Leita í fréttum mbl.is

Jebb þá er það orðið opinbert.

Að ég er orðinn langamma eða það seigjir sylvía alla vega, því að kisan hennar hún Ísabella eignaðist tvo kettlinga í seint í gærkv og nótt, svoleiðis að hér ríkir mikil gleði í dag og þá sérstaklega hjá mér vegna þess að þeir urðu bara tveir en ekki fleiri hehe.

Eins og alltaf þá eru þessi grey voða sæt, báðir svartir og hvítir en mamman er grá þannig að það er alveg ljóst hver pabbinn er, en það er sá sem býr í kjallaraíbúðini hérna hjá okkur, svo fljótlega verður boðið í heimskókn og leyfa ömmu og afanum að sjá barnabörnin hehe, það er nú ekki alveg víst að jafnauðvelt verði að bjóða pabbanum haha.

Þannig að ég var farið mjög seint að sofa því allir vildu vera ljósmæður hjá henni og það merkilega var að hún vildi hafa okkur öll hjá sér og fór að væla ef einhver hvarf af sjónarsviðinu og svo malaði hún þessi skelfing þegar allar voru sestir hjá henni að fylgjast með, ég ætla nú að leyfa Villanum að vera heima því hann er alveg búin á því eftir þetta húllum hæ, en Sylvía ætlar sko í skólan því hún verður nú að getað sagt frá þessu kraftaverki sem henni finnst hafa átt sér stað hjá okkur.

Ég stóð við það sem ég sagði í gær og hafi daginn virkilega jákvæðan og viti menn það var bara allt önnur líðan, ég meira að seigja skellti mér á föndurnámskeið í gærkv og var þar að föndra með jólaskreytingar og jólasvein og er ég bara býsna ánægð með útkomuna af þessum herlegheitum mínum, svo er nú ekki amalegt að fara svona með góðum vinum eins og ég gerði.

Stefnan var/er svo tekin á kertanámskeið í dag sem ég veit nú reyndar ekki hvort ég fer á, þarf að skoða það aðeins betur og finna betri stað fyrir litlu fjölskylduna svo að tíkinn hún Jenný komist ekki í kettlingana og fari eitthvað að leika sér með þessa nýju fjölskyldumeðlimi okkar.

Adios all of you Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til hamingju langammaVona að dagurinn þinn í dag verði ennþá betri en gærdagurinn var

Jónína Dúadóttir, 19.11.2008 kl. 08:07

2 Smámynd: Líney

Til hamingju með langömmutitilinn,man  hvað það var alltafgaman þegar  fæddust kettlingarknús inní daginn.

Líney, 19.11.2008 kl. 08:31

3 Smámynd: Helga skjol

Takk fyrir þetta mín kæra

Helga skjol, 19.11.2008 kl. 09:06

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til lukku með langömmubörnin nú veit ég hverju ég á von á þegar yngri dóttir fær fréttirnar! ef hún mætti ráða væri hér heill dýragarður

Huld S. Ringsted, 19.11.2008 kl. 09:09

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Til hamíngju með þessi fallegu langömmubörn elsku sys, koma ekki myndir bráðum

Kristín Gunnarsdóttir, 19.11.2008 kl. 12:20

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Til hamingju með þetta nýja hlutverk

Birna Dúadóttir, 19.11.2008 kl. 12:50

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með titilinn, ekki allir sem fá að njóta hans á unga aldri
Knús til þín ljúfan
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.11.2008 kl. 13:16

8 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Til lukku langamma :),,,,,,,,,, kann ekki að setja þig inn á msn...en fæ guttan til að hjálpa mér :) fljótlega   ....ég er svo lítið tölvuvædd :(    Knús á þig

Erna Friðriksdóttir, 19.11.2008 kl. 15:34

9 identicon

Til hamingju

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband