Þriðjudagur, 30. desember 2008
.....................................
Ekki veit ég hvernig ég á að fara að því að fá kútinn til þess að fara með okkur eitthvert annað kvöld ef eitthvað verður farið, nú harðneitar hann að taka þátt í því að fagna nýju ári, seigjist hata flugelda og vilji hvorki sjá þá né heyra. Þetta er alveg ný bóla hjá mínum, síðustu ár hefur þetta verið eitt það skemmtilegasta hjá mínum, það að sjá rakettur þjóta um himininn, en nei ekki þetta árið.
Ég fékk hann með mér rúnt á þá staði sem seldir eru flugeldar í gærkv til þess að skoða verð og úrval og það var alveg sama á hvað ég benti, ekkert sem heillaði, reyndar er þetta gott á margan hátt, td að nú verður lítið keypt af flugeldum ef þá nokkrir, það kemur í ljós í dag eða morgun.
Gaurinn minn ætlar að eyða áramótunum með sínu föðurfólki og er það bara gott mál, hann er búin að vera mikið með þeim yfir hátíðar og er það frábært, hann var nefnilega búin að vera alltof latur að heimsækja sitt fólk þeim megin, ég vona bara að áframhald verði á þessu eftir áramót og að hann kíki oftar í sveitina til þeirra.
Annars erum við bara góð hérna megin sko. Jenny mín er öll að koma til eftir sín eyrnaveikindi og farinn að gelta þegar dyrabjallan glimur, þannig að í fyrsta skipti er ég glöð með geltið hennar. Alveg er það ótrúlegt hvað maður getur orðið háður þessum dýrum sínum, aldrei á ævi minni hélt ég að líf mitt myndi snúast um hund eða kött, hvað þá heldur að þurfa hugsa fyrir því húsnæðislega séð, hvort dýr megi fylgja manni eða ekki, en svona er maður skrýtin skrúfa.
Títlan er bara sátt og hlakkar til að byrja í gamla skólanum sínum aftur, hún þrifst best ef hún hefur nóg að gera frá morgni til kvölds, alla daga.
Knús á línuna
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið skil ég hann son þinn,ég vil ekki sjá þetta sprengjudót
Birna Dúadóttir, 30.12.2008 kl. 10:01
Eg elska að horfa á flugelda!!!! Gleðilegt ár Helga mín
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 10:36
Gleðilegt nýtt ár hafðu það sem best um áramótin.
Kv Brynja.
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 30.12.2008 kl. 12:11
Æi strákrófan, kannski lagast þetta og sparnaðurinn sem þú sérð fram á núna verður bara í draumum þínum á morgun... ;-)
Jónína Dúadóttir, 30.12.2008 kl. 12:15
Hehe Birna mín sumir eru víst hrifnari af þessu sprengjudóti en aðrir.
Gleðilegt ár mín kæra
Helga skjol, 30.12.2008 kl. 12:22
Ég líka Unnur mín.
Gleðilegt ár til þín sömuleiðis mín kæra
Helga skjol, 30.12.2008 kl. 12:23
Gleðilegt ár til þín sömul Brynja mín
Helga skjol, 30.12.2008 kl. 12:24
Það er alveg satt hjá þér Jónina mín.
Gleðilegt ár til þín mín kæra
Helga skjol, 30.12.2008 kl. 12:26
Vona svo sannarlega að áramótin ykkar verði ánægjuleg. Kveðja norður.
Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2008 kl. 16:22
Gleðilegt ár til þín líka elsku Ásdís
Helga skjol, 30.12.2008 kl. 17:05
Þetta hlýtur að breytast hjá honum er líður á morgundaginn.
Hafðu það gott um áramótin
Huld S. Ringsted, 30.12.2008 kl. 20:54
Ég vona það svo sannarlega þó að síðustu samræður okkar um þetta mál hafi ekki lofað góðu, en þær áttu sér stað fyrir ca 10 mín síðan.
Gleðilegt ár til þín Huld mín
Helga skjol, 30.12.2008 kl. 22:56
Hæ elsku Helga mín, krúsi dúllan mín.
Það er ekki gaman ef að strákurinn þinn vill ekki fara með ykkur. Ég þekki þetta afskaplega vel sjálfur. Ég vildi oft ekki fara með mömmu og pabba þegar að þau fóru eitthvað á svona hátíðum eins og nú er. Það er bara þannig sem þetta virkar.
Reyndu að tala við drenginn þinn elsku Helga mín. Reyndu að vera hress og reyndu að peppa hann upp.
Gleðilegt ár Helga mín og eigðu rosalega góð áramót með þínum. Takk fyrir gömlu góðu.
Takk kærlega fyrir MSN - Addið.
Bestu kveðjur.
Valgeir.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 00:28
Gledileg áramót og megi árid 2009 færa ykkur farsæld og gledi í hjarta.
Knús kvedjur frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 31.12.2008 kl. 08:24
GLEÐILEGT ÁR VONANDI HAFIÐ ÞAÐ SKEMMTILEGT UM ÁRAMÓT KÆR KVEÐJA.
Kristín Katla Árnadóttir, 31.12.2008 kl. 08:36
Gleðilegt ár til þín líka Valgeir minn og megi árið 2009 verða þér sem allra best
Helga skjol, 31.12.2008 kl. 09:09
Gleðilegt ár til þín mín kæra Guðrún og farsæld á komandi ári
Helga skjol, 31.12.2008 kl. 09:10
Sömuleiðis Katla mín Gleðilegt ár og megi þú árið 2009 verða þér sem allra best
Helga skjol, 31.12.2008 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.