Leita í fréttum mbl.is

Aftur til fortíðar

Í gegnum þau rúmu 10 ár sem ég hef fengið að njóta sonar míns hefur ýmislegt gengið á sem mig langar að rifja upp.

Strax í upphafi fæðingar gekk allt ílla og þegar þessi elska var nokkra daga gamall þá strax sá ég að hlutirnir voru ekki eins og þeir áttu að vera,elskan litla grét stanslaust og náði lítið sem ekkert að sofa.Þá strax byrjuðu vaktaskipti með honum og við sváfum sitt á hvað.

Á hverjum degi kom til okkar ljósmóðir og ræddi ég þetta við hana að það væri eitthvað að,lengi vel héldu læknar sig við innantökur og allt var prófað í þeim efnum,allar mögulegar og ómögulegar leiðir voru reyndar en allt kom fyrir ekki elskan litla bara grét.

Ólíkt öðrum börnum þá missti hann aldrei sína fæðingarþyngd heldur byrjaði hann að þyngjast strax frá fæðingu og það eitt og sér hefði átt að seigja læknum eitthvað en svo var því miður ekki,svona gekk þetta í rúm 2 ár,ég mætti með hann til læknis og talaði um hans vandamál en einu svörin sem ég fékk voru......Hva hann er bara orkumikill.

Loksins kom að því að hann fékk inni á leikskóla og ég sagði leiksskólastjóra það að eitthvað væri að en engin greining væri komin,þessi elskulega kona tók samt þá ákvörðun að taka hann inn og eftir að aðlögun lauk tók það þær á leikskólanum 2daga að sjá að eitthvað mikið var að,leikskólastjóri hringir í mig og spyr hvort mér sé sama þó þau fái manneskjur frá búsetadeild Ak bæjar eins og það heitir í dag og taka mat á honum,ég að sjálfsögðu samþykkti það um leið og úr varð að kona kemur á leikskólan og metur kútinn í að mig minnir í 2 daga og það er ekki sökum að spyrja að ýmislegt kom í ljós í því matinu,hlutir sem ég var margbúin að ræða við læknir og það fleiri en 1.

Í dag hugsa ég að ég eigi allt þessum tiltekna leikskóla að þakka hvað varðar kútinn því þær börðust með mér með kjafti og klóm fyrir þvi að hann fengi alla þá mögulegu hjálp sem hann þurfti og stóðu eins og klettar við bakið á mér alla leið.

Ég held satt að seigja að ef þessar yndislegu konur sem unnu á þessum leikskóla og konan frá búsetudeild hefðu ekki séð það um leið að eitthvað væri að hjá kút þá værum við ekki í þeim sporum sem við erum í í dag.

Hins vegar hélt elskan litla áfram að þyngjast og milli 3ja og 4ra ára aldurs var hann rétt að skírða í 40kg þrátt fyrir að allar mögulegar aðferðir voru notaðar til þess að reyna að láta hann léttast en ekkert gekk fyrren hann var settur á ritalín en þá fuku af honum tæp 20kg á skömmum tíma.Það hins vegar varði ekki nema í tæp 2 ár og þá fór minn að þyngjast aftur því ritalín virknin var hætt að virka á þyngdarlosunina og þá fór hann aftur að bæta á sig og frá hausti 2003 til dagsins í dag hefur þessi elska bætt á sig tæplega 50kg þrátt fyrir að vera lystarlaus alla daga sökum lyfja og er mikið talað um það hversu lítið hann borðar.

hann borðar fyrst og fremst á morgnana þegar engra lyfja gætir í kroppnum á honum en yfir daginn er lítið sem ekkert borðað,hann er í mat í skólanum 2svar á dag og í fyrra skiptið fær hann sér ávexti og í seinna skiptið er í flestum tilfellum lítið borðað líka.

Það er búið að reyna allar leiðir en ekkert virkar en sem komið er alls kyns æfingar og íþróttir en því miður bætir hann bara alltaf á sig meir og meir.

Úti norge voru upp um það getgátur að hann væri með heilkennið brader willý syndrom en því miðr var aldrei gerð nein greining á því enda hefði hún kanski ekki skipt svo miklu máli hér heima þar sem við þurftum að byrja nánast frá núlli aftur og þar af leiðandi kanski ekki verið tekið fullt mark á þeirri greininguni,þrátt fyrir að ég hafi komið með þvílíkt mikið af pappírum frá norge að þá eru þeir bara notaðir til hliðsjónar en ekki greining sem slík.

Að mörgu leyti er ég mjög feginn því að svo skuli vera því að greiningarnar sem hann fékk úti voru sko langt því frá til að hrópa húrra yfir og er búið að hnekkja alla vega einni af þeim greiningum ef ekki tveimur sem er bara vonandi gott mál og sé rétt,því auðvitað er það draumur minn sem og allra annara foreldra að eiga heilbrigt barn.

Megið þið eiga góðan dag öll sem eitt.InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það er hræðilega sorglegt að komast að því að barnið manns sé ekki heilbrigt, en það er ennþá erfiðara að slást við allt skilningslaust fólk í kringum mann.

Flott færsla hjá þér og ég skil þig vel. 
Konan mín: Been ther, done that.
Ég: einn af þessum skilningslausum.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.4.2008 kl. 12:37

2 Smámynd: Dísa Gunnlaugsdóttir

ja þetta er ekki auðvelt líf fyrir litla kútinn þinn en ég vona svo ynnilega að þetta fari að komast á rett ról og hann fari nú að líða betur

Dísa Gunnlaugsdóttir, 8.4.2008 kl. 12:49

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Vonandi verður alt gert fyrir hann sem hægt elsku systir

Kristín Gunnarsdóttir, 8.4.2008 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband