Leita í fréttum mbl.is

Þessi hundur og Fiskidagurinn mikli.

Við eigum alveg snilldarhund stundum að ég held, við tókum hana með okkur á Fiskidaginn mikla í gær og jújú það gekk mjög vel, hún var stillt og góð, þóttist aðeins ætla að urra á hina litlu hundana en þegar mætt var þeim stórum þá var bara pissað niðurúr af hræðslu hehe.

Það var virkilega gaman að kíkja þarna í gær, í fyrra var farið líka en þá treystum við ekki okkur útúr bílnum með kút því að félagslega séð var hann virkilega ílla staddur á þeim tíma en í gær var allt annað að fara með hann, hann rölti með okkur útum allt á bryggjuni en var nú samt ekki tilbúinn til þess að smakka of mikið af því sem í boði var, það var stoppað í rúma 2 tíma en þá fannst öllum þetta vera orðið fínt. Leiðin lá eftir það niður á Hjalteyri það sem átti að fá sér kaffi og kannski kökur en verðið var sko ekki að bjóða uppá neitt svol, það var eingöngu í boði kaffihlaðborð og fannst mér það full dýrt fyrir mína pyngju heilar 1500kr á mann á fullorðinn og 750kr fyrir barn, það var ekki einu sinni hægt að kaupa sér eina kökusneið, bara hlaðborð eða ekki neitt og mér fannst nú fullmikið að borga fyrir einhverja glás sem enginn myndi síðan hafa lyst á nema krakkarnir því þau borðuðu ekkert á Dalvík.

Síðan var ákveðið að skella sér á bryggjuna á Hjalteyri og veiða og jú það fékkst einn þrosktittur sem tíkin var svo lifandis skelfing hrædd við að það var tærasta snilld að horfa á hana hoppa og skoppa í 3ja metra radíus frá tittinum og leika einhverja ofurhetja með urri og gelti hahahahahahaha. Hún er svo mikil gunga að það er ekki fyndið stundum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Verðið skuggalegt, fórum þarna í fyrra og fengum okkur bara ís. Knús og hafðu það gott elskuleg

Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2008 kl. 17:00

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

ég veit ekki hvort 1500 kr sé neitt ofboðslega dýrt, hafið þið spáð í það hvað er á borðum? það er ekki mælt sem má setja í sig, það má borða bara eins og hver vill.

Hvað kostar t.d. kaffibolli og tertusneið á kaffihúsi í höfuðborginni eða á Akureyri?  

Hefði viljað sjá hundinn og fiskinn


Guðrún Jóhannesdóttir, 10.8.2008 kl. 17:59

3 identicon

Okur verð er þarna.Það hefði næstum því verið hægt að baka til jólanna fyrir þennan pening

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 18:12

4 Smámynd: Helga skjol

Mér fannst þetta full dýrt þar sem reikningurinn fyrir okkur 5 hefði verið 6000kr og það finnst mér alltof mikið fyrir ekki meira en það sem var þarna á borðum.

Helga skjol, 10.8.2008 kl. 18:47

5 Smámynd: Anna Guðný

Mér sýnist þetta vera, eins og svo oft, mikið að borga fyrir heila fjölskyldu en kannski ekki svo mikið fyrir eigendur að fá í kassann. Því þú mátt jú borða ótakmarkað. En ég þekki þetta mjög vel með mína 5 manna fjölskyldu. Það er hægt að  baka ansi margar kleinur fyrir þennan pening. Það er nefninlega allt reiknað í kleinum á þessu heimili í dag. Var að selja á Dalvík en sá þig því miður ekki.

Hafðu það gott í vikunni

Anna Guðný , 10.8.2008 kl. 23:33

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hundurinn

Birna Dúadóttir, 11.8.2008 kl. 08:03

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið var gaman að lesa um hundinn.

Knús Helga mín

Kristín Katla Árnadóttir, 11.8.2008 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband