Sunnudagur, 30. mars 2008
Hugur minn hefur undanfarnar vikur
leitað slatta mörg ár aftur í tíman og hef ég verið að velta lífinu og tilveruni svolítið fyrir mér,sértaklega í ljósi þess að fyrir tæpum 17 árum síðan varð ég vitni af kraftaverki þegar ég fékk að vera þess aðnjótandi að vera viðstödd fæðingu barns,barns sem ég gekk ekki með sjálf það er að seigja.
Alla vega þegar þetta barn kom í heiminn þá grét ég af hamingju yfir þessum fallega einstakling sem var að líta dagsins ljós,mitt hlutverk átti að vera að taka myndir að viðburðum handa föður barnsins þar sem hann var fastur útá sjó og komst ekki í land í tíma,en mamman varð að minna mig á í miðri fæðingu.....Helga taktu mynd hehe svolítið spaugilegt eftir á.
Strax í upphafi þótti mér alveg undurvænt um þetta barn og elskaði að dúlla með það og man ég að ég söng fyrir það oft á tíðum ört í sandinn með Helgu Moller,þetta barn var með þau fallegustu og stærstu brúnu augu sem sögur fara af.
Barnið óx og dafnaði eins og lög gera ráð fyrir,en í kringum 1 til 2ja ára aldur fór að bera á hinu og þessu tildæmis varð það seint til gangs og já eiginlega bara seint til flestra hluta,að sjálfsögðu fór móðir þess með það í alls kyns rannsóknir og barnið sett í þjálfun ýmiskonar og gekk þetta að flestu leyti vel ef ég man það rétt.
Timinn líður og barnið fer í skóla og þá fór að bera á hinum ýmsu hegðunarerfiðleikum og margt reynt til þess að sporna við þeirri hegðun sem var að myndast en allt kom fyrir ekki,greiningar virtust allar benda til þess að það eina sem hrjáði barnið var athyglisbrestur sama hversu margar greiningarnar voru alltaf var þetta eina vandamálið,en alltaf versnaði hegðun barnsins.
Það fékk alls kyns stuðning í skóla en alltaf sami óróinn í höfðinu hjá barninu og varð endirnn sá að barnið er sent í sveit,fyrst til sumardvalar en síðar kom að því að barnið er tekið útaf heimilnu og sent í sveit og sveitaskóla.
Barnið tók ágætum stakkaskiptum sem sýndu það og sönnuðu að barnið var langt því frá að vera eitthvað vitlaust,það plummeraði flott á öllum prófum og breytingin var undraverð rett og slett,nú töldu menn og aðrir að barninu væri bjargað og töldu óhætt að senda það heim á ný(ég tek það fram að engin óregla eða nokkuð slíkt var höfð inná heimilinu)en þá kom bara hið sanna í ljós enn á ný barnið hreinlega réði ekkert við sína hegðun eða sínar hugsanir og allt fór á sömu leið aftur en í þetta skipti fór barnið að neyta eiturlyfja hafði varla fyrir því að smakka áfengi fyrst eins og gerist í flestum tilfellum,heldur kastaði sér beint útí djúpu laugina með tilheyrandi látum og veseni,eitt af fyrstu skiptunum sem barnið tók dóp þá tók það of stóran skammt og lenti á sjúkrahúsi og í framhaldi af því í neyðarvistun á stuðlum og svo aftur í sveitina sem það hafði verið á áður.
Síðan þá eru að verða liðin 2 ár og ennþá heldur mamman áfram að berjast með kjafti og klóm til þess að bjarga sínu barni.
En alla vega er staða þess barns mjög slæm í dag en valdi það þó að fara inná vog fyrir skemmstu þar sem það er enn sem betur fer.
Boðskapurinn í þessu er einfaldlega sá að ef betur hefði verið að gáð með þetta barn sem og svo mörg önnur í þessu þjóðfélagi og börnin væru kanski að fá viðunandi hjálp frá læknum og öðru batterí þá kanski væri þetta barn sem og mörg önnur börn þarna úti ekki komin á þá braut sem þau eru á í dag það er bara svo einfalt.
Af göngu minni með þessari móðir og þessu barni þá er ég handviss um það að betur hefði mátt gera,ég hef því miður séð til nokkura slíkra barna sem hefði kanski verið hægt að hjálpa en því miður svo lítið ger,mér hreinlega frýs hugur um öll þau börn sem eru að berjast við það að hafa hugan í jafnvægi og ég veit fyrir víst af samtölum mínum við mörg börn að þau eru að reyna að koma huganum í jafnvægi og er þetta ein leiðin af mörgum sem börnin reyna.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna eru gamlar TÆKNITEIKNINGNAR af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024 en beðið er eftir NÝJUSTU TÆKNITEIKNINGUNUM:
Athugasemdir
Frábær pistill og ég er 100% sammála þér.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.3.2008 kl. 18:15
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 18:22
já helga það vill oft verða þannig að læknar og fagfólk í svona vekindum komi of seint inn og skoði bara barnið frá sínu sjónarhorni en ekki sjónarhorni foreldrana sem þekkja barnir betur en nokkur annar en þetta barn sem þú er að ræða um er allveg yndislegt barn sem fór á vitlausa braut þratt fyrir bardaga móður og því miður er þjóðfélagið þannig að oft vill fólk kenna uppeldinu um en eingum dettur í hug að veikindi séu til staðar
en hafðu það gott helga mín og það er held ég bara skemmtilegra að lesa bloggið þitt en að koma í kaffi til þín hehe takk fyrir skemmtilegt blog dag eftir dag
Dísa Gunnlaugsdóttir, 30.3.2008 kl. 18:48
góð færsla er 100%sammála þér Helga mín gangi þér vel góð lesning kv Ólöf Jónsdóttir
lady, 30.3.2008 kl. 20:38
Innlitskvitt og kærleikskveðja
Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 23:08
Kvitta fyrir lesturinn Helga. Góður pistill hjá þér.
Bói
Jac Norðquist, 31.3.2008 kl. 00:54
Vitiði það að ég fæ alltaf svona nettan hroll þegar ég les svona færslur. Ég nefninlega byrjaði svo seint að eignast börn þannig að mín elsta er rétt að skríða inn í unglingsárin. 13 frá í jan. Og þó að ég hafi alls enga ástæðu til að búast við að hún fari í neitt vesen, þá þarf ég alltaf að hafa fyrir því að ja bara hætta að vera hálfhrædd samt um það.
En eigiði ljúfa drauma þið sem eruð komin á koddann.
Anna Guðný , 31.3.2008 kl. 01:07
Ja systir, þetta er svo mikið rett hja þér, þetta er slæm þróun.
Heirumst í dag
Kristín Gunnarsdóttir, 31.3.2008 kl. 08:42
Þetta er þörf og góð umræða hjá þér Helga mín og hef ég oft bloggað um mál sem mér hefur fundist vanta svör við, eins og hvar byrjaði vandinn?
Því að breytt hegðunarmunstur er alltaf út af einhverju og ekki þarf það að vera
neitt heimilinu að kenna svo langt frá því.
Guð blessi þennan dreng. Knús á þig Helga mín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.3.2008 kl. 09:39
Já elsku Helga góður pistill hjá þér og ég er líka 100% sammála.
Knús á þig.
Kristín Katla Árnadóttir, 31.3.2008 kl. 14:19
Mömmur eru og verða alltaf mömmur, þær berjast alltaf fyrir börnin sín - alveg sama á hverju gengur. Oft kenna þær sér um ef eitthvað fer miður en það ættu þær aldrei að gera því frekar er um að kenna félagsskap í lífinu. Í sveitinni eru öðruvísi hlutir í gangi en í borg og bý.. miklu heilnæmara að ala upp börn í sveit en í borg. Hugsanlega var þetta barn bara í mjög erfiðum félagsskap heima en hafði kannski mun heilbrigðari félagsskap í sveitinni, slíkt getur oft gert gæfumun.. Knús á þig Helga mín..
Tiger, 31.3.2008 kl. 16:36
þetta er svo mikið rétt fikladjö...... er orðin of víða þetta er hrikaleg böl sem landin býr við hvar endar þetta ég heyrði af máli um dagin þar sem handrukkarar fóru inn til fólks og ætluðu allt um koll að keyra því barnið á því heimili var í skuld þetta fólk er ekki enþá farið heim til sín það þorir það ekki skiljanlega með yngri börn líka svo er það stúlkan sem tók of stóran skammt þetta er allt fólk sem ég þekki þetta er orðið svo sorglegt ég get bara ekki tára bundist þegar ég hugsa um þessi 2 mál yndisleg fjölskilda í alla staði ekki til óregla á því heimili og svo þessi yndislega unga stúlka sem hafði svo mikið að lifa fyrir
nei þetta er rosalegur heimur orðin því miður
en nóg um það kærlegsknús á ykkur öll sem lesa helgu blogg
frábær penni á ferð kiss kiss
Aníta systir helgu (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 19:06
jájá helga mín .. ég er viss um að þessi stelpa sem að þú ert að tala um eigi eftir að plumma veel í framtíðinni .. eða við vonum það ..
elska þig <3!
Fanney Unnur Sigurðardóttir, 12.4.2008 kl. 03:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.