Leita í fréttum mbl.is

Af hverju hlusta börnin

ekki á mann,þegar maður veit betur eða alla vega þykist vita betur.Tvö af mínum börnum standa í hártogunum við mig þessa dagana,gaurinn vegna þess að við erum að fara suður yfir páskana og hann vill vera einn heima sem kemur bara alls ekki til greina,ég hafði íbúðarskipti við eina sem ég er búin að þekkja í hátt í 15 ár og gaurinn þekkir hana jafnvel og ég og hann er svo lifandis skelfing ósáttur við það að það hálfa væri nóg,hann vill verða fullorðin og það strax í gær takk fyrir.

Ég reyni hvað ég get að tala við hann og leiða honum fyrir sjónir að málið sé miklu stærra en það að ég treysti honum ekki enda er það ekki málið heldur það að þegar (vinir) vita að hann er einn heima gæti myndast hópþrýstingur og hann fengin til þess að halda party + það að hann er bara rétt að skríða í það að verða 15 ára gamall og er bara alltof ungur til þess að vera einn heima og þar með er ég talinn LEIÐINLEGASTA MAMMA sem uppi hefur verið á þessari jörð.

Litla títlan mín fór í fjallið í gær og ekkert nema gott um það að seigja,hún er alveg ótrúleg,er þetta í annað skiptið sem hún fer á skíði og það er eins og við manninn mælt hún bara kann það,allt sem kemur henni áfram kann hún á það er laveg sama um hvað ræðir,hún settist á hjól að verða 4ra ára og mín bara hjólaði burtu,hún skellti skautum á fæturnar að verða 7 ára og skautaði í burtu og svona gæti ég endalaust haldið áfram,jæja alla vega skellti mín sér á skíði í gær og var hún útbúin eins og best verður á kosið,í hlýjum fötum innst sem yst,með hjálm og skíðagleraugu,en þegar líða tók á daginn fór minni að verða kalt en gaf sig samt ekki alveg strax eða ekki fyrren hún var orðin helblá á höndunum nánast,þá loksins hringdi hún heim háskælandi og vildi láta sækja sig,það var brunað uppí fjall og þegar þangað var komið þá blasti við manni leiðindasjón,þarna stóð þessi ræfill háskælandi ennþá í skíðunum og náði þeim ekki af sér útaf kulda í höndum,en verst var að þarna var fullt af fólki og engum þeirra datt í hug að svo mikið sem að stoppa hjá títluni og athuga hvort þau gætu eitthvað aðstoðað hana.

Ég tek það fram að hún var að sjálfsögðu ekki á ábyrgð þessa fólks heldur er hún á minni ábyrgð og ég sendi hana eins og ég seigji eins vel útbúna og kostur var á og var hún líka með gsm til þess einmitt að geta hringt ef eitthvað kæmi uppá,hins vegar velti ég því fyrir mér hvar nánungakærleikurinn sé og af hverju fólk getur ekki gefið sér kanski 1 mínutu til þess að stoppa og athuga hvort þau gætu kanski eitthvað gert fyrir barnið,þessum ræfli var svo kalt að hún komst ekki hjálparlaust úr skíðunum,en kanski er þetta bara tilætlunarsemi í mér,ég alla vega get ekki labbað framhjá barni sem ég sé eitt einhvers staðar hágrátandi án þess alla vega að spyrja hvort það sé eitthvað sem ég geti gert til þess að hjálpa því barni.

En sem betur fer tekur það ekki 5 mínutur að keyra uppí fjall heiman að frá mér þannig að skjót voru viðbrögðin og henni hlýnaði fljótt.Wink.

Eigið góðan sunnudag elskurnar allir sem einn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband