Leita í fréttum mbl.is

Fór með

gaurinn í fyrsta tíma til sálfræðings og gekk það mjög vel,hann að vísu var ekkert á því að opna sig svona í fyrsta tíma en kanski var það vegna þess að mamman satt þarna líka,stundum er erfitt að tala um einhverja hluti þegar mamman er á svæðinu,en alla vega erum við komin af stað og ég verð að seigja það að sálfræðingunum leist ekki vel á blikuna þegar ég sagði henni frá eineltinu úti í norge og þegar kennarinn hans barði hann með kústskafti eða hrinti honum niður stiga og öll þau niðrandi orð sem hann lét falla um gaurinn á þessum tíma.

Hann á alla vega að mæta í nokkur skipti og svo verður séð til,annars var hún mjög ánægð með það hversu vel hann hefur náð að aðlagast í nýjum skóla og nýju umhverfi og fannst hann vera mjög þroskaður að mörgu leyti miðað við aldur,enda var hann með flest svör á reiðum höndum þegar hann var spurður einhvers og svaraði vel og hreinskilnislega.

Hann er líka bara algjört æði þessi elska og ég tel mig vera mjög heppna með það að eiga einstakling sem vill takast á við það sem gengið hefur á,á hans stuttu ævi.

Annars var farið í dag og fjárfest í nýjum þurrkara,alveg ferlegt hversu háður maður getur orðið einhverju heimilstæki og samt er þetta í fyrsta skipti sem ég hef til afnota þurrkara alla mína búskapartíð utan við einhverjar vikur í norge þar sem ég fékk gefins einn gamlan sem virkaði í ca 2 til 3 vikur og þá dó hann,en þessi sem var hérna fylgdi húsinu og ég lét leigusalan vita af því að hann væri dáinn og það kom henni ekkert á óvart sagði að hann væri kominn til ára sinna,en sökum þess hversu gott mér fannst að grípa til hans þá skellti mín sér á einn splunkunýjan í dag.

Enn næst á dagskrá er sjónvarpsgláp þanig að hér með er ykkur óskað góðs kvölds sem og önnur kvöld.

adios. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband