Leita í fréttum mbl.is

Stóri strákurinn minn

er 15 ára í dag,til hamingju með daginn elskan mín.Wizard

JÍÍÍ hvað árin eru fljót að líða og hvað börnin manns eru fljót að verða fullorðin,það er rétt ár síðan þessi elska gat ekki farið einn útí búð í norgeinu sökum eineltis og viðbjóðs sem þar viðgekkst,þessi elska gat ekkert farið einn sinna ferða útaf hættu á því að á hann yrði ráðist,en í dag hafa hlutrinir heldur betur breyst,ég þakka fyrir að sjá hann eitthvað yfir daginn því hann er aldrei heima hjá sér að mér finnst,já það breyttist býsna margt við að flytja heim og 99% af því til hins betra.Grin

Dagurinn í dag verður annars bara rólegur,gaurinn fer með okkur fjölskyldumeðlimum út að borða á greifann í kvöld og svo ætlar hann í bio með vinum sínum eftir það,afmælisgjöfinn í ár er svolítið sem tilheyrir smá þjáningu en hann bað um þetta og þar sem þessi elska er ekki eins og allir aðrir þá fær hann það sem hann bað um,ekki að ég sé 100% sátt við það en svona er unga fólkið í dag og lítið við þvi að seigja svosem og meðan að þetta er ekkert hættulegt eða skaðlegt þá leyfi ég honum þetta.Smile

Í mínum augum hefði þetta reyndar tengst meira kvenkyninu að ég hélt en svo er víst ekki og þar sem þessi elska er samkynhneigður þá eru kanski kvenhormónarnir eitthvað ríkjandi hjá honum,annars hef ég ekki hugmynd um það,þetta eru bara vangaveltur þar sem hann er svo kvenlegur á stundum að það liggur við að það sé fyndið stundum og ég verð að viðurkenna það ég hef stundum lúmskt gaman að því hvað hann er mikið að spá og spokúlera í útliti sínu og hvað hann hugsar í flestum tilfellum vel um húð sína og hár og allra best er það þegar vinkonur eru að  spyrja hann álits á fatnaði eða snyrtivörum Wink.

Ég hugsa að hann myndi sóma sér vel í einhverjum tískuþættiWhistling 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Til hamingju með hann:)

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 18.3.2008 kl. 13:53

2 Smámynd: Tiger

  Ynnilegar hamingjuóskir með drenginn þinn Helga. Hann er núna kominn á rétta aldurinn hvað varðar fatakaup og rakspíra, eða rétta aldurinn til að átta sig á því hve miklu það skiptir að looka cool og þannig. Reyndar eru margir "unglingar" komin af stað í svona útlitshringiðu löngu fyrir fermingu, annað en maður sjálfur þegar mar var ungur. Lífið breytist og mennirnig með.. allavega - til lukku með unga manninn og knús í daginn þinn.

Tiger, 18.3.2008 kl. 13:56

3 Smámynd: Helga skjol

Takk fyrir kveðjurnar,elskurnar mínar.

Helga skjol, 18.3.2008 kl. 14:04

4 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Til hamingju með drenginn þinn Helga mín  Birthday Wishes 

Katrín Ósk Adamsdóttir, 18.3.2008 kl. 14:04

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Innilega til hamingju með strákinn Helga! Jii mér finnst eins og það hafi verið í gær sem ég var að knúsa hann pínulítið krútt

Huld S. Ringsted, 18.3.2008 kl. 14:07

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju  með drenginn þinn og gott að hann hefur fundið sína hillu í lífinu og á góða vini og kunningja.  Það er allra besta fyrir börnin okkar fyrir utan heimilið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2008 kl. 14:21

7 identicon

hæ hæ elsku systir til hamingju með yndislega frænda minn

og í guðana bænum hlustaðu á mömmu þína strákur ekki enda eins og frænka

þín maður veit víst aldrei hvenar er komið að sínum börnum

en ég veit að þú ert skynsamur elsku drengurinn  minn 

Aníta systir helgu (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 17:30

8 identicon

Sæl Helga

 Innilega til hamingju með stóra strákinn þinn, og vonandi eigið þið góðan dag og gott kvöld saman

bestu kveðjur, Kristín

Kristín (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 20:04

9 Smámynd: Helga skjol

Takk elskurnar fyrir allar kveðjurnar.

Huld.Seigðu manni finnst einhvern veginn að börnin stækki ekkert í huga manns sérstaklega þegar maður hefur ekki séð þau í einhver ár,vorum einmitt að ræða þetta síðast í gær ég og Árni viljar,að hvað margir halda að hann sé ennþá barn sökum þess að fólk hefur ekki séð hann svo lengi.

Helga skjol, 18.3.2008 kl. 23:00

10 Smámynd: Unnur R. H.

Bestu hamingjuóskir með strákinn, hann er bara flottur

Unnur R. H., 19.3.2008 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband