Leita í fréttum mbl.is

Jæja þá er minn fyrsti fundur

á vegum FAS(Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra) búin og var þetta mjög góður fundur,fámennt og góðmennt.

Það var eitt og annað rætt sem er mjög áhugavert og margar góðar hugmyndir í gangi til þess að virkja þetta félag enn frekar og fá fleiri foreldra og aðstandendur með okkur í lið.

Mín skoðun er sú að allir foreldrar samkynhneigðra einstaklinga ættu að ganga í þetta félag því reyndin er einfaldega sú að öll þurfum við að hitta fólk sem stendur í sömu sporum og  t.d. ég.

Ég tel það vera nauðsynlegt sem foreldri að geta sýnt barninu mínu allan þann stuðning sem hann kann þurfa á að halda því að því miður þá eru ennþá fordómar til staðar útí þjóðfélaginu sem þarf að takast á við og ef það er ekki skilda okkar sem foreldra að standa með börnum okkar þegar þau koma útúr skápnum þá er ég nú meiri vitleysingurinn.

Aldrei nokkurn tíman hvarflaði það að mér að snúa baki við syni mínum þegar þessi umræða var að koma uppá yfirborðið inná mínu heimili,hann er sonur minn sem ég elska af öllu mínu hjarta alveg eins og hin börnin mín,þessi elska átti það til að spyrja mig......Mamma munt þú hætta að elska mig ef ég er hommi og mín svör voru alltaf á sömu leið.....Ástin mín þú ert sonur minn og þá skiptir ekki máli hvort þú sért hommi eður ei það er bara svo einfalt,hann hafði líkar miklar áhyggjur af sínum föður en ég held í dag að þar sé allt í góðu þeirra á milli,gaurinn hefur aldrei búið hjá sínum föður en samb þeirra á milli hefur ávallt verið gott,ég hef í seinni tíð látið gaurinn að mestu leyti um allt samb við sitt föðurfólk og er það bara að ganga vel og er hann mjög heppinn að því leytinu til.

Enda á þessi elska allt það besta skilið í lífinu því ljúfari einstakling er erfitt að finna,hann hefur oftast nær getað tjáð sig um öll sín hjartans mál við mömmu gömlu,það er kanski aðallega núna þegar hugurinn er farinn að leita á önnur mið þar sem mömmu gömlu koma ekki allir hlutir við,en hann veit það að ef hann þarf á mér að halda þá kemur hann hiklaust til mín og leitar ráða hjá þeirri gömlu og er ég þakklát fyrir það.

Ég tilkynnti honum það síðasta sumar að þetta árið færum við saman á gay pride gönguna á Ágúst en hann hélt nú aldeilis ekki að hann myndi labba með þeirri gömlu niður laugavegin hehe mér fannst það bara fyndið,hitt er svo annað mál að ég mun ganga gay pride niður laugaveginn í sumar þó að hann labbi kanski ekki alveg mér við hlið,en mín stefna er einfaldlega sú að standa með mínu barni þegar hann berst fyrir sínum tilverurétti með öllum öðrum samkynhneigðum þessa lands sem og annara landa. 

Ég myndi gjarnan vilja sjá fleiri foreldra sem eru í sömu sporum og ég því ég veit að við erum mikið fleiri þarna úti og það er bara svo gott að geta rætt málin við þá sem skilja.

Eigið góðan dag elskurnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hann er heppin með foreldra drengurinn. Ekki hefði mér dottið í hug að snúa baki við einhverjum minna fyrir eitthvað svona.

Ég átti afbrotastrák og elskaði hann þó ég væri ekki sátt við hans athafnir.

Ég á líka fíkil, elska þann strák en hata fíknina.

Ragnheiður , 10.4.2008 kl. 10:04

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Flottur pistill

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.4.2008 kl. 11:40

3 Smámynd: Anna Guðný

Sammála Gunnari , flottur pistill. Og til hamingju öll fyrir að skilja hvort annað.

Anna Guðný , 10.4.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband