Leita í fréttum mbl.is

Jæja þá er komið að því

Var að fá upphringingu frá læknir kúts og kútur á að leggjast inn kl 17.00 í dag,fyrirvarinn er stuttur en málið er að traffikinn datt aðeins niður á barnadeildini og hún ákvað að athuga hvort við gætum komið inn í dag og að sjálfsögðu samþykkti ég það um leið,það er ekki laust við að stressið láti á sér kræla þegar kallið kemur,ekki það að ég hafi ekki vitað af þessu en það er bara þegar svo loksins eitthvað gerist þá bankar kvíðin og stressið uppá.

Annars er þetta svo æðislegt sjúkrahús og læknirinn er alveg frábær þannig að það er engu að kvíða,reyndar ætti mig frekar að hlakka til þar sem vonandi koma einhver svör útúr þessu nú eða þá engin svör það er annað hvort eða.Alla vega verður þá búið að rannsaka allt það sem rannsaka þarf og er það bara hið besta mál.

Annars hefur dagurinn í dag einkennst af ferlegri þreytu og ég hef nákvæmlega engu komið í verk nema hanga hérna í tölvuni og ég get svarið fyrir það að þetta fer að verða hættulegt andlegri heilsu minni,sú var tíðin þegar ég kíkti varla í tölvuna í fleiri daga en eftir að fartalvan kom á heimilið þá er öldin önnur shitt hvað þetta er ávanabindandi rusl. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Súper.. maður bara krossar fingur fyrir ykkur og vonar það besta. Vonandi kemur ekkert nema gott út úr þessu öllu. Rétt hjá þér að þú ættir bara að vera kát og full tilhlökkunar því nú er eitthvað að fara í gang og eitthvað að gerast! Tölvudótið á það til að vera heilmikill tímaþjófur - það er svo mikið satt! Eigðu nú góðan dag og gangi ykkur sem allra best ljúfan.

Tiger, 22.4.2008 kl. 14:46

2 Smámynd: Helga skjol

Takk elsku kallinn þú ert yndislegur.

Helga skjol, 22.4.2008 kl. 14:53

3 Smámynd: Anna Guðný

Frábært að heyra en skil samt þetta með fyrirvarann.En samt að hringja þá í þessa sem bíða finnst mér virkilega flott. Gangi ykkur alveg rosalega vel.

Anna Guðný , 22.4.2008 kl. 16:34

4 identicon

Gott að stráksi er kominn að.Gangi ykkur vel

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 18:53

5 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Gángi ykkur vel

Heiður Helgadóttir, 22.4.2008 kl. 20:23

6 identicon

GAngi ykkur sem best ! leggjumst á eitt og trúum og treystum að nú fáist svör

kær kveðja

Helga

Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband