Mánudagur, 14. janúar 2008
Dagur 2 að kveldi kominn
hjá kútnum mínum og samkvæmt samtali við skólastjóra í dag gekk þetta upp og niður hjá gaur sérstaklega í frímínótum þegar flestir eru úti saman,enda svosem engar nýjar fréttir fyrir mig því ég veit að um leið og áreittið verður of mikið þá fer hann uppúr öllu veldi,hann er reyndar rosalega þreyttur líka og talar mikið um það sem er náttúrulega ekkert skrýtið vegna þess að þessi elska er búin að vera á lyfjum í ein 6 ár og rúmlega það og það örvandi þannig að nú er niðurtúrinn hafinn hjá greyjinu ,en hann sem betur fer nær að sofa og það er fyrir mestu,ég byði ekki í það ef hann gæti ekki sofið líka ofaná allt annað,hann fékk að vísu að halda þeim lyfjum til þess að hjálpa honum að sofa.
Ég hins vegar byrjaði á lífstílsnámskeiði í morgun og er ég alveg hrikalega jákvæð með það breytt mataræði og hreyfing í 16 vikur og ég ætla að gefa mér árið í það að ná niður í mína kjörþyngd,nú er ég að takast á við eitthvað sem ég hef ekki gert í ein 12 ár og það er að hreyfa mig og horfi ég bjartsýnisaugum á framtíðina hjá mér og okkur öllum.
Kúturinn minn er líka að byrja í átaki á morgun sem og títlan litla líka ég skráði þau á gravity námskeið í 6 vikur og það verður gaman að sjá hvernig það gengur.
Nú erum við búin að prófa alls kyns íþróttir fyrir kútinn í þeirri von að hann myndi léttast en ekkert hefur gerst í þeim efnum því miður frekar að hann haldi áfram að þyngjast og þyngjast og ef þetta námskeið bera engan árangur þá fer mín að berja í borðið og heimta rannsóknir,það sem búið er að reyna fyrir hann er... bardagaíþrótt 3svar í viku og með því var leikfimi og sund í skóla og gönguferðir,hoppað á trampolini,farið mikið á ströndina þegar veður leyfði og þar var hamast allan daginn,þetta var í norge,hérna heima eftir að skóli byrjaði eru farnar gönguferðir,hann fer í sund og leikfimi og svo æfði hann sund fyrir áramót en sökum eyrnavandamáls þá varð ég að setja það í salt þangað til eyrnalæknir gefur okkur grænt ljós á það,en því miður hefur ekkert af þessu virkað en sem komið er því miður.
Eitt af hans einkennum er það að ekkert má breytast til dæmis það að hann má ekki sjá á vikt ef ske kynni að hann skildi léttast þannig að sá póllinn var tekin að vikta hann bara örsjaldan.
Hann til dæmis hatar að eiga afmæli því það seigjir honum það að nú sé hann ári eldri í dag en hann var í gær,hann reiddist á áramótum vegna þess að þá yrði hann 11 ára á þessu ári,hann er að vísu búin að vera seigja fólki það að hann sé bara 9 ára og ef ég hef gert þau leiðu mistök að leiðrétta það þá verður minn alveg gaga.
Megið þið öll eiga gott kvöld og góðan dag á morgun
until next.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Athugasemdir
Gangi ykkur öllum vel á átakinu :)
Kveðja
Bói
Jac Norðquist, 15.1.2008 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.