Leita í fréttum mbl.is

Óvænt heimsókn

Hér var dinglað bjölluni um kl 19.30 í gærkv og úti fyrir stendur ung dama og spyr hvort Sylvía sé heima og ég seigji nei en í því sem ég ætla að loka hurðinni sé ég glitta í 2 andlit sem mér fannst ég kannast við, þá sé ég að þetta eru tvíburasystur frá Norge sem voru bestu vinkonur Sylvíu þegar við bjuggum þar, ég ríf upp hurðina aftur og áður en ég veit af er ég farinn að gala á norsku.........Nei eruð þetta þið elskurnar, svo það varð úr að ég fór með þeim og sótti Sylvíu þar sem hún var og það var sko engin smá gleði í gangi hjá þeim öllum.

U.þ.b. 1 klst síðar birtust svo foreldrar þeirra hérna í kaffi hjá mér og það var alveg meiriháttar gaman að fá þau í kaffi líka, við vorum ágætisvinkonur þegar ég bjó úti þannig að það var um nóg að spjalla og ýmislegt að frétta úr noreginu sem maður var ekki búin að frétta áður, en bara gaman af þessu öllu saman, vinkona mína sá það svart á hvítu að nú væri ég á réttum stað, hérna ætti ég auðsjáanlega heima því hún sá svo gríðarlega breytingu á mér frá því að ég var úti og var ég roslega ánægð með að heyra það, þá svona einhvern veginn veit maður að maður var að gera rétt með því að flytja heim.

Ekki það að ég hafi ekki vitað það í hjarta mér, heldur er bara svo gott að þegar fólk sér mann og sér hvað maður er ánægður með sitt og enginn eftirsjá í því að fara frá norge. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Það er alltaf svo gaman að fá gesti og sérstaklega þá sem maður hittir sjaldan.

Knús knús á þig min kæra

Anna Margrét Bragadóttir, 19.8.2008 kl. 10:23

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með þessa heimsókn, svona gerir stórt gagn og gleði í daginn hjá manni Helga mín.
Knús til þín ljúfust.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.8.2008 kl. 14:57

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta hefur verið meiriháttar gaman, og yndislegt fyrir þig að heyra um framfarir. Alltaf gott að fá hrós. 

Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 18:22

4 Smámynd: Anna Guðný

Mikið hefur þetta verið gaman hjá þér Helga mín.

Anna Guðný , 19.8.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband