Leita í fréttum mbl.is

Nú líður að skólabyrjun

og húsið að fyllast að börnunum mínum aftur, elsta að flytja heim með dóttir sína, gaurinn að hætta að vinna í sveitinni hjá pabba sínum þannig að hér verður mikið fjör í vetur, en það er líka bara gott því ég elska að hafa börnin mín í kringum mig og þá skiptir ekki máli á hvaða aædri þau eru, ég kem sjálf úr það stórum systkinahóp þar sem ég er næstyngst af 10 systkinum þannig að ég er vön því að hafa marga í kringum mig.

Mig svona bæði hlakka til og kvíður fyrir skólanum, hlakka til af því að þá kemst regla aftur á hlutina en kvíður fyrir vegna þess að mér leiðist að standa í stríði við kútin á morgnana þegar hann vill ekki fara í skólan, en ég er nú reyndar þegar byrjuð á undirbúningsvinnuni með hann, er svona að reyna að sýna honum hversu mikils virði skólagangan er fyrir all, ég þarf reyndar að beita hinum ýmsu brögðum til þess að hann verði pínu jákvæður en það verður bara að hafa sig ef tilganginum verður náð með því.

Eftir því sem ég kemst næst hefur gaurnum gengið vel í sveitinni og að ég held í flestum tilfellum unnið sín verk ég vona það að minnsta kosti, ég veit reyndar að hann er orðinn býsna þreyttur á þessu en það er bara allt í lagi hann þá kannski er búin að kynnast því hversu mikil vinna þetta er að vera með bú eins og pabbi hans er með.

Ég held reyndar að ég hafi verið fullfljót á mér þegar ég var að vonast til þess að þeir feðgar myndu ná einhverjum tengslum hvor við annan en svo virðist því miður ekki hafa gengið, en það er því miður ekkert sem ég get gert í því, ætli þeir séu ekki bara báðir jafnmiklir þverhausar ég hugsa það.

Títlan er hins vegar að rifna úr spenning yfir því að byrja í skólanum aftur enda ekki við örðu að búast þegar hún er annars vegar, hún þarf að hafa eitthvað fyrir stafni allan daginn og þá er skólinn góð afþreying, svo byrjar hún í söngskóla og verður þar í vetur líka sem og í fimleikum þannig að það verður nóg að gera hjá henni.

Ég ræddi aðeins möguleikana við kút í gær hvaða íþróttir hann væri til í að æfa í vetur og uppúr kafinu kom að honum langar að æfa glímu og ef það verður í boði fyrir hann þá ætla ég að leyfa honum að æfa það því ekki veitir honum af hreyfinguni.

Gaurinn minn er að fara í 10 bekk og ég vona svo sannarlega að hann muni leggja meiri metnað í námið þennan vetur heldur en hann gerði þann síðasta, annars sýndu voreinnkanir hans að hann getur svo auðveldlega lært bara ef hann nennir því, því meðaleinkunn hans á vorönn var 6,5 ef ég man rétt og það finnst mér fínt hjá dreng sem ekki hefur setið á íslenskum skólabekk 4 ár þar á undan og var látinn reka á reiðanum í skólanum í norge.

Hann er reyndar búin að taka samræmt próf í norsku og náði því með stæl og fékk 9 í einkunn á því prófi, enda ekki við öðru að búast hjá svona duglegum gaur.

Þannig að eins og þið sjáið þá er undirbúningur vetrar kominn á fullt á þessu heimili sem og ábyggilega annars staðar líka. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Mér finnst þetta skemmtilegasti tími ársins,gaman að þessu skólabrasi

Birna Dúadóttir, 18.8.2008 kl. 12:20

2 Smámynd: Anna Guðný

Já Helga mín, nóg að gera framundan. Þetta með glímuna, veit að það voru æfingar hér í Oddeyraskóla í fyrra þannig að vonandi fær hann ósk sína uppfyllta. Minn ætlar að kíkja á golfið. Það var í boði í Boganum í fyrra og verur vonandi áfram. Svo eru stelpurnar í dansi og valkirjan ætlar líka í gospel í vetur. Komst ekki í fyrra, því það standaðist á við dansinn. En þetta verður örugglega góður vetur hjá okkur,eins og þér.

Anna Guðný , 18.8.2008 kl. 12:56

3 Smámynd: Anna Guðný

Það auðvitað stangaðist á við dansinn.

Anna Guðný , 18.8.2008 kl. 12:57

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já svona er þetta Helga mín minn sonur byrjar í menntaskóla þann 22 næst komandi og er ég líka hálf kvíðin ég vona að allt gangi vel  hjá þér      kærar kveðjur.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.8.2008 kl. 13:36

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vona að ykkur gangi vel í vetur, mikið um að vera heyri ég, skólinn með öllu sínu lífi og starfi.  Hafðu það gott mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband