Leita í fréttum mbl.is

Þetta er alveg ferlegt.

Að geta ekki sofið út,nú er búið að vera frí í rúma viku frá skólum en alltaf er mín kominn á fætur um eða uppúr 6 á morgnana sama hversu seint ég fer að sofa,ömurlegt.

Annars er verið að bíða eftir því að mæta til doktor Péturs því nú á að taka á honum stóra sínum og hætta að reykja eina ferðina enn,en þar sem ég er algjör strompur þá þarf ég hjálp við það,eins þarf ég að láta athuga hvers vegna þess síþreyta er að hrjá mig,ég vill vera þessi orkubolti sem ég var og getað gert hlutina á góðri ferð en ekki með hangandi hendi eins og nú er gert.

Eftir doksa verður Birtan hennar ömmu sinnar sótt því hún ætlar að eyða deginum með ömmu í dag því það er enginn leikskóli,en það er líka bara æðislegt því að það er leitinn að skemmtilegra barni,hún veit nákvæmlega hvernig á að spila á ömmu sína og leiðist það ekki neitt,mamman er hins vegar ekki jafn ánægð með það,en hvernig í óskoponum er hægt að neita þessu fallega englaandliti um nokkurn skapaðan hlut þegar hún setur upp geislabauginn og sendir ömmu það fallegasta augnráð sem finnst,eða þegar hún tilkynnir mér það að hún sé ástin mín,hún hefur svör við öllu og kann alveg að nota þau gagnvart ömmu sinni.Blush

Kútur er að detta í kvíðakast dauðans þessa stundina vegna skóla í fyrramálið og þau veikindi sem hrjá hann í dag eru hjartaáfall,handleggs og fótbrot,heilablæðing og lungnabólga,það hefur meira að seigja komið til umræðu að hann sé að verða blindur þessa síðustu 2 daga og þá sé bara ekki nokkur leið að mæta í skólan þvi hvað hefur blint barn í skólan að gera,það er hann sem spyrWink.

En málið er bara að honum finnst alls ekkert slæmt að vera í skólanum,það slæma er að byrja aftur eftir einhver svona frí.

Títlan hins vegar telur niður dagana eftir þvi að skólinn byrji því ef hún fengi að ráða myndi hún flytja þangað,af hverju getur þessu ekki verið bróðurlega skipt á milli þeirra systkina þá væri nú heldur betur gott jafnvægið á heimilinu,en það er víst ekki á allt kosið í þessum heimi.

Eigið góðan dag elskurnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Gunnlaugsdóttir

ja helga mín það er ekki gott þegar börnin manns fá hjartaáfall heilablóðfall og svona allskonar veikindi snemma morguns hehe en hann er bara snillingur og það er eingin eins og hann þessi elska

en ja ég er sammála hættum að reykja og tökum a því í ræktinni ekki gleima myndbandinu hans bjössa við eftir 1 ár

kve Dísa

Dísa Gunnlaugsdóttir, 25.3.2008 kl. 09:27

2 identicon

Æi strák garmurinn.Það er vont að vera svona kvíðinn.Skilaðu kveðju til Dr. Péturs frá mér.Er það ekki annars Pétur Péturs?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 09:33

3 Smámynd: Helga skjol

Eydís mín ekki dettur mér til hugar að gleyma myndabandinu.

Jú Birna það er hinn eini sanni Pétur Pétursson. 

Helga skjol, 25.3.2008 kl. 09:43

4 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Gangi þér vel að hætta að reykja, ég er alltaf á leiðinni, er mikill strompur

Heiður Helgadóttir, 25.3.2008 kl. 10:32

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Slæmt að þú getur ekki sofið Helga mín.  Eitthvað stress í gangi ?  Gott að fá litla manneskju í heimsókn til að vefja þér um fingur sér.  Elsku stubburinn með allar afsakanir sem hann finnur, já það mætti vera minna og jafnar hjá þeim systkinum sýnist mér.  Gott hjá þér að hætta að reykja, það er í rauninni ekkert svo mikið mál, ef þú er staðráðin í að hætta, og undirbýrð þig nógu vel.  Það er hræðslan við að hætta sem er verst.  Þegar út í slaginn er komið, þarf bara að hugsa klukkutíma í einu til að byrja með, og setja sjáfum sér mark, muna að reykingar eru 90 % vani.  Gangi þér vel. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2008 kl. 10:39

6 Smámynd: lady

gott hjá þér að hætta reykja ég hætti fyrir  tæpum 20árum ,,það sem mér fannst erfiðast að fara á kaffihús,,,en það lagaðist allt tekur sinn tíma Helga mín en samt gangi þér vel og með börninn þínum kv Ólöf Jónsdóttir

lady, 25.3.2008 kl. 12:54

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Jebb, þetta með reykingarnar, bölvaður óþverri sagði hún og fékk hóstakast

Hafðu það gott systir

Kristín Gunnarsdóttir, 25.3.2008 kl. 16:02

8 Smámynd: Helga skjol

Hóst hóst Stína mín eigum við ekki bara að hætta saman

Helga skjol, 25.3.2008 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband