Leita í fréttum mbl.is

Ég ætla að byrja á því

að óska öllum konum þessa lands til hamingju með daginn.

Annars finn ég það að ég er að skríða uppúr þessari lægð sem búin er að hrjá mig alla síðustu viku og ég ætla bara að hugsa eins og íslendingum er svo tamt .......ÞETTA REDDAST.

Ég finn að þegar ég fer svona niður þá sveiflast kútur með mér og það er alls ekki gott jafnvel þó ég reyni að setja upp einhverja grímu þá virðist hann vera sá eini sem finnur alltaf þegar eitthvað bjátar á hjá mömmu sinni ég held bara að tengslinn okkar á milli séu svona sterk,mikið sterkari en við hin börnin mín,skrýtið.

Annars verð ég að nefna eitt skrýtið en samt ekki...þannig er að elsta dóttir mín skellti sér í borg óttans um helgina með Birtuna sína með sér og allt gott með það,hún ákveður svo að kíkja á leiði pabba síns sem lést langt fyrir aldur fram fyrir 13 árum síðan,þegar dóttir mín er svo að taka Birtuna útúr bílnum þá heyrist í litluni ....Geiri afi og dóttir mínni brá alveg þokkalega því hún hafði ekki nefnt það hvert þær væru að fara og þar sem Birtan er nú bara nýorðin 2ja ára og við ekki talið að hún hefði skilning á því að afi hennar væri dáinn þá brá mömmuni ekkert smá og ekki batnaði það þegar þær labba frá leiðinu þá snýr Birtan sér við og vinkar og seigjir bless bless afi minn.

Ætli þetta seigji okkur ekki það að afi sé nú duglegur að fylgjast með þeim mæðgum,ég er alveg vissum það.

Ég veit að börn sjá oft meira en við fullorðna fólkið og man þegar ég þurfti að láta loka kút því hann var svo rammskyggn þegar hann var lítill og fram að 4ra ára aldri og ég sá mér ekki annað fært því hann sá fólk útum allt og sá sem sá um að loka honum fannst það eiginlega mjög miður því hann taldi að hann hefði getað orðið góður miðill sem fullorðinn en hann var bara alls ekki að höndla þetta sem barn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að þú ert að koma til Helga mín.  Já börn sjá og heyra oft meira en aðrir, og sumum tekst að halda þessu áfram.  En auðvitað hefur afi verið duglegur að fylgjast með þeim mæðgunum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2008 kl. 14:59

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Börn eru ótrúleg. Sonur minn var alltaf með pabba sinn heitinn með sér, pabbi hans dó þegar ég gekk með drenginn og það eru til margar ótrúlegar sögur af þeirra samskiptum, en þegar strákur var orðinn 4ra ára þá hætti þetta. Sonur minn þessi sem nú er 25 ára veit alltaf hvernig mér líður og ég hvernig honum líður, hann býr þó í Köben núna, draumarnir segja okkur fréttir hvort af öðru.  Til hamingju með daginn  Flower

Ásdís Sigurðardóttir, 24.2.2008 kl. 15:48

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Börn eru ótrúleg.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.2.2008 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband