Leita í fréttum mbl.is

Þorramatur

nammi namm,í kvöld ætlum við að hafa svona sameiginlegt fjölskylduþorrablót þar sem allir slá saman í matinn því ekki er þetta gefið og þar sem það er nammidagur hjá mér ætla ég að borða þorramatinn í kvöld,búin að vera að standa á haus við að gera rófustöppuna það er nú ekkert smá magn af rófum sem fer í þetta handa öllum mannsakpnum.

Ég klikkaði á dagsetningum hjá kút fannst endilega eins og það væri á morgun sem hann mætti byrja aftur á lyfjum en nei sem betur fer þegar betur var að gáð þá var það í dag,þannig að hann fékk fyrsta skammtinn sinn í morgun og þið bara fyrirgefið en þvílík sæla á bænum það ríkir algjör ró og friður hérna núna og búið að vera í dag,samt af einhverjum undarlegum ástæðum finnst mér þetta rosalega skrýtið að heyra ekkert gelt eða gól,kanski er það sektarkenndinn sem er að banka uppá yfir því að þurfa gefa þessari elsku lyf til þess að hann sé húsum hæfur.

En það er líka eins og við manninn mælt að matarlystinn er alveg horfinn hjá honum og hann ekki fengist til þess að borða síðan kl 8.30 í morgun þannig að þetta er mjög svo sérkennileg aðstaða sem ég er í og ég stend mig í því að hugsa af hverju gat þessi elska ekki verið eins og fólk er flest eða börn öllu heldur það er sárt.

Hins vegar vill ég trúa því að mér hafi treyst fyrir honum af góðum og gildum ástæðum og ég reyni á hverjum degi að gera mitt besta fyrir þessa elsku.

En það er bara svo sárt að hugsa til þess að geta ekki eða öllu heldur þora ekki að sleppa af honum hendini,að treysta því að hann fari sér ekki að voða ef ég hleypi honum einum út eða að hann meiði ekki aðra krakka sem kunna að verða á vegi hans.

Ég gerði smá tilraunir þegar við bjuggum í norge til þess að hleypa honum út án eftirlits og án undantekninga þá var komið og klagað undan honum,eitt sinn kom hann heim eftir stutta dvöl úti við og tilkynnti mér það að honum vantaði hníf,ég spurði til hvers og svarið var á hreinu....ég ætla að tálg spýtu og ég bara ...ok þá skaltu bíða þangað til pabbi kemur heim og hann hjálpar þér en minn hélt nú aldeilis ekki hnífinn skildi hann fá núna og eftir þvi sem gaurinn æstist meira upp  kom í ljós að hann ætlaði sér að drepa einhvern gutta sem var að stríða honum,endirnn varð sá að ég varð að setjast fyrir framan eldhússkúffurnar svo hann kæmist ekki í þær og viti menn gaurinn ýtti mér í burtu með stól og öllu  svo reiður var hann orðinn að ég hafði ekki roð í hann og telst ég nú ekki með þeim minnstu.

Var þetta siðasta skiptið sem hann fór út á eftirlits og eftir að heim var komið hef ég ekki tekið sénsinn ennþá,en það vonandi kemur það hjá mér með hækkandi sól. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ hvað það er erfitt þegar börnin manns eru ekki í jafnvægi.  Vonandi gengur allt vel með litla kút.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2008 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband