Leita í fréttum mbl.is

Púff alveg búin á því

get svo svarið fyrir það að hafa kútinn lyfjalausan er eitt af mínum erfiðustu verkefnum sem ég hef glímt við í mörg ár,ef það kemur svo mikið sem ein extra manneskja inná heimilið ríkir hér stríðsástand eftir örfáar mínotur hann höndlar nákvæmlega EKKERT áreiti,t.d kom hér systir mín frá Akranesi með sína fjölskyldu en hún samanstendur af hjónum með bara 5 börn og þar af eru þríburadúllur 10 mán og fengu þau gistingu hér í 2 nætur,en guð minn góður kútur var sko EKKI  að höndla þetta rót sem kom á heimilið og þá ég ekki heldur,það má eiginlega seigja að hér hafi ríkt meira en lítið stríðsástand,hann reynir eins og hann getur að halda ró sinni en það er bara ekki að gera sig hjá elskunni,þetta braust þannig út í honum að eftir því sem hávaðinn varð meiri hérna því meiri HÁVAÐA þurfti hann að búa til.

Ég varð svo rosalega þreytt eftir þessa heimsókn og með hann svona að í gær datt ég nánast útaf hvar sem ég settist gjörsamlega búin á því.

Það er byrjað að telja niður dagana þangað til hann má byrja aftur á lyfjum og því miður eru það 7 dagar enn og það versta er að þetta grey biður mig um meðal á hverjum degi því hann er ekki að höndla sjálfan sig svona og finnur gríðarlegan mun á sér og núna þegar allt er farið úr kroppnum þá er svefnin aftur farinn að raskast og hann vaknar upp á nóttuno og vill koma uppí og ég finn svo til mep honum að ég hef ekki brjóst í mér að senda hann aftur í sitt rúm þannig að hann fær að koma uppí.

Við gerðum tilraun í gær að taka hann með í fimmtugsafmæli hjá mágkonu minni og sú heimsókn stóð yfir í 35 mín þá var minn alveg að missa sig,við pössuðum okkur á því að koma fyrst á svæðið og náðum því og okkur var fyrirgefið að þurfa rjúka svona strax í burtu,sem betur fer er komin ágætis skilningur hjá fólkinu mínu um hans vandamál en ég held að það stafi nú mest af því að það sést svo gerinilega á elskuni að hann er ekki eins og önnur börn og þá er manni kanski fyrirgefið frekar en ekki,það er nefnilega svo skrýtið með það að ef fólk ber þetta ekki utan á sér er því síður fyrirgefið eða þannig hef ég upplifað þetta allt saman og þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða börn eða fullorðna.

see u. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ja hérna hér. Ég er búin að lesa yfir allar færslurnar þínar á handahlaupum og svei mér þá.. ég þarf eiginlega að leggja mig. Þú átt alla mína aðdáun. Þetta er svakalega hektískt heimilislíf hjá þér.

Til hamingju með endurkomu á Frón. Það gladdi mig ósegjanlega að lesa að 14 ára guttinn þinn skuli eiga sér betra skjól á Íslandi. Það er þá vonandi að Ísland verði fordæmi fyrir nágrannaþjóðirnar ef ástandið er svona slæmt þar varðandi fordóma gagnvart samkynhneigðum.

Jóna Á. Gísladóttir, 20.1.2008 kl. 12:27

2 Smámynd: Jac Norðquist

Gangi ykkur sem allra allra best með litla kút. Vonandi að það verði svo umsnúningur þegar hann fer á nýju lyfin. Bestu kveðjur héðan úr rigninga-sumrinu í Danmörku.... já ég segi sumrinu því að veturinn var blásinn af !?

Bói

Jac Norðquist, 20.1.2008 kl. 15:23

3 identicon

Ég var að adda þér inn hjá mér og Guð minn góður hvað ég skil þig . Dóttir mín getur verið svakalega erfið. ÉG er marga daga fangi á eigin heimili. var loksins núna að sækja um stuðningsfjöslkyldu , bara svo ég geti haldið sönsum og átt eitthvað líf fyrir utan barnauppeldi .... maður verður bara að fá að pústa og komast að sjá fólk Í RÓLEGHEITUM í alvöru ...

Gangi þér sem allra best á öllum vígstöðvum !!!

kær kveðja

HELGA

Helga (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband