Leita í fréttum mbl.is

Hrikalega erfiður dagur

byrjaði á því að fara með kútinn til eyrnalæknis og þar fékk ég staðfestingu á því að það er jú gat á hljóðhimnu og innraeyra ef ég skildi hann rétt sem talið er vera fæðingargalli svo nú er búið að leggja blátt bann við sundferðum hjá honum alla vega út þetta skólaár eða þangað til að tekin verður ákvörðun um aðgerð hjá honum því öðruvísi lokast þetta ekki,eins liggur grunur um það að hann sé orðin heyrnaskertur á vinstra eyra en það skýrist heldur ekki fyrren í byrjun sumars.

Stefnan var að reyna að koma honum í skólan eftir læknisheimsókn en ég fékk hringingu frá skóla og mér boðið að vera með hann bara heima í dag vegna þess að umsjónarkennari hans væri orðin lasinn,þetta seigjir mér eiginlega það að dagurin í gær hafi ekki verið neitt svo rosalega auðveldur fyrir þau í skólanum.

Eftir hádegi lá leið mín á 2 foreldrafundi hjá hinum börnunum mínum og ekki byrjaði það vel þegar fundur hófst hjá þeim eldri og endaði það á góðu rifrildi milli mín og hans útaf námi og mætingu því hann er ALLS EKKI að standa sig nógu vel í skólanum þrátt fyrir að geta alveg lært ef hann bara nennir.

Svo lá leiðin fyrir til kennara litlu skvísunar og þar sem betur fer er allt eins og best verður á kosið og er það bjarta hliðin á deginum sem betur fer eitthvað gott.

Leiðin lá svo á bjarg með kútinn og skvísuna í fyrsta gravity tíman og gekk hann ílla hjá kút og neitar hann að fara þarna aftur,skvísan hins vegar plummar sig flott þar sem annar staðar.

þannig að þessi dagur hefur ekki verið alveg uppá sitt besta því miðurBlush.

over and out. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband