Föstudagur, 29. ágúst 2008
Hvað finnst ykkur.
Allt byrjar þetta í feb á þessu ári þegar mínir leigusalar hafa samb og seigja mér það að þau ætli að seigja mér upp leigunni vegna þess að þau ætli að flytja í íbúðina aftur.
Hins vegar er málið það að við gerðum tímabundin samning til 3ja ára án nokkurra sérákvæða um uppsögn, hvort sem heldur væri af minni hálfu eða þeirra.
Ég hef aldrei klikkað á leiguni, alltaf borgað á réttum tíma utan við eitt skipti sem það dróst í einhverja daga. Ég ákvað að taka þessari uppsögn á sínum tíma því ég vildi ekki hafa það á samviskunni að þau þyrftu að leita sér að íbúð þegar þau ættu eina fyrir.
En svo viku áður en að uppsagnartímanum lýkur hafa þau samb aftur og draga þá uppsögnina til baka á þeim forsendum að þau séu hætt við að flytja heim á ný, ok ég spyr þau þá hvort upphaflegi leigusamningur muni gilda áfram og ekkert meira vesen verði að þeirra hálfu og lofa þau því.
Ég tek það líka fram að á þessum tíma var ég búin að fá aðra íbúð sem ég að sjálfsögðu varð að láta frá mér því ég vildi frekar vera hérna heldur en að fara á flakk með börnin.
það líður rétt um mán þá er aftur haft samb og nú á að selja, en seigja að ég megi samt sem áður vera í íbúðinni þangað til hún selst og muni ég þá fá uppsagnarbréf með 3ja mán fyrirvara, ok hugsa ég og vissi sem var að fasteigna markaðurinn er nánast dauður þannig að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur strax.
Alla vega er staðan orðinn þannig í dag að en og aftur er búið að seigja mér upp og nú með 5 mán fyrirvara og nú vegna skilnaðar hjá þeim hjónum.
Svo nú spyr ég, á ég að láta labba yfir mig á skitugum skónum og fara eða á ég að fara í hart og neita að samþykkja uppsögnina.
Ég er búin að tala við lögfræðing og hann seigir réttinn vera 100% minn þar sem um tímabundinn samning sé að ræða og ég alltaf staðið í skilum, það sem ég er aðallega að velta fyrir mér er það hvort ég eigi að nenna að standa í veseni við þetta fólk eina ferðina enn.
Það má líka alveg koma fram að þetta fólk hefur alls ekki virt minn rétt til einkalífs þar sem þau hafa birst hér án þess að gera boð á undan sér, eða gert boð á undan sér en ekki látið sjá sig fyrren eftir dúk og disk.
Ég er orðinn óseigjanlega þreytt á því að láta fara með mig eins og mottu, svo nú spyr ég hvað finnst ykkur að ég eigi að gera.
Fara eða vera.................
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Athugasemdir
Þetta er bara spurning um hvað er þægilegast fyrir þig að gera. Viltu flytja sem er alltaf vesen en þú þarft að gera á endanum hvort sem er. Eða viltu vera restina af tímanum eins og þér er löglega heimilt og standa kannski í veseni við fólkið?
Þetta eru möguleikarnir þínir. Það sem er mikilvægast fyrir þig að ákveða er hvor kosturinn gefur þér meiri plúsa. Þó svo að þú hafir lögin á þinni hlið með að vera þarna þá er það ekkert stikkfrí frá veseni. Ég hef heyrt um marga sem hafa lent í miklu veseni með leigusala þega kemur að svona málum og svo hef ég líka heyrt að svona mál leysist farsællega og allir eru glaðir.
Spurningin er hvorn hópin þitt mál fellur undir. Mér heyrist að þetta fólk viti ekki hvort það sé að koma eða fara og þau virðast ekki hafa neitt sens á hluti sem koma þeim ekki beint við.
Ég segi finndu þér nýja íbúð í rólegheitunum og flyttu. Það er minnsta böggið fyrir þig.Gissur Örn (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 13:47
Takk elskurnar, fyrir skynsemis svör frá ykkur báðum, ég held reyndar að ég komi til með að taka þessari uppsögn svona nánast þegjandi að því til skildu að ég fá gott tækifæri til þess að finna hentugt húsnæði fyrir okkur á svipuðum stað og ég er á í dag, get ekki hugsað mér að rífa krakkana úr þessu hverfi þar sem þau eru farinn að kynnast hér öðrum börnum á sínu reki. Svo er ég bara ekki tilbúin í einhvern slag útaf einhverjum steinkassa, kannski er mér bara ætlað eitthvað enn betra.
Helga skjol, 29.8.2008 kl. 14:51
Já helga mín, leitaðu þér að öðru húsnæði annars verður þú altaf með þessa vanlíðan sem er als ekki gott.
Kristín Gunnarsdóttir, 29.8.2008 kl. 15:00
Fara, það er ekki hægt að eiga öryggi sitt undir svona fólki.
Svo á að setja svona fólk á varnaðarlista þannig að enginn leigi hjá þeim.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2008 kl. 15:07
Svo er ég bara ekki tilbúin í einhvern slag útaf einhverjum steinkassa, kannski er mér bara ætlað eitthvað enn betra.
Þetta er akkúrat málið . Tek heilshugar undir það sem Gissur Örn sagði. Og ég trúi því að það bíði þín eitthvað betra.
Hafðu það gott ljúfan
p.s. Hvað segirðu með 6. sept?
Anna Guðný , 29.8.2008 kl. 15:54
Hef engu við ráðleggingarnar að bæta.Gangi þér vel
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 20:20
Annað, hefur þú fengið prívar skilaboð frá mér?
Anna Guðný , 29.8.2008 kl. 20:57
Hef engu við að bæta, vona bara að þetta leysist farsællega.
Ásdís Sigurðardóttir, 30.8.2008 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.