Leita í fréttum mbl.is

Átti yndislegan dag í gær.

Hér var stjanað við mig á hægri og vinstri eftir að dóttir mín elsta kom, ég var búin að bjóða henni og kannski nýjasta fjölskyldumeðlimnum í mat og það var bara yndislegt að fá þau. Ég fékk 3 blómavendi í tilefni dagsins frá börnunum mínum og svo gaf elsta dóttir mín æðislega bók sem heitir, Minnisbók, með ósk um yndislegt líf og í henni eru svona hin ýmsu spakmæli, alveg rosalega falleg bók og seigjir einmitt svo mikið um það hversu mikið dóttir mín elskar mömmu sína og vill að henni líði vel alla daga.

Hér var grillað og læri stungið í ofninn sem búið var að krydda einhverjum 2 dögum fyrr og svo var það látið malla við vægan hita í 5 tíma, bara nammi og svo lungnamjúkt að kjötið nánast datt af beinunum og með þessu öllu var svo öll hugsanleg meðlæti.

Ég elska það að hafa öll börnin mín í kringum mig sér í lagi vegna þess að elsta dóttir mín bjó ekki með okkur í norge og það er svo gott að hún geti labbað hér inn hvænar sem henni dettur í hug og ekki skemmir það að hafa eitt stykki dóttirdóttir með í för sem ég elska jafnmikið og börnin mín.

Svo fékk ég systurdóttir mína í heimsókn 13 ára gamla og það var bara æðislegt að fá hana, hún býr hjá pabba sínum og maður sér þessa elsku alltof sjaldan, en nú er von til þess að það breytist því ég gaf pabba hennar símanr mín og það er bara vonandi að hann hafi samb þegar þau eiga leið hér í bæinn.

Þessi elska er svona bland í poka eins og kútur hjá mér og hún er svo yndisleg og svo skrýtið sem það var þá náðu hún og kútur vel saman, hann meira að seigja bað um knús frá henni og það er eitthvað sem aldrei hefur gerst áður, hvorki við hana né nokkrun annan nema þá við okkur foreldra sína og svo jú við systkini en aldrei barn sem hann sér svona sjaldan, manni bara vöknaði um augu þegar hann labbaði til hennar og sagði......Fæ ég knús.....Bara dásamlegt.

Ég gæti alveg trúað því að hann sæji einhver samsem merki þeirra á milli því báðar þessar elskur bera það með sér að vera ekki eins og börn eru flest. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Yndisleg færsla Helga Mín, fékk tár í augun, ekki eins og börn eru flest, Helga mín þau sem eru ekki eins og flestir eru bestu ljósberar
sem fyrirfinnast og ber ætíð að koma fram við þau sem slík.
Ég er búin að eiga marga ljósbera sem vini í gegnum árin og núna á ég einn, í hvert skipti sem ég hitti hann þarf ég ekki að skapa mitt eigið ljós, hann gefur mér það.
                            Kærleikskveðjur til ykkar allra
                                   Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.5.2008 kl. 09:06

2 Smámynd: Helga skjol

Takk Milla mín, þetta er svo hárrétt hjá þér.

Helga skjol, 12.5.2008 kl. 09:40

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er svo yndælt að hafa öll börnin sín kring um sig Helga mín.  Þetta er falleg  færsla og gott að lesa, knús á þig inn í daginn mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2008 kl. 10:05

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Æts dúllurnar

Birna Dúadóttir, 12.5.2008 kl. 10:39

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Greinilega yndisleg helgin hjá þér, bara frábært.  Hafðu það gott mín kæra og vona að nýja vikan færi þér fleiri góða daga. 

Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 13:14

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

takk fyrir þessa færslu

Guðrún Jóhannesdóttir, 12.5.2008 kl. 13:21

7 identicon

góðan daginn mamma mín:* áttir allt dekur í gær skilið:*

þóranna (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 14:34

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.5.2008 kl. 16:23

9 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Anna Margrét Bragadóttir, 12.5.2008 kl. 16:27

10 Smámynd: Unnur R. H.

Unnur R. H., 12.5.2008 kl. 16:58

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 12.5.2008 kl. 20:32

12 identicon

þú átt svo yndisleg börn

Aníta (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband