Leita í fréttum mbl.is

Er að koma niður

af þvílíka spennufallinu eftir ástand undanfarnar vikur og endirnn varð sá í gær að ég brotnaði algjörlega niður, eftir að mælirinn fylltist hjá mér og sat ég hér og grét í 3 tíma og ætlaði aldrei að geta hætt, fallið varð svo svakalegt að í dag má ég ekki til þess hugsa sem gekk á hér í gær að þá fer ég aftur að gráta.

Það er nefnilega þannig að ýmislegt hefur gengið á í mínu lífi undanfarna mánuði sem ég hef ekki bloggað um hér og kem ekki til með að gera nema að parti, upp hefur safnast gríðarlega mikil spenna hjá mér sem mér hefur ekki tekist að losna við fyrren í gær þegar ég brotnaði niður að það losnaði um að hluta og var það bæði vont og gott, vont að því leytinu til að börnin horfðu uppá mig brotna niður en gott að því leytinu að það losnaði um spennu.

Að öðru leyti er hér allt í góðu, kútur er enn sáttur við sitt og títlan líka nema hvað að hún vill skipta um skóla og fara í skólan hér í hverfinu sem ég reyndar skil mæta vel þar sem hún er svo mikil félagsvera þannig að skólaskipti eru á umræðustiginu, ég er ekkert voða sátt við það að leyfa henni að skipta, en aftur á móti hefur hún góða aðlögunahæfni sem bjargar henni ansi oft, nú þegar er hún búin að eignast vinkonur hérna í hverfinu og vill að sjálfsögðu vera með þeim eftir skóla eins og gefur að skilja. Ég er alla vega búin að ræða við skólastjóra beggja skólana og þeir eru sammála um það að það myndi nú ekki reynast henni neitt hættulegt að skipta um skóla, en þá er það spurning um það hvort maður myndi þá ekki bara reyna að halda sig á brekkuni í framtíðinni, sér í lagi vegna þess að gaurinn fer náttúrulega líka í verkmenntaskólan næsta vetur og er hann einmitt hérna á brekkuni líka, þannig að kannski skiptir þetta ekki svo miklu máli.

Kútsins vegna skiptir þetta engu máli skólalega séð þar sem hann er í skóla útúr bænum og fer alltaf þangað með skólabíl sem keyrir útum allan bæ að sækir börnin í hans skóla, þannig að það yrði alla vega ekkert skólarót á honum alla vega. 

Ég var bara engan veginn að fatta það hversu mikið álag var orðið á mér, ég taldi mig nú með helv breytt bak en svo virðist ekki vera, enda hef ég orðið meirari og meirari með árunum, Það er gott að sumu leyti en alveg hrikalega erfitt að öðru.

Jæja elskurnar mínar nóg komið af væli í þetta sinn.

Megi vikan verða ykkur öllum góð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Helga mín það er allt í lagi að börnin viti hvernig manni líður, og gott að þú skildir fara að gráta og losa um spennuna.
Svo ert þú ekki að væla ljúfan mín segðu bara allt sem þú villt,
farðu vel með þig Elsku Helga mín.
Sendi þér orku og ljós.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.9.2008 kl. 18:33

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Flottust

Birna Dúadóttir, 9.9.2008 kl. 18:35

3 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Elsku Helga mín,það er gott að þú gast losað um spennuna,það gerir börnunum ekkert slæmt að sjá þig gráta.

Það er gott að þú ert komin í nýtt húsnæði,sem vonandi verður til þess að þú og börnin verði örugg.

Farðu vel með þig Helga mín.

Risa stórt knús á þig og þína

Anna Margrét Bragadóttir, 9.9.2008 kl. 18:39

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þetta sem skeði í gær er bara gott fyrir þig, þá ert þú búin að losa þig við eitt sem að þú áttir að gera fyrir löngu, þú veist hvað ég meina. Heyri í þér í fyrramálið elsku systir

Kristín Gunnarsdóttir, 9.9.2008 kl. 18:41

5 Smámynd: Ragnheiður

Börn mega alveg sjá mömmur gráta, gott að þú gast losað aðeins um og líður betur.

Knús á þig

Ragnheiður , 9.9.2008 kl. 20:03

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Kannski var bara gott að þú gast grátið og losað um uppsafnaða hluti, ef maður gerir það ekki þegar maður er undir álagi er hætta á að maður brotni...gangi þér vel með allt þitt..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.9.2008 kl. 21:30

7 Smámynd: Dísa Gunnlaugsdóttir

já eg er sammála henni stínu það var gott að þetta gerðist þú gast þá losað þig við þetta þarna sem hún var LAUNGU búin að segja þér að LOSA þig við þarna helvítins draslið sem eingin not eru fyrir þú skilur helga

Dísa Gunnlaugsdóttir, 9.9.2008 kl. 21:55

8 Smámynd: Anna Guðný

Jæja skvísa, held að þetta hafi nú bara verið eitthvað sem var ekki pláss fyrir en það tróð sér. Nú hefur þú búið þér til plás fyrir allt það jákvæða og skemmtilega sem er að koma inn í líf þitt.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 9.9.2008 kl. 22:40

9 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 03:04

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er betra fyrir börnin að sjá mömmu sína gráta en þau finni fyrir því að hún sé upptrekkt af spennu og vanlíðan. Gott að þú gast losað um.

Helga Magnúsdóttir, 10.9.2008 kl. 11:27

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sendi þér knús Helga mín.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.9.2008 kl. 16:59

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elsku Hjartans Helga mín mikið hefur þú haft það erfitt en það var gott að þú gast grátið til að losa við spennuna sem er búið er að hrjá þig ,börnin skilja mömmu sína. ég vona elskan að þér liður betur núna.

Ég sendi þér ljós til þín elsku Helga mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.9.2008 kl. 17:39

13 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Ó hvað ég skil þig, þegar að mælirinn allt í einu fyllist. hef sjálf upplifað það ,, þetta er ekkert auðvelt fyrir mann að viðurkenna sína uppgjöf á endanum, maður sem ætlaði að hafa svo breytt bak ......  Gangi þér sem allra , allra best áfram.  Mundu að við erum til fullt af fólki, þar sem að mælirinn fyllist stöku sinnum.    Enn svo er bara að reyna að  halda áfram   Hugsa til þín

Erna Friðriksdóttir, 10.9.2008 kl. 20:00

14 identicon

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 20:13

15 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 11.9.2008 kl. 23:52

16 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 12.9.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband