Leita í fréttum mbl.is

Fór á árshátíðina

hjá títluni í gær og var það bara þrælgaman að vísu var ég að drepast í bakinu af setuni á þessum stólum sem voru í boði en ég lét mig hafa það að sitja þarna í tæpa 2 tíma með kút með mér við hlið.

Hann var nú ekki beint sáttur við alla þessa setu en lét sig hafa það,hann ætlaði að fara byrja með leiðindi en sem betur náði ég að tala hann ofan af því en mikið lifandis skelfing var hann kátur þegar þessu lauk og gat farið heim.

Svo var ball hjá gaurnum í skólanum í gærkvöldi og skellti hann sér á það með vinkonum og skemmti hann sér mjög vel.

Ég nefndi það um daginn að ég hefði hringt í ákveðinn einstakling sem var ekki að standa sig í stykkinu gagnvart gaur og viti menn þessi einstaklingur hringdi í gaurinn í gær og var hinn ljúfasti við hann og bauð honum heim og að gera eitthvað skemmtilegt saman í dag og fram á sunnudag og að sjálfsögðu þáði gaurinn minn það með gleði,þetta var langþráð símtal og brosti gaurinn minn hringinn að símtali loknu.

Annars er afskaplega mikil þreyta í gangi hjá minni þessa stundina og þá mest megnis andleg ég er alveg steinhætt að höndla einhverjar uppá komur eins og verið hafa á heimilinu þessa vikuna,þetta eru að vísu ekkert hættulegar uppákomur en álagsþröskuldrinn er bara nákvæmlega enginn hjá mér og bara það að hugsast geti að við þurfum að flytja er alveg nóg til þess að setja allt úr skorðum hjá mér.

Mig var farið að hlakka til að geta verið hér örugg í 3 ár en svo núna hangir maður í lausu lofti hvað það varðar,mér skilst reyndar á þeim mönnum sem ég hef rætt við um leigusamninginn að það sé ekki hægt að seigja mér upp þar sem þetta er tímabundinn samningur og ég hef ekkert brotið af mér að einu eða leyti og engin sérákvæði voru sett inn í upphafi leigutímans en ég er bara þannig að ég er steinhætt að nenna að standa í einhverju þrasi frekar er ég farin að lúffa fyrir fólki og það er alls ekki nógu gott að öllu leyti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.2.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband