Leita í fréttum mbl.is

Þennan fékk ég sendan eldsnemma í morgunsárið

og má til með að deila honum með ykkurGrin.


 Einu sinni voru tvær nunnur á gangi í gegnum skóginn.

Önnur þeirra gekk undir viðurnefninu Systir Stærðfræði =SS), En hin var kunn
undir viðurnefninu Systir Rökrétt (SR).


Það var farið að dimma og þær áttu ennþá langt eftir á 1 áfangastað.


SS: Hefurðu veitt því athygli að síðustu 38 og hálfa mínútu hefur okkur
verið veitt eftirför af einhverjum manni? Ég velti því fyrir mér hvað hann
ætli sér.

SR: Það liggur ljóst fyrir að hann ætlar sér að gera okkur eitthvað.

SS: Almáttugur minn! á þessum tímapunkti mun hann ná okkur innan 15 mínútna
hið minnsta! Hvað getum við gert?

SR: Það eina rökrétta í stöðunni er auðvitað að labba hraðar.

Stuttu síðar:


SS: Það er ekki að ganga upp.

SR: Auðvitað er það ekki að ganga upp. Maðurinn gerði það eina rökrétta í
stöðunni. Hann fór líka að labba hraðar.

SS: Hvað eigum við þá að gera? Á þessari stundu mun hann ná okkur innan
einnar mínútu.

SR: Það eina rökrétta í stöðunni fyrir okkur er að fara sitt í hvora áttina.
Þú ferð þessa leið og ég tek hina leiðina. Þá getur hann ekki elt okkur
báðar.

Því næst ákvað maðurinn að elta Systur Rökréttu.

 systir Stærðfræði komst á
áfangastað heilu á höldnu en hafði áhyggjur af því hvernig Systur Rökrétt
hefði reitt af. Eftir nokkra mæðu kemur Systir Rökrétt loks á 1 áfangastað.


SS: Systir Rökrétt ! Guði sé lof að þú sért komin! hvað gerðist?

SR : Þar sem maðurinn gat eðlilega ekki elt okkur báðar, þá valdi hann þann
möguleika að elta mig.

SS: Já, Já! En hvað gerðist svo?

SR: Nú ég reyndi að hlaupa eins hratt og ég gat, en þá fór hann einnig að
hlaupa eins hratt og hann mögulega gat.

SS: Og?

SR: Það eina rökrétta gerðist á þessum tímapunkti. Hann náði mér.

SS: Guð minn góður! Og hvað gerðir þú?

SR: Það eina rökrétta sem ég gat gert og gerði.. Ég lyfti pilsi mínu upp.

SS: Oh, vesalings Systir! Hvað gerði maðurinn?

SR: Það eina rökrétta fyrir hann í stöðunni. Hann gyrti niður um sig.

SS: Æii, nei!! Hvað gerðist svo?

SR : Liggur það ekki í augum uppi, Systir?

 Nunna með pilsið upp um sig
hleypur hraðar en maður með buxurnar á hælunum.

Og fyrir ykkur sem hélduð að þetta yrði eitthvað dónalegt og svæsið, bið ég
fyrir ykkur !

[cid:E5BF2C6D-FE28-4CB7-A18A-9A49309CEC9B]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur R. H.

Unnur R. H., 11.4.2008 kl. 08:31

2 Smámynd: Anna Guðný

Góðan dag frú Helga. Alltaf jafn gaman hjá þér.

Ég fékk þennan einmitt senda líka. Ansi hreint góður og tilvalinn að lesa áður en maður leggur af stað út í daginn.

Eigðu góðan dag.

Anna Guðný , 11.4.2008 kl. 08:33

3 Smámynd: Helga skjol

Hehe seigðu maður verður líka að hafa gaman af lífinu þó móti blási....ekki satt þetta alla vega lyftir mér lundina að lesa góða brandara  .

Eigðu góðan dag mín kæra og þú elsku Unnur líka

Helga skjol, 11.4.2008 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband