Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 6. desember 2008
Stundum þyrfti sólarhringurinn að vera lengri.
Undanfarna daga hefur verið svo mikið að gera hjá mér að það hálfa væri hellingur. Það er búið að vera stússast með jólavörurnar ásamt því að vera á endalausum hlaupum á sjúkrahúsið, hef ég farið 3 ferðir á dag síðustu 2 daga þangað til þess að kíkja á kallana mína sem þar liggja, sem betur fer lentu þeir saman á herb þannig að ég næ alltaf að slá tvær flugur í einu höggi.
En dagurinn í gær fór í það að héðan var farið út kl 7.40 og seigja má að ég hafi varla komið heim til mín fyrren kl 21.00 í gærkv, það var byrjað á því að koma krökkonum í sína skóla svo var farið í klippingu og litun hjá einni góðri vinkonu, eftir það var farið og borgað nokkra reikn, og svo á FSA, þá tók við að safna saman 2 af 3 börnum og farið í bleika svínið þar sem jólinn voru kláruð matarlega séð.
Eftir það var farið að leita uppi gaurinn svo hann kæmist í jóla klipp og lit og eina ferð enn á FSA, jú ég komst heim með vörurnar og gekk frá þeim, enn og aftur var haldið af stað og nú að kaupa 2 síðustu jólagjafirnar og svo gefið hópnum mínum að borða og aftur var rúllað af stað, en nú var farið með títluna á skautadiskó og á meðan var hangið, já þið getið ekki ímyndað ykkur það, jú mikið rétt á FSA.
Svo loksins kl 21 komst ég heim ,henti mér í náttfötinn og ætlaði nú heldur betur að glápa á imban en nei ekki aldeilis, allt lokað og læst þrátt fyrir að ég hafi borgað mitt um hádegi þá var allt læst, nú ég byrja á því að hringja og vita hverju þetta sætti og eftir litlar 50 mín bið fékk ég loks samb og þá kom í ljós að lykillinn sem ég er með er bara alls ekki skráður á mig, heldur elstu dóttir mína og það hafði gleymst að hafa nafnabreytingu og ég borgað af gamla lyklinum sem ég er ekki með lengur hehe, en sem betur fer reddaðist þetta allt saman og allt var opnað fyrir mig.
Þið verðið bara að fyrirgefa mér þó ég gefi mér ekki nægan tíma til að kvitta hjá ykkur öllum en ég kíki nú á ykkur öll elskurnar mínar.
Knús á ykkur inní góðan Laugardag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 4. desember 2008
Það er ekki svo lítið sem gengur á hjá manni stundum.
Síðustu tveir dagar hafa verið býsna strembnir hjá mér svo ekki sé meira sagt. Fyrst var það einstaklingur sem ég þekki mjög vel sem fór í aðgerð í gær en sem betur fer gekk það allt saman mjög vel, sem betur fer.
En svo seinni partinn í gær varð kallinn minn fyrir vinnuslysi þar sem hann er að vinna útá landi og var lagður inná sjúkrahús þar, en svo var tekið á það ráð að senda hann með sjúkrabíl hingað norður í dag því það var ekki hægt að gera meir fyrir hann þar sem hann var. Þannig að í dag er ég búin að fara tvær ferðar uppá FSA og á eftir að fara þá þriðju í kvöld, þannig að það er nóg að gera á þessum bæ eins og venjulega.
Enn sem komið er, er ekkert vitað hvað gert verður við kallinn, hann var í sneiðmyndatöku áðan og er ég nú að bíða eftir útkomu út þeim.
Málið er það að hann er að bisast við að opna einhverja heljarinar hurð á flugvalla skýli sem sat föst og eftir því sem ég kemst næst þá gaf hurðinn sig það snögglega að hún fór beint í lærið á honum og skilst mér að lærvövðinn hafi rifnað og það alla leið uppí nára, annað veit ég ekki en vona svo sannarlega það besta.
Ætli endirnn verði ekki sá að þeir báðir verði á sömu stofu, ég vona það, það er að seigja ef hann þarf að liggja eitthvað inni.
Annars hefur salan gengið mjög vel að mínu mati á jóladótinu og reyndar mikið betur en ég þorði að vona, þar sem þetta er ekkert auglýst nema hérna inni.
Í dag er svo mágkona mín að selja niðurá Glerártorgi leirvörur sem hún býr til og eru þvílíkt flottar hjá henni og á mjög svo sanngjörnu verði og jóladótið fær að fljóta með.
Stefnan var nú tekin á að standa þarna eitthvað með henni eða leysa hana af en ég sé ekki frammá það að getað það miðað við það sem gengur á hérna, ætli ég verði ekki meira og minna uppá FSA næstu daga, ég hugsa það.
But on til next my darlings.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 1. desember 2008
Jæja þá verður leyndóinu uppljóstrað.
Með tilheyrandi myndum. Alla vega þá erum ég og mágkona mín að fara selja þessar vörur, alla vega fram að jólum og kannski lengur, því það er miklu meira í boði heldur bara jóladót, td flest allar kirkjur landsins, við byrjum svona og sjáum hvert það leiðir okkur.
Í kvöld verður opið hús hjá mér og þeir sem sjá sér fært að koma og skoða flottheitinn geta sent mér skilaboð hérna og ég mun senda viðkomandi heimilsfangið mitt.
En hér kemur brot af þeim vörum sem við erum með núna og svo í lokin eru nokkrar myndir af mínu skrauti bara svona til gamans.
ENJOY.
Þetta er kertabjalla þar sem sett er í kerti og kemur mjög falleg birta af því.
Jólatréstoppar í 2 stærðum og svo jólakúlur, þær eru til í 3 stærðum og allar til þess vel fallnar að hengja útí glugga.
Jólakúla hangandi á statíf sem við erum að fá líka og að aftan stendur gleðileg jól. Hrikalega flott.
Kertaskálaljós í 2 stærðum.
Þessar eru geggjaðar, þær eru málaðar með íslensku jólasveinana og eru bara hreint út sagt æði. Þetta er Hurðarskellir og eru þær allar merktar með nöfnum, ég bara náði því miður ekki nógu góðri mynd af sveininum sjálfum því ég hafði engan til þess að halda við kúluna fyrir mig.
Þetta er hann Giljagaur.
Fleiri skrautkúlur til að hengja í glugga eða hvar sem er.
Eftir því sem ég kemst næst eru allt handmálað af mæðgum í Póllandi, þannig að eingar tvær kúlur eru eins.
Svo í lokin smá frá sjálfri mér þar sem ég er nú antijólisti dauðans hehe (eða þannig).
Og svo risastóri jólasokkurinn minn, sem ég hef reyndar aldrei fengið neitt í.
Jájá ég veit, ég veit, að stofan mín er rauð hehe, nenni bara ekki að mála þar sem ég er að leigja hérna hehe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Mánudagur, 1. desember 2008
Bara mont og ekkert annað og það á Mánudagsmorgni.....
Mæðgurnar mínar skelltu sér í myndatöku og ég bara verð að sýna ykkur afraksturinn af því.
Er hægt að vera fallegri, ég held ekki.
Þær eru svo yndislegar þessar elskur.
Ég má líka til með að monta mig á því að á Föstud tók ég Birtuna með mér á Glerártorg og þegar við erum kominn útí bíl, spyr ég hana hvort hún vilji horfa á Mamma mía með ömmu og krökkunum þegar við komum heim, byrjar þá ekki þessi litla kona að syngja lagið mamma mía og gerði það listavel, svo þegar mamma hennar kom að sækja hana eftir vinnu þá seigji ég við Birtu, hvað varstu að syngja fyrir ömmu í bílnum, þá hefur mín upp sína rödd aftur og söng nú fyrir mömmu sína og ég var svo heppinn að ná að taka þetta uppá á símann minn og nota þetta nú sem hringitón. Bara snilld þetta barn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 30. nóvember 2008
Ég fékk extra skugga.
Kútur er alveg að tapa sér þessa dagana í áráttu og kvíðahegðun, alla helgina er hann búin að fylgja mér eins og skugginn og hefur ekki mátt af mér sjá. Það gekk svo langt í gærkv að gaurinn mátti ekki fara út og títlan ekki heldur, en hún ætlaði að gista hjá vikonu sinni.
Þegar svona er ástatt fyrir honum verð ég svo hryllilega þreytt að það hálfa væri nóg, meira að seigja það að ef ég þurfti að skreppa eitthv út varð hann að koma með mér, sem er reyndar jákvætt því hann vill helst ekkert fara, en þetta er reyndar skammgóður vermir þar sem nánast allan tíman sem við erum utan dyra er suðað um að fara heim, nema áðan þegar við kíktum til bróðir míns og mágkonu þá var allt í lagi því þar gat hann horft eða spilað þannig að þar fékk ég frið.
Að öðru leyti er þetta búið að vera afskaplega góð helgi, við erum búin að kúsa okkur yfir myndum bæði kvöldin og haft nammi með og snakk þannig að það er fínt.
Á morgun mun ég svo kannski uppljóstra smá leyndó hérna inni, ef allt gengur að óskum, en það fæddist viðskiptahugmynd hjá mér og mágkonu minni fyrir helgi, sem við þegar hentum í framkvæmd og á morgun verður vonandi hægt að auglýsa það hérna sem og annars staðar. Alla vega er ég sannfærð um að þetta mun lukkast vel hjá okkur ef allt gengur að óskum.
On til next my darlings
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 29. nóvember 2008
Laugardagur til lukku (eða er það ekki)
Hér er búið að vera setja upp fleiri jólaljós ( ég veit ætlaði að hafa það í minni kantinum) en þar sem ég er jólasjúk í meira lagi þá bætti ég við seríum í alla glugga. Á fimmtudag tók ég svo allt skrautið mitt upp og pakkaði niður hverdagsdótinu og það besta við það er að ég á meira af jólaskrauti en hversdagsdóti, jóla dótið fyllir 14 bananakassa meðan hversdagsdótið fyllir þá 8 hehe, er maður nokkuð jólasjúkur.
Þannig að inná mínu heimili er orðið lítið jólaland og mér finnst það æði.
Kútur er aðeins að koma til með svefninn, að vísu var síðasta nótt mjög erfið hjá honum og svaf hann mjög ílla framan að, en svo loksins þegar hann náði almennilegum svefni svaf minn til 10.20 og hefur það aldrei gerst á hans ævi fyrr.
Ég tók þá ákvörðun þegar efnahagur landsmanna hrundi að passa mig á því að taka það ekki inná mig, ég hef reynt að forðast fréttir eins mikið og ég get en auðvitað kemst ég ekki hjá því að finna fyrir þessu eins og allir aðrir. Oft hef er verið alveg við það að brjálast en sem betur fer hef ég náð að snúa mér útúr því í tíma, því ég veit að það hjálpar mér ekkert að missa stjórn á skapi mínu fyrir aulahátt ríkisstjórnar og einhverra útrásarvikinga sem grætt hafa á tá og fingri.
Ég reyni af öllum mætti að halda í það jákvæða og trúa því að ástandið komi til með að lagast og það fyrren seinna, því ekki get ég látið þetta ástand stjórna öllu mínu lífi, ég þakka bara fyrir það að hafa ekki fjárfest í íbúð í fyrra þegar ég flutti heim.
Ég skal og ætla komast heil frá þessu og það vona ég svo af öllu hjarta að það sama eigi við um alla landsmenn.
Annars bara góð og ætla að kúsa mig með börnunum í kvöld og horfa á fred claus jólamynd sem ég fjárfesti í áðan í Bt því þeir voru að opna aftur í dag.
Megi kvöldið og morgundagurinn verða ykkur öllum sem allra bestur, því þannig vel ég að hafa það hjá mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 29. nóvember 2008
Kúsustund á laugardagsmorgni
Þar sem þið eruð öll sem eitt svo yndisleg og þar sem okkur veitir svo sannarlega ekki af því að sjá eitthvað fallegt og bjart þá ætla ég að setja hér inn Engla sem ég fékk senda um daginn.
Þær eru bara of fallegar þannig að um að gera að leyfa sem flestum að njóta þeirra ekki satt.
Knús á ykkur elskurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Burrr skítaveður
Já hér er bara ömurlegt skítaveður og langar mig ekki mikið út í þetta veður og ætla að vona að ég þurfi þess ekkert í dag.
Kúturinn minn er búin að vera drepast í hausnum og varð hann svo slæmur í gær að hann ældi, ég held að þetta séu fráhvarfseinkenni hjá elskuni litlu þannig að ég ákvað að halda honum heima í dag.
Títlan mín er líka lasinn en á annan hátt þó, hún er með bullandi hálsbólgu og hitavellu og var orðinn þrælslöpp í gærkv þannig að hún er líka heima og var sko ekki sátt með það, þrátt fyrir að henni finnist skólinn ömurlegur þá vill þessi elska samt mæta alla vega svona oftast nær.
Títlan skellti sér á félagsvist ásamt elstu minni í skólanum í gær og þar spilaði mín í fyrsta sinn vist en viti menn, mín gekk út með fyrstu verðlaun og kom heim með þessa líka fínu bók, algjör snillingur þessi elska.
Svo í dag á bara að reyna að kúsa sig innan dyra og föndra eitthvað með börnunum og kannski að búa til eins og eitt Piparkökuhús með þeim.
Knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Bara frábært og yndislegt
hjá þeim skipverjum á Þerney og mættu fleiri taka sér þetta til fyrirmyndar.
Til hamingju Mæðrastryksnefnd.
![]() |
Gáfu Mæðrastyrksnefnd ferðasjóðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Og ég gafst upp........................
og tók á það ráð að tala við skólastjóra beggja skólana og tóku þeir báðir afskaplega vel í það að leyfa títluni að flytja sig um set og fara í sinn gamla skóla aftur, þetta er reyndar ekki orðið 100% ennþá en verður það nú fyrir vikulok.
Auðvitað togast á í manni í báðar áttir hvort maður sé að gera rétt eður ei, en hennar vegna held ég að ég sé að gera rétt. Ég veit alla vega það að verra getur það ekki orðið í nýja ( gamla ) skólanum.
Þarna kemur hún til með að geta verið meira með sinum vinkonum og kannski af og til eitthvað fram eftir degi, svol að ég vona að hennar líðna fari batnandi.
Ég finn gríðarlega mikla breytingu á kút eftir að svefnlyfinn voru tekinn af honum, hann er mun áhværari á morgnana og kvöldinn þegar hin lyfinn eru að renna af honum en ég vona þetta sé nú bara eitthvað sem svo lagast því hugsanlega geta þetta verð þáttur í fráhvarfseinkennum hjá honum, þegar lyfið er að fara úr kroppnum hans.
Hann sem betur fer sofnaði fyrir miðnætti í gærkv og er það þó skömmini skárra heldur en 3 eða 4 að nóttu til.
Annars er ég bara nokkuð góð og vonandi er að lífið fari að falla í betri og fastari skorður hjá okkur hér á þessu heimili.
Knús á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
anitabjork
-
fanneyunnur
-
villinor
-
unns
-
jyderupdrottningin
-
dora61
-
mammann
-
helgamagg
-
heidihelga
-
tigercopper
-
ernafr
-
annambragadottir
-
daudansalvara
-
ringarinn
-
jodua
-
jonaa
-
ingabaldurs
-
skrifa
-
tofraljos
-
katlaa
-
katja
-
hugs
-
lady
-
skelfingmodur
-
mammzan
-
ylfamist
-
huldumenn
-
skessa
-
tungirtankar
-
hallarut
-
gurrihar
-
nanna
-
helgadora
-
godinn
-
skordalsbrynja
-
thelmaasdisar
-
rannveigmst
-
ipanama
-
benna
-
ragnarfreyr
-
almaogfreyja
-
jensgud
-
stebbifr
-
berglindnanna
-
dofri
-
olinathorv
-
jahernamig
-
gerlas
-
steinunnolina
-
eddabjo
-
ellasprella
-
sirrycoach
-
bryndisfridgeirs
-
smjattpatti
-
asdisran
-
bifrastarblondinan
-
svanurg
-
stina-sig
-
brandarar
-
ragnhildur
-
leoros
-
saedishaf
-
solskinsdrengurinn
-
dagny65
-
topplistinn
-
holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu