Leita í fréttum mbl.is

Monday monday

og helginn liðinn, við ákvaðum að skella okkur í útilegu nokkur saman á föstudag og var byrjað að pakka öllu sem því fylgir að fara svona túr og þar sem ég er ekki svo rík að eiga hvorki tjaldvagn né fellihýsi á var mínu risa tjaldi skellt á kerruna ásamt öllu öðru sem til þarf og brunað var í Vaglaskóg, veðrið var svona lala ekki mikið meira en það en þar sem ég er nú með ofn til þess að hita tjaldið þá taldi ég þetta nú ekki geta orðið neitt vandamál, en viti menn þegar líða tók á kvöld og nótt þá fór mér nú að hætta að litast á blikuna, það kólnaði alltaf meir og meir og ofninn var ekki að standa sig í því að halda hita inni.

Það var minna enn ekkert sofið þessa nótt fyrir kulda og ég var svo upptekinn við það að reyna að halda hita á títluni því hún var að frjósa alveg eins og ég en sem betur fer svaf hún nú eitthvað, kútur var sá eini sem svaf eins og steinn alla nóttina og það til 10 á laugardagsmorgni, meðan að við hin fórum á fætur á milli 6 og 7 og ég held ég sé ekki að ljúga miklu þegar ég seigji að það lá við að ég pissaði grýlukertum svo kalt fannst mér og brjóta mátti horið úr nefinu á hehe nei ég seigji svona, enn engu að síður var hrikalega kalt og ég sá það á vatnsaðstöðuni að þar fraus vatnið á bekknum.

Eftir þessa nótt treysti ég mér alls ekki til þess að vera aðra og aftur var pakkað niður og brunað í bæinn og nú er ég ákveðinn í því að fara ekki aftur fyrren ég fæ tjaldvagn leigðan eða lánaðan það er alveg á hreinu, ég nefnilega komst að því að það að sofa svona á jörðu niðri er bara KALT.

Síðast þegar ég var búsett á klakanum þá átti ég húsbíll og fann nánast aldrei fyrir kulda svo ég var kannski ekki alveg að fatta það hversu kalt væri í tjaldi fyrren á reyndi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sko helga mín hitastigið hér norðan heiða var ekki upp á marga fiskana, ég hefði ekki látið mér detta í hug að fara hvorki í tjald eða tjaldvagn, er ekki hissa þó þú hafir ekki viljað vera aðra nótt.
                                 Knús til ykkar
                                  Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.6.2008 kl. 17:14

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Helga flottur banner hjá þér.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.6.2008 kl. 17:15

3 Smámynd: Anna Guðný

Gott að þú þiðnaðir aftur Helga mín. Ég lánaði minn tjaldvagn vestur á Blönduós og var bara þokkalegt þar held ég.

Anna Guðný , 23.6.2008 kl. 17:38

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Brrr

Birna Dúadóttir, 23.6.2008 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband