Leita í fréttum mbl.is

Þá er það liðið

árið 2007,það endaði svosem ekkert sérstaklega vel hjá mér,tókst að ná mér í einhverja andsk pesti á jóladag og var lasinn frammá nýjársdag og þetta er ein sú furðulegasta pest sem ég veit um,einn daginn er ég mjög slöpp og æli og með dúndrandi hausverk og líður alveg hörmulega en næsta dag var ég þokkaleg svona gekk þetta í heila viku og mér og minni fjölskyldu var nú alveg hætt að litast á blikuna,en nú sem betur fer hef ég átt 2 góða daga og ég vona bara að þeir verði fleiri.

Ég er búin að vera velta vöngum yfir síðasta ári og ég get ekki annað sagt en að árið 2007 sé eitt besta árið mitt í ég veit ekki hvað mörg ár,það gekk bókstaflega allt upp hjá mér sem ég ákvað,eða svona hérumbil ég flutti hingað heim í júni og er það sjálfsagt ein skynsamlegasta ákvörðun sem ég hef tekið um ævin,ég sé það núna eftirá hvað ég og sérstaklega gaurinn minn 14 ára áttum orðið erfitt í norgeinu,í huga mínu er það bara einfaldlega svoleiðis að vð hefðum visnað upp og dáið bæði 2 ef við hefðum ekki komist heim,og ég gerði mér alls ekki grein fyrir þvi hversu ílla við vorum farinn andlega fyrren að birta fór til hjá okkur hérna heima.

Hann elskan mín kom útúr skápnum aðeins 14 ára gamall og gat loksins farið að vera hann sjálfur og sætt sig við að vera samkynhneigður og um leið og það gerðist þá hætti allt einelti sem var að byrja hér heima því að svo skrýtið sem það er þá virtust allir sjá það að hann væri samkynhneigður og margir hverjir ætluðu sér að reyna að brjóta hann niður en þegar gaurinn kom hnarreistur útúr skápnum þá var bara ekkert gaman hjá hinum og þeir höfðu enga ástæðu lengur til þess að núa honum þessu um nasir,sumir hverjir ætluðu að ganga svo langt að nota hundinn okkar gagnvart honum eingöngu vegna þess að þetta er millistærð af hundi en ekki einhver hrikalegur boli,hann fékk leyfi til þess að kaupa sér huns fyrir fermingarpeningana og með smá hjálp frá okkur hinum og fyrir valinu varð ameríkan cokker spaniel lítil sæt tík sem fékk nafnið Jenný og við sjáum sko alls ekki eftir því.

litli kúturinn þessi 10 ára var svo heppinn að vera tekinn inn í hlíðarskóla í frystu atrennu þegar ég sótti um og er hann þar enn,framfarir hjá honum eru bara rett og slett KRAFTAVERK því að í norge var hann látinn þjösnast í námsefni fyrir 2 bekk frá því hann var í þeim bekk sem sagt í 3 ár og náði nákvæmlega engum árangri þar,hins vegar eftir að heim var komið tók hann þvílíkum breytingum að það er með hreinum ólíkindum og er nú unnið ötullega að því að hann samræmist sínum aldri í námi eins og kostur gefst og getan leyfir.

litla títlan á bænum 9 ára er samkvæm sjálfri sér og ætlar sér stóra hluti alltof ung,hún hefur tekið þann pólinn að taka þennan 14 ára sér til fyrirmyndar og vill fá að gera allt eins og hann og nefnir hann óspart þegar henni er bannað eitt og annað það er nefnilega svo skelfilega erfitt að vilja flýta sér að verða fullorðinn en vera bara 9.

Ég hef orðið þess aðnjótandi að kynnast litlu elskuni minni barnabarninu síðustu 6 mán og það er alveg frábær upplifun,hún er svo skýr og það er svo gaman að fá að taka þátt í hennar lífi,hún er mjög fljót til að læra og það er svo gaman að kenna henni,foreldrar hennar gera eins og allir aðrir foreldrar að kenna henni hvað dýrinn seigja sem gekk mjög vel þannig að amma ákvað að kenna henni hvað amma seigjir og alltaf þegar ég spyr.. birta hvað seigjir amma þá byrjar mín á því að seigja voff voff og þá þarf ég að seigja nei hvað seigjir amma og þá kemur ádtin mín (ástín mín) og þetta vekur alveg ómælda lukku sér í lagi vegna þess að kanski finnst henni amman gelta aðeins of mikið hehehehe nei ég seigji bara svona en þetta sýnir alla vega að hún er með humorinn á réttum stað þegar stríða á ömmu sinni,rétt að verða 2ja ára eftir 8 daga.

Þannig að á heildina litið er árið 2007 búið að vera DÁSAMLEGT. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jac Norðquist

Gleðilegt nýtt ár Helga, Villi og Fjölskylda... (vona að kortið hafi komist til skila)

Frábært að heyra hvernig gengur að komast aftur inn í Íslenska umhverfið en jafnframt skelfilegt að heyra hversu illa nágrannar í Norge fóru með ykkur :( Ég hef svosem aldrei fyrirgefið helv... Nojurunum fyrir Smugu vesenið hérna um árið og ekki batnar álitið á þeim núna.  

Kveðja

Bói

Jac Norðquist, 8.1.2008 kl. 02:09

2 Smámynd: Unnur R. H.

Elsku Helga mín.

Ekki gefast upp, gerðu eins og ég að ef þú sérð einhvern góð'an bloggara sem þér líst vel á farðu þá inn í bloggvinir sem kemur lengst til hægri hjá þér, ef þú fattar ekki er síminn hjá mér 5678194. Ekki vera feiminn við að hringja við vitum báðar hversu mikið við höfum þroskast með árunum og ég hef alltaf fylgst með þér og þínum í gegn um árin.  Og sorry GLEÐILEGT 'AR

Unnur R. H., 9.1.2008 kl. 21:06

3 Smámynd: Unnur R. H.

og ég vill endilega láta þig vita að Mundi minn á von á STRÁK NR 2

Unnur R. H., 9.1.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband