Leita í fréttum mbl.is

Nú fer að líða að því

að títlan mín litla fari í áheyrnarprufu kl 6 í kvöld og það verður spennandi að sjá hvað kemur útúr því, við fórum í gær og hún skráði sig og fékk með sér blað með 4 lögum og á að velja eitt lag til að syngja í dag og það er búið að vera syngja hérna frá því í gær, þannig að ég verð orðinn þokkalega þreytt á þessu lagi þegar dagur verður að kveldi kominn.

Svo á hún að lesa upp einhvern texta sem við vitum ekki hver er og af því hef ég smá áhyggjur sér í lagi vegna þess að hún ruglar ennþá svolítið með íslensku og norsku stafina td ruglar hún alltaf með u og seigjir o því þannig er hann lesin á norsku þannig að mín á það til að breyta þessu í norskan framburð þannig að ég er búin að vera æfa hana í gær og í dag og fá hana til þess að muna þetta rétt. Eins hefur vafist fyrir henni ð og þ en ég vona bara það besta og ef hún skilar þessu rétt af sér þá er mín í góðum málum seigji ég.

Kúturinn minn er búin að vera lasinn síðan á Sunnudag, bara allt í einu seinni partinn á Sunnud lagðist minn eins og skotinn í rúmið og bærði ekkert á sér þá bara skall á honum svona svakalegur hiti allt í einu, síðan hresstist hann aftur en svo er hann búin að vera falla niður í hita af og til yfir daginn þannig að hann er bara búinn að hanga heima með mömmu þessa 2 daga, síðan á morgun verður lagt af stað í borg óttans og stóru krakkarnir verða nú heima og hundurinn að sjálfsögðu líka þannig að hér verður líf.

 On til nextHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Yndisleg börn sem þú átt

Birna Dúadóttir, 8.10.2008 kl. 07:25

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Leitt með stubbinn þinn Helga mín.  Vonandi batnar honum fljótt og vel, hvernig gekk með skottuna þína í áheyrnarprófi.  Þetta er spennandi, jafnavel þó hún nái ekki  besta árangri þá er þetta samt upplifelsi og skemmtilegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband