppa það áður en það tókst. Hann þrufti líka að hlægja mann hæst í bioinu og endurtaka setningar sem sagðar voru í myndini og það ekki á lágu nótunum.

Annars erum við bara nokkuð góð hérna megin utan við eitt og annað sem ekki er skrifað hér. Á  morgun byrja svo flutningar eina ferðina enn, (já ég veit ) enda er ég að verða svo sjóuð í þessu að ég get pakkað og flutt sofandi, en vonandi er þetta næst síðasta skiptið sem ég flyt og já ég seigji næstsíðasta vegna þess að draumaíbúðinn er í byggingu og þangað vill ég fara þegar þar að kemur og þá verður það til frambúðar, annars gæti það allt eins farið svo að mér myndi líka svo vel í nýju íbúðini að ég verði bara þar áfram, því mér stendur það til boða en það mun allt skýrast á þessu ári.

Knús á ykkur elskurnar mínarHeart

 


Life is to short for drama & petty things, so laugh insanely, Love truly and forgive quickly'

Þar sem ég hef afskaplega lítið að seigja þessa dagana og neita að taka þátt í því brjálæði sem er allt í kringum okkur, þá ákvað ég frekar að deila því sem fallegt er. Ég er svo heppinn að eiga alveg dásamlega vinkonu og er það hún sem sér mér fyrir öllu þeim myndum og öðru sem ég set hér inn.

Takk takk elsku Sigga mín, þú ert langbest.

 

I Wrote Your Name...
 
I wrote your name on a piece of paper, but by accident I threw it away.

 
I wrote your name on my hand, but it washed away.

 
I wrote your name in the sand, but the waves whispered it away.

 
I  wrote your name in my heart, and forever it will  stay.

 

I believe in angels, the kind that heaven sends.

 

I'm surrounded by angels, but I call  them my best friends.

image003333343.gif

Thanks for being my friend!!

 

 


Come Smile With Me........So cute :)

These are seriously cute!!!!   You will smile...you just won't be able to help yourself!!!

image1.jpg

image2.jpg

image3.jpg

image4.jpg

image5.jpg

image6_777598.jpg

image7.jpg

image8.jpg

image9.jpg

image10.jpg

image11.jpg

image12.jpg

Don't take life too seriously, no one gets out alive!  


Bara hahahahahaha.

Tveir bankamenn stóðu og klóruðu sér í hausnum fyrir framan flaggstöng
þegar konu eina bara að. Spurði hverju þeir væru að velta vöngum yfir.
Aaaaa, við eigum að finna hæðina á stönginni en við erum ekki með neinn
stiga. Aaaaa, heyrðist frá konunni, opnaði tösku sína, tók út
skiptilykil, losaði stöngina upp, lagði hana niður, tók nú upp málband
og mældi stöngina: 5 metrar og 65 sentimetrar, og hélt hún síðan á
braut.

Eftir stóðu þeir félagar skellihlægjandi: Er þetta ekki dæmigert fyrir
konur, okkur vantaði hæðina en hún sagði okkur lengdina.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband