Leita í fréttum mbl.is

Það er ekki svo lítið sem gengur á hjá manni stundum.

Síðustu tveir dagar hafa verið býsna strembnir hjá mér svo ekki sé meira sagt. Fyrst var það einstaklingur sem ég þekki mjög vel sem fór í aðgerð í gær en sem betur fer gekk það allt saman mjög vel, sem betur fer.

En svo seinni partinn í gær varð kallinn minn fyrir vinnuslysi þar sem hann er að vinna útá landi og var lagður inná sjúkrahús þar, en svo var tekið á það ráð að senda hann með sjúkrabíl hingað norður í dag því það var ekki hægt að gera meir fyrir hann þar sem hann var. Þannig að í dag er ég búin að fara tvær ferðar uppá FSA og á eftir að fara þá þriðju í kvöld, þannig að það er nóg að gera á þessum bæ eins og venjulega.

Enn sem komið er, er ekkert vitað hvað gert verður við kallinn, hann var í sneiðmyndatöku áðan og er ég nú að bíða eftir útkomu út þeim.

Málið er það að hann er að bisast við að opna einhverja heljarinar hurð á flugvalla skýli sem sat föst og eftir því sem ég kemst næst þá gaf hurðinn sig það snögglega að hún fór beint í lærið á honum og skilst mér að lærvövðinn hafi rifnað og það alla leið uppí nára, annað veit ég ekki en vona svo sannarlega það besta.

Ætli endirnn verði ekki sá að þeir báðir verði á sömu stofu, ég vona það, það er að seigja ef hann þarf að liggja eitthvað inni.

Annars hefur salan gengið mjög vel að mínu mati á jóladótinu og reyndar mikið betur en ég þorði að vona, þar sem þetta er ekkert auglýst nema hérna inni.

Í dag er svo mágkona mín að selja niðurá Glerártorgi leirvörur sem hún býr til og eru þvílíkt flottar hjá henni og á mjög svo sanngjörnu verði og jóladótið fær að fljóta með.

Stefnan var nú tekin á að standa þarna eitthvað með henni eða leysa hana af en ég sé ekki frammá það að getað það miðað við það sem gengur á hérna, ætli ég verði ekki meira og minna uppá FSA næstu daga, ég hugsa það.

But on til next my darlings. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Æ, aumingja karlinn þinn. Sendi honum batakveðjur.

Helga Magnúsdóttir, 4.12.2008 kl. 17:44

2 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Hvurslags er þetta, allt getur nú gerst.  Vonandi  gengur þeim báðum vel að ná bata. Ég sá aldrei svar frá þér hvort ein kúlan hefði verið með húnverskri kirkju. Ljós og kærleikur til þín og þinna..

Sigríður B Svavarsdóttir, 4.12.2008 kl. 17:57

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, slæmt að heyra af kallinum þínum, vona að þetta lagist. Kær kveðja á Eyrina.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.12.2008 kl. 18:20

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Æts greyið

Birna Dúadóttir, 4.12.2008 kl. 18:57

5 identicon

Ái .Vonandi batnar kallinum þínum fljótt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 20:50

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Það er ekki eitt heldur alt elsku sys. Bið að heilsa á sjukrahusið

Kristín Gunnarsdóttir, 5.12.2008 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband