Leita í fréttum mbl.is

Heimurinn séð frá fíklinum

 Systurdótir mín og systir sendu mér þetta bréf áðan til að setja hérna inná bloggið,málið er það að systurdóttir mín hefur verið að berjast við fíkniefnadjöfullinn í tæplega 2 ár en er sem betur fer að taka sig á í þeim efnum,hún skirfaði þetta bréf til þess að sjá betur með eigin augum hvar hún yrð eftir 3 ár með eða án eiturlyfja og vona ég svo af öllu hjarta að hún velji neðri part bréfsins,ég tel henni það til tekna að hún er ung og sér vonandi hvað hún er að gera sjálfri sér sem og allri sinni fjölskyldu,ástæða þess að bréfið fer hérna inn er einfaldega sú að hvorki mamman né systurdóttir mín eru að blogga og kanski er gott að leyfa öðrum að sjá inní hugarheim fíkils því ég hugsa að hún sé ekki eini fíkillinn sem hugsar svona eins og hún.Ég tek það líka fram enn og aftur að bréfið er birt með þeirra beggja samþykki og hún vildi ekki lata taka nafnið sitt í burtu.

  Hvar verð ég eftir 3 ár ?

Í neyslu :

Ef að ég held áfram að vera að dópa og geri það svona reglulega og þarf virkilega á því að halda þá efast ég um að ég verði á góðum stað eftir 3 ár. Ég mun örugglega vera þannig að ég geri hvað sem er fyrir skammtinn minn og á eftir að enda sem sprautufíkill. Ég á ekki eftir að geta verið í tengslum við fjölskylduna mína og það á engin eftir að treysta mér fyrir neinu . ég á líklega eftir að búa á götunni eða alltaf bara milli húsa. Ég á örugglega eftir að vera alltaf í sömu fötunum . ég á ekki eftir að geta horft á fólkið í ættinni minni vegna skammar eða kannski ekki beint skammar , heldur svona á eftir að líða alltaf svona öðruvísi í kringum fólkið sem að er mér nærst. Ég á aldrei eftir að geta mætt í nein matarboð eða svoleiðis vegna þess að ég á ekki eftir að geta lifað án fíkiniefna. Og þeir daga sem að ég á ekki pening og á ekki efnin eiga eftir að vera ömurlegir og fráhvörfin að drepa mig. Svo á þetta bara eftir að ganga endalaust í hringi sem sagt að lifa til að nota og nota til að lifa . ég veit ekki hvernig að þetta veður þetta verður alveg 110% ÖMURLEGT líf þannig að ég er eiginlega byrjuð að spá af hverju dóp ? tilhvers að breyta sér með einhverjum efnum hvort sem það sé eiturlyf eða áfengi ... ég veit ekki af hverju ég byrjaði en ég veit af hverju ég ætla að hætta. Ég ætla að hætta vegna þess að ég á ENGA framtíð í neyslu og ég á ekki eftir að geta gert neitt en ef að ég hætti þá kem ég til með að geta gert hvað sem að ég vil ég á eftir að gera farið í skóla , ég á eftir að geta eignast fjölskyldu , ég á eftir að geta eignast vini og þá er ég á meina alvöru vini ekki einhverja neyslufélaga og svoleiðis fólk .

Ekki í neyslu eftir 3 ár. :

Ég á eftir eiga mér líf , ég á eftir að geta gert það sem að ég vil og fólkið í kringum mig á eftir að treysta mér. Að hugsa sér að vera kannski komin með íbúð. Og eiga bíl og vakna á hverjum degi og vita það að maður þurfi ekki að fá sér , að lífið snúist ekki um að nota . ég vil að fólkið mitt geti treyst mér. Ég á vonandi eftir að lýta mun betur út . ég held að það sé málið að ég stefni af því að eignast heilbrigðara líf .. það er það sem að ég ætla að gera J .. svona verð ég eftir 3ár.

Hérna koma nokkrir punktar um hvernig maður þarf að lifa ef að maður er í neyslu: lífið er endalaus lygi þú þarft alltaf að standa í því að vera að ljúga ,og svo er líka vesen að muna alltaf lygina, svo dettur inn annars lagði hvernig maður mundi bregðast við ef að einhver annar í fjölskyldunni væri svona , maður yrði ekki sáttur .. en svo finnst manni allt í lagi að maður sé að gera þetta sjálfur .. en það er ekki rétt hugsun , ef að þér finnst ekki í lagi að aðrir séu að nota þá er ekki í lagi að þú sért að nota , þannig er það bara .. þetta ætti ekki að vera til . ég vona svo innilega að ég eigi eða ég vona ekki ég ætla að hætta þessu og fara að geta lifað heilbrigðu lífi . ég ætla að gera það núna meðan að ég hef tækifæri til þess og á meðan að það er fólk í kringum mig sem að er tilbúið til að hjálpa mér ég efast um að ef að ég héldi áfram að ég gæti hætt eftir 5 ár. En núna meðan að ég er svona ung þá ætla ég að hætta og það eru miklu meiri líkur á því að ég geti það á meðan ég er svona ung .. ég ætla ekki að lifa lengur í þessu lífi .. þessu dóplífi .. ég ætla mér að hætta að nota eiturlyf og brosa framan í heiminn og á mun hann brosa til mín til baka.

Ég er líka farin að pæla , af hverju að vera að breyta sínu hugarástandi með einhverjum örvandi efnum hvort sem að það sé áfengi eða eiturlyf ,ég hef aldrei pælt í þessu svona , ég hef alltaf bara haft það í huganum að þetta sé bara smá skemmtum til að verða eitthvað nettruglaður en svo er ekki , þú ert að flýja veruleikan þú ert í rauninni að flýja þitt eigið líf , það er bara vegna veikleika eða einhverja erfiðleika sem að þú hefur gengið í gegnum , sem að þú ert ekki tilbúin til að takast á við en það er ekki svoleiðis hjá öllum , í rauninni er þetta tvennskonar svo er þetta líka þannig að hjá sumum er þetta bara fíknsjúkdómur sem að þú þróar með þér .

- Fanney Unnur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Flott bréf og svo satt hjá henni.

Ragnheiður , 10.4.2008 kl. 13:47

2 Smámynd: Dísa Gunnlaugsdóttir

þetta er lesning sem ég hefði viljað sjá frá þér fanney mín fyrir svo laungu síðan og ég vona svo ynnilega að þetta sé bréf sem þú átt eftir að leita í ef svörtu dagarnir koma upp bréf sem á eftir að hjálpa þér að ná settu takmarki í lífinu því lífið er gjöf sem þú átt að fara vel með en ekki nota í vitleisu lífið er of stutt í það en elsku stelpa þú átt allt lífið frammundan og ef þú stefnir á þessa braut áttu eftir að MEIKA það í lífinu því þú ert vel gefin stelpa og getur ALLT sem þú vilt það er bara að vera áhveðin við það innra og segja nei ég ræð en ekki það sem segjir þér að gera það ranga í lífinu gangi þér vel og þú veist það að við stiðum þig ef þú þarft á því að halda

kveðja frænka

Dísa Gunnlaugsdóttir, 10.4.2008 kl. 13:51

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Flott bref Fanney Unnur, lifðu eftir því Fanney.

Knus Stina

Kristín Gunnarsdóttir, 10.4.2008 kl. 14:19

4 identicon

Flott bréf og greinilega skrifað af sterkri manneskju

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 14:55

5 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Já, vonandi losnar þú undan fíkniefnunum Fanney. Kveðja úr sveitinni frá litlu systur þinni.

Skákfélagið Goðinn, 10.4.2008 kl. 15:14

6 identicon

flott bréf elskan mín ;* ..  tektu þér nú tak og gerðu góða hluti , við vitum öll að þú getur það og þú veist það að ég er ALLTAF hér til að stiðja þig !, hvar og hvenar sem er.. hringdu !!,  við sem eru ekki í neyslu áttum okkur nátúrlega ekkert á hversu erfitt það er að hætta, eeða allavegana ekki ég , kanski reykingar fólk og svoleiðis ..  
en ég er allavegana herna fyrir þig !<3..   

Elska þig , þinn litli frændi Árni 

Árni (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 17:07

7 Smámynd: Helga skjol

Æji elskurnar mínar,takk fyrir yndislegar kveðjur til hennar litlu frænku minnar,hún er bara 16 ára og ég veit að hún verður mjög ánægð þegar hún les kommentin frá ykkur.

Knús á ykkur öll

Helga skjol, 10.4.2008 kl. 18:05

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skilaðu baráttukveðju.  Flott stelpa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2008 kl. 18:12

9 Smámynd: Helga skjol

Geri það Jenny mín.

Helga skjol, 10.4.2008 kl. 19:11

10 identicon

Fanney........................ mikið ofboðslega er ég sátt við þig núna!! Þetta er akkúrat það sem ég vildi sjá. Stattu þig stelpa og vertu dugleg. Ef fer að verða svart í kring um þig, ekki hika við að hringja, ég skal peppa þig upp!!

Ég segi eins og í öðru kommenti hér að ofan................... hafðu bréfið nálægt þér og vertu dugleg að kíkja í það.

Kannski ættirðu að halda dagbók um árangur hvers dags??  Hugmynd................

Baráttukveðjur,

Jóhanna

Jóhanna á Brekkustíg (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 21:59

11 identicon

Elsku Helga mín .. takk fyrir að hringja í mig og spurja hvort að þú mættir ekki fá að setja þetta hérna inn. ég vissi ekki að það mundi veita mér svona mikinn styrk , að sjá hvað allir hérna eru jákvæðir .. ég vissi ekki að þetta væri til í fólkii .. og takk Jóhanna mín <3 ég hringi í þig fljótlega og á eftir að heyra í þér af og til .. núna held ég að þessi vitleysa sé komin á enda ;) og það er bara gott mál :D .. ég veit nú ekki hvernig það mundi vera ef að ég mundi reyna að halda eitthvað svona blogg um sjálfa mig .. væri það nú ekki frekar skrýtið .. ég ætla að ná mér uppúr þessu og vona að manneskjan sem að ég huga mikið til þessa dagana geri það líka .. ég vona ekkert heitar en að geta farið að takast á við lífið eins og það er í raun og veru .. ég vil geta gert eitthvað .. veit ekki hvort að ég sé bara farin að bulla .. en takk öll fyrir mig <3

Helga mín ég elska þig af öllu mínu hjarta , þú ert yndisleg

Fanney (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 00:58

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

þetta er algjör snilld þessi pistill! Margar vísindabækur með viti samanþjappað í sannleikann um fíkniefnadjöfulinn!

Ef ég nota þetta í hluta af sænskum fyrirlestri geri ég það með leyfi höfundar!

Bið um leyfi að að þýða þetta yfir á sænsku og ég vitna í höfundinn í hvert skipti..Takk fyrir mig!..

Óskar Arnórsson, 11.4.2008 kl. 18:05

13 identicon

Óskar , þú mátt alveg nota þetta :d mín er ánægjan , til að hjálpa mér þarf ég að hjálpa öðrum og það geri ég með því að deila því sem að éeg hef :d .. vertu í sambandi við mig fanneysigur@hotmail.com

Fanney (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 19:30

14 identicon

Fanney............. dagbókin þarf svo sannarlega ekki að vera á netinu, fáðu þér bara stílabók og góðan penna. Að skrifa sig út úr erfiðum tilfinningum er ein leið til að þekkja sjálfan sig og finna innri styrk.

Gangi þér vel skottan mín....................  :) 

Kveðja,

Jóhanna  

Jóhanna á Brekkustíg (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband