Leita í fréttum mbl.is

Ljúfur Sunnudagsmorgun

Og vonandi get ég slappað af í dag, vonandi er brjálsemini að ljúka, bílinn minn hefur ekki einu sinni náð að kólna á milli túra síðustu 3 eða 4 daga og bensínálinn stoppar stutt við á hverjum stað.

Annars eru allir á þessu heimili í þokkalega góðum gír, kúturinn minn er að vísu ennþá að ströglast með svefninn sinn og á hann það til að vaka langt framyfir miðnætti sum kvöld, en ég vona bara að þetta fari að lagast.

Búið er að taka þá ákvörðun að títlan mín fer aftur í sinn gamla skóla eftir áramót, eftir samtöl milli skóla og svo mín og beggja skóla sáum við frammá það að svona getur þetta ekki gengið lengur, þessari elsku hefur nú aldrei þótt gaman að gera heimanámið sitt, en síðan hún fór í nýja skólan snarversnaði það til muna og hún missti algjörlega allan áhuga á öllu sem heitir heimanám því dagarnir fóru í það að velta vöngum yfir því hver gæti leikið þann daginn.

Ég er búin að sjá það hversu mikið þetta allt saman getur tengst, heimanám og leikur, því þessa mánuði sem hún hefur verið í nýja skólanum, hefur allt farið niðurá við hjá henni, þetta seigjir mér það að andleg vanlíðan getur aldeiis dregið stóran dilk á eftir sér. En í dag er ég bjartsýn og jákvæð á það að þetta muni allt lagast þegar hún er komin í sitt gamla umhverfi aftur.

Gaurinn minn er í góðum gír líka og ég seigji það satt að ég veit ekki hvar ég væri ef hann nyti ekki við, það sem þessi elska gerir ekki fyrir mömmu sína, það er ótrúlegt og þá er ég að tala um hreinlega allt, hér þarf ekkert að rífast eða skammast, heldur duga falleg orð okkar á milli, ef ég td bið hann um að koma ekki seint heim þá er það bara sjálfsagt mál, hann spyr um allt það sem hann veit að mér þykir miður, spyr mig hvort mér sé sama ef hann gerir þetta eða hitt.

Um daginn áttum við mjög gott samtal þar sem farið var yfir stöðu mála bæði hvað varðar nám og leik og þessi elska er alltaf svo tilbúin að hlusta og tílbúin að fara eftir því sem honum er sagt, ég líka er óspör á hrósin við hann og óspör á að þakka honum fyrir allt það sem hann gerir.

Æji hann er bara svo mikið yndi þessi elska mín og svo þroskaður miðað við 15 ára gaur, hann bað mig td um daginn að kenna sér á þvottavélina og þurrkarann svo hann gæti létt undir með mér á því sviðinu, í fyrrakv kom hann til mín og bað mig um strauboltan og strauborðið því hann var að fara strauja af sér skyrtu, geri aðrir betur 15 ára.

Megi þið öll sem eitt eiga yndislega ljúfan Sunnudag það ætla ég að gera.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 7.12.2008 kl. 09:39

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þú ert rík,að eiga svona yndisleg börn

Birna Dúadóttir, 7.12.2008 kl. 09:59

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið er gott að heyra að títlan litla fær að fara aftur í gamla skólann, það er svo óendanlega mikils virði að þau þrífist í skólanum, og njóti sín.  Til hamingju með það.

Og ennþá skemmtilegra er að heyra af syninum, hvað hann er hugsunarsamur, það er eitthvað svo fallegt við það að fá að læra á þvottavélina og þurrkarann til að geta létt til með mömmu. Knús ogkærleikskveðja elsku Helga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2008 kl. 11:04

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að heyra svona góðar fréttir af ykkur, þegar maður er í góðu sambandi við börnin sín, þó svo kannski leiki ekki allt í lyndi út á við, þá er maður heppinn 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2008 kl. 12:12

5 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 12:48

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Svei mér þá, þú gætir verið að lýsa mínum 15 ára. Hann er ekkert nema elskulegheitin og tillitssemin og þvílíkur ljúflingur að annað eins hefur varla sést. Nema þetta með þvottinn. Pabbi hans sér um það.

Helga Magnúsdóttir, 7.12.2008 kl. 17:36

7 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Frábær strákur

Hafðu það gott Helga mín og farðu vel með þig

Anna Margrét Bragadóttir, 7.12.2008 kl. 22:33

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.12.2008 kl. 22:42

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Yndislegur drengur Eigðu góðan dag Helga mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.12.2008 kl. 12:24

10 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Fegurð og kærleikur til þín Elskuleg.

Sigríður B Svavarsdóttir, 8.12.2008 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband