Leita í fréttum mbl.is

Ja hérna komnir hátt á 10 mánuðir

síðan síðast,en nú er ég sem sagt kominn aftur og ætla að reyna fyrir mér í bloggheimum,en við erum semsagt flutt klakan eftir 4ra ára fjarveru og mikið ofsalega gott er að koma heim aftur enda hér ætla ég að vera.það hefur ýmislegt gengið á en sem betur fer að mestu leyti gott.

Eitt af mínum 4 börnum á við miklar raskanir að stríða og má þar nefna ofvirkni með athyglisbrest,misþroskaþrjóskuröskun,einhverfu,geðhvarfsýki og braderwilly heilkenni sem reyndar er ekki kominn fullnaðar greining á enn en það er verið að vinna í henni nú.Eins má nefna verulega sjónskerðingu, lesblindu,heyrnaskerðingu og hreyfi geta ekki á við 10 ára gamalt barn,þessi elsku litli drengur minn er samt sem áður ljósið í lífi mínu því ljúfara barn er erfitt að finna svo framarlega sem hann verði ekki fyrir áreiti en þá mega allir biðja guð að hjálpa sér.

Við vorum svo ofsalega heppinn þegar við fluttum heim frá norge að þá var nánast strax byrjað að vinna með hann og fékk hann m.a inngöngu í hlíðarskóla sem er sérskóli fyrir börn með hin ýmsu vandamál og er ég alveg ofsalega þakklát fyrir það,þó ekki sé langt liðið á skólaárið hafa framfarir hans verið með ólikindum á mörgum sviðum og má það þakka alveg frábæru starfsfólki skólans,við nefnilega vorum svo óheppinn úti að við einhvern veginn lentum á svokölluðu gray zone hjá þeim og þ.a.l var lítið sem ekkert gert fyrir hann þar,en nú er sem betur fer  annað  uppá teningnum.

Ætli ég komi ekki til með að fjalla sem um þessa elsku hérna því að oft á tíðum þarf maður að geta losað um hnútana sem myndast í maga manns þegar hlutirinr ganga ekki eins og maður óskar.

við kveðjum að sinni.

Helga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband