Laugardagur, 24. maí 2008
Það er bloggleti í gangi.
Já satt að seigja er ég að fyllast af bloggleti, kannski vegna þess að vikan hefur einkennst af mikilli spennu við það að koma sér fyrir aftur í húsinu, nú svo er veðrið búið að vera hreint út sagt dásamlegt síðustu daga, hér var tekið sig til í gærmorgun að tjaldinu tjaldað út í garði við mikla lukku barnana, sérstaklega títlunar og fékk hún og vinkona hennar að sofa í tjaldi og gellurnar sofa enn, ekkert smá duglegar.
Það er komin alveg heljarinnar útilegufílingur í mig og mig er farið að hlakka alveg hrikalega til að skella mér í útilegu og ætla ég að gera mikið af því ef veður leyfir og ég ætla bara að trúa því að veðrið verði gott í allt sumar um allt land.
Þar sem að mín er með þennan sumarfíling enn er eins og næpa eftir veturinn og er hætt að vilja liggja í ljósabekkjum þá ákvað gellan að notfæra sér eitt af þessum brúnku spreyjum sem eru á markaðnum í dag og viti menn það var sebrahestur sem skreið framúr rúminu í morgun hehe, eða svona allt að því, ég var nefnilega svo gáfuð að þegar ég var að ganga frá eftir kvöldmatinn þá náttúrulega er ég að vinna með vatn sem varð til þess að vatn rann eftir handleggjunum á mér og ég er semsagt hvít á kafla en fagurbrún á öðrum stöðum, andlitið tókst að vísu vel sem betur fer og er ég bar þokkalega fín þar, en núna verður mín að gjöra svo vel að haga sér eins og prinsessa og koma ekki nálægt vatni næstu tímana því auðvitað varð ég að laga skemmdirnar áðan.
Nú hef ég sleppt því að lesa slæmar fréttir í dágóðan tíma og svei mér þá það virkar alveg þrælvel, ég finn að ég er mikið léttari í skapi og slepp við það að taka inná mig allar heimsins áhyggjur í staðinn, bara gott mál.
Eigið góðan laugardag elskurnar
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Athugasemdir
Helga mín er ekki bloggleti bara sumarfílingur, held það nú
og það er bara í lagi, held að það verði svo með marga sem elska að vera í sólinni, ekki ég þoli ekki sólina þó ég vilji hafa hana.
nú bulla ég bara. Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.5.2008 kl. 08:43
elska þegar þér líður vel mútta mín:) enda ertu svo sæt og fín. elska þig
þóranna (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 10:36
Takk elskan mín, ég elska þig líka
Helga skjol, 24.5.2008 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.